Bjarmi - 15.01.1908, Qupperneq 2
10
BJARMI
leggur á Kain, sýnir það Skýrt og
skilmerkilega, að hann her ábyrgð á
lífi bróður síns. Og seinna í hinni
helgu bók, er drottinn hafði gefið
lögmálið, þá kemst liann svo að orði
um öll þau boðorð: »Eg drottinn,
þinn guð, er vandlátur guð, sem hegni
misgerðum feðranna á börnunum í
þriðja og fjórða lið, á þeim, sem mig
hata, en auðsýni miskunsemi í þúsund
liðu, á þeim, sem mig elska og varð-
veita mín boðorð«.
Þessi yfirlýsing drotlins um refsingu
fyrir afbrot og syndir feðranna, sem
kemur niður á börnum og afkom-
endum, hefir mörgum manni orðið
hneykslunarefni. Margur hefir í gremju
sinni yfir lienni ýmist hugsað eða
haldið því fram í lieyranda hljóði, að
það gæti ekki verið réttlátur guð,
sem léti slíkan boðskap út ganga.
En hér er um svo mikilvægt og
alvarlegt mál að ræða, að vér megum
ekki láta augnablikstílíinningar vorar
villa oss sjónir. Hér'er þörl' á gætni
og vizku og vandlegri iliugun. Eða
mun drottinn vera ranglátur? Hver
dirfist að hugsa slíkt? Mun hitt ekki
Hklegra, að vér mennirnir förum hér
villir vegar, og að það sé vorri fá-
fræði eða skoðunarleysi að kenna, eí
oss sýnist drottinn vera ranglátur.
Syndin, eða brotin móti lögum
drottins, hefir ávalt og alstaðar skil-
yrðislaust hegningu í för með sér í
einhverri mynd. Því stærri sem synd-
in er, því meiri og viðtækari verður
hegningin. Og syndin getur orðið svo
mikil, að alleiðingar hennar taki ekki
að eins til þess, er fremur hana, held-
ur og til barna hans og niðja.
IJað er petla lögmál um afleiðingar
syndarinnar, sem er svo ranglátt í
vorum augum, þetta, að hún komi
niður á saldausu afkvæminu eða niðja
þess. En hver er tilgangur guðs með
þessum viðtæku afleiðingum. Ætli
drottinn Iangi lil að refsa, hann, sem
er kærleikurinn og vill, að allir verði
hólpnir? Er ekki hitt miklu sam-
boðnara honnm, að hann sé einmitt
með þessu að knýja oss til að forð-
ast syndina af fremsta megni. Eða
segið mér: Gelur nokkuð fremur
fengið föður eða foreldri til að forð-
asl syndina, en sú tilhugsun, að hann
leiði liegningu og smán með syndum
sínum yfir þá, sem lionum æltu kær-
astir að vera í lífinu, yfir börn sín
og niðja.
Gættu þess, að þú ert ekki einn á
ferð, hlóð þitt rennur í æðum barna
þinna og niðja; dæmi þitt verkar á
þau. Þú ber líka á ýmsan liátt á-
hyrgð á lííi þeirra. Hér er ekkert
ranglæti frá guðs hálfu. Það, sem
hver sáir, mun liann og uppskera.
Eða er það ranglæli, að liinn heilagi
guð reynir á allan hátt að fá oss til
að forðast syndina. Hann gerir það
með því, að benda oss á, að syndin
sé þjóðanna skömm, lands og lýða
tjón. Hann tekur það fram, að um
leið og vér förum að þjóna syndinni,
þá slítum vér oss úr lífssambandi
við hann, sviftum oss þeim friði, fögn-
uði og sælu, sem fylgir lífssamíélag-
inu við hann. Hann gerir það með
því, að Iáta réttláta refsingu koma
yfir oss sjálfa í einhverri mynd. ()g
þegar ekkert af því dugir og þjóðir
og einstaklingar halda áfram að van-
rækja hans heilög hoð og þjóna synd-
inni, þá kemur síðasta og sterkasta
áherzlan, sem er í því fólgin, að vér
leiðum ekki að eins refsingu og smán
yfir oss sjálfa með því að þjóna synd-
inrii, heldur og yfir börn vor og niðja.
Þeir, sem oss eru kærastir, þola refs-
inguna með oss, þeir þola refsingu
vegna vor. Það er þessi vissa, þessi
sorgarsjón, sem drottinn ætlast til að
stöðvi oss á vegum syndarinnar, el'
ekki tjáir neitt annað til þess.