Bjarmi - 26.02.1907, Síða 8
32
13 J A R M I
Smásögur.
Meistarinn heflr lykilinn sjálfur.
Einu sinni \'ar ráðvandur maður;
liann var löngum að velta því fyrir
sér, sem honum þótti torskilið og
undarlegt í stjórn guðs. »Hversvegna
hvernig? sagði liann oft með sjálfum
sér, þegar hann hugleiddi handleiðslu
guðs á sjálfum sér, eða virti fyrir sér
rás stærstu viðburðanna í heiminum.
Einu sinni kom hann í stóra silki-
verksmiðju. Það, sem helzt vakti eft-
irtekt hans þar, var ný vél, sem bjó
til alskonar bönd af ýmsri gerð. í
þessari vél var urmull af hjólurfi og
þræðir lágu hundruðum saman í all-
ar áttir. Hann gat ekki skilið, livernig
allar þessar hreyfingar vélarinnar, sem
honurn sýndust svo óreglulegar, gælu
búið til nokkuð, sem nýtilegt væri;
en hann varð þó að kannast við, að
vélin gerði það, því höndin runnu
gljáandi og gallalaus fram undan öllu
þráðakerfmu. IJá var honum sagt, að
vélin, sem öllu þessu hleypti af stað,
og alt ynni, væri í lokuðum kassa.
Hann bað þá leyfis, að fá að sjá
hana, en þá fékk hann þetta svar:
»Meistarinn hefir lykilinn sjálfur«.
Þessi fáu, einföldu orð brutust eins
og ljósgeisli inn í það myrkur efa-
semdanna, sem fylti liuga hans.
Já, meistarinn heíir líka lykilinn
sjálfur að vélinni, þar sem allir hinir
margbreyttu þræðir lífs vors vefast
saman í eitt. Hann stjórnar öllu,
hann leiðir alt.
Hvað þurfum vér svo að vita meira,
»Hann hefir fest þá æ og eiliflega;
liann setti þeim lög, sem þeir eigi
munu brjóta« (Sálm. 148, 6).
Smásjáin.
Það er mælt, að Indverja (Hindúa)
einum hafi verið sýndur í smásjá
einn dropi vatns úr Ganges, hinu
heilaga íljóti Indverjanna. Það var
alt annað en fögur sjón, sem hann
sá í þessum dropa; þar úði og grúði
af óteljandi smákvikindum; nóg hefði
þessi sjón átt að vera til þess, að
hann yi’ði óttasleginn og fengi andstygð
á þessu heilaga vatxxi og hann sæi,
hvað hann væiá á tálar dregiixn í þessu
efni.
En önnur varð þó raunin á, Hann
xeiddist að sönnu, en hann reiddist
smásjánni, tók liana og molbi-aut
hana.
Margir fara alveg eins að með bib-
líuna fyi’ir sitt leyti; hún sýnir þeim
syndirnar og saurugleikann í hjarta
þeirra við ljós guðs sjálfs. í stað
þess að snúa bakinu við allri synd
og svívirðingu, og biðja guð að hreinsa
sig af öllu ranglæti, þá reiðast þeir
guði, orði hans, eða þjónum hans
hér í heimi, þeiin sem segja þeim
sannleikann afdxáttarlaust.
Margur er sá, er brosa mundi að
heimsku Indverjans; en þá ætti hann
að gæta þess, að gera sig ekki sekan
í annari heimsku en þá stærri, þeirri
lieimsku, að hata hinn upplýsandi og
sannfærandi vitnisburð guðs orðs um
liið rétta ástand mannlegs hjarta, og
stofna með þvi sálu sinni í voða.
S. J. þýddi.
Sjómennirnir eru nú óðum að búa
sig til burtferðar. Bjarmi óskar
þeim öllum velferðar og guðs bless-
unar af hlýjum liuga.
Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík.
Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Njálsgötu 33 Reykjavík.
Prentsmiðjan Gutenherg.