Bjarmi - 15.04.1908, Blaðsíða 4
GO
B J A R M I
brunna — fengið svölun, huggun og
hvíld? — Er eilífðarþrá og guðsþrá
mannshjartans tilviljun ein? — Er á-
rangurslaust að hrópa með skáldinu?:
j)Guð minn, Guð, ég hrópa
gegnum myrkrið svarta,
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað lijarta.
Gefðu dag í dauða,
Drottinn, mínu skari.
Vonarsnauða vizkan
veldur köldu svari. T>
— Nei, Guði sé lof. Það er ekki
árangurslaust að leita, ekki árangurs-
laust að hrópa um sannleiksljós út
úr efasemdamyrkri mannlegra draum-
óra og mannlegra þjáninga.
Jesús sagði við Pílatus: »Til þess
er ég í heiminn kominn að ég beri
vitni um sannleikann«. Og el' vér
spyrjum: Um hvaða sannleika?
Þá kemur oss eðlilega fyrst í hug
orðin, sem Kristur sagði: »Jeg er
vegurinn, sannleikurinn og lífið«.
— Hann vitnaði um sjálfan sig, um
þann guðdómlega sannleika að kær-
leikur hins þríeina Guðs helði knúð
sig úr dýrð himnanna, ekki íýrst og
fremst til að Icenna mönnunum, — það
hefðu spámenn getað gert, — lieldur
lil þess að bjarga þeim, ganga í þeirra
slað i gegnum hinar óttalegu alleið-
ingar syndarinnar, og verða síðan
vegurinn að föðurhjarta, guðs, vegur-
urinn beim til liæða fyrir hverja sál,
er lijálp hans vill þiggja. — Hjá hon-
um, og honum einum, getur mannssál-
in fengið svör við alvarlegustu spurn-
ingum sínum, fundið varanlegan frið
í öllu stríði lífsins og lilotið hvíld,
þrátt fyrir alla baráttuna.
Sannkristnir menn þekkja engan
annan meðalgangara milli guðs og
manna en Jesúm Krist, og trúa alveg
þeim orðum hans sjálfs: »Enginn
kemur til föðursins neina fyrir mig«.
En einmitt þess vegna hljóta allir
Krists menn að mótmæla því eindreg-
ið, að það skifti minstu, þótl menn
hafni frelsaranum, og að »hver verði
sæl) við sína trú« (eins og gömul og
ný efasemda-»guðfræði« hefir jafnan
hallast að).
Enda er óhætt að fullyrða að sé
lifandi kristindómur og trúarreynsla
sannkristinna manna ekki svik og
blekking, — og liver diríist að stað-
hæfa það? — þá er þessi skoðun efa-
semdastefnunnar, alósönn og stór-
hættuleg; og er það engu að síður
enda þótt hún sé stundum í prests-
legum málsnildarskrúða, með heim-
spekilega skýjavængi eða í skáldsagna
litklæðum.
Það stoðar ekki, nema við hugsnn-
arlítið fólk, þóll áhangendur hennar
beri Kristsmönnum á brýn blindni og
ofstæki. — Það er ekki fullreynt enn,
hvort hinir sjá betur, sem leita sann-
leikans i myrkrinu, eða þykir sú
vizka mest að vefengja alt guðsorð og
vera sífelt að fara með gömlu orðin
freislarans: »Skyldi Guð halá sagt«?
Og oss bregður heldur ekki, þótt þeir
lirópi um, hvað frámunalega ósann-
gjarnt það sé af sannkristnum mönn-
um að telja frábrugðnar skoðanir
syndsamlegri en illar athafnir. Það
er að eins eilL dæmi afmörgum, sem
sýnir hvernig »víðsýnu« mennirnir
rangfæra eða misskilja lifandi kristin-
dóm. Því að sannkristnir menn eru
manna íusastir til að kannast við, að
illar athafnir hljóti að spretta af van-
trú hjartans, og að ýms skoðanamun-
ur hrindi mönnum ekki frá guðsríki,
þegar ekki er að ræða um grundvall-
arskoðun mannlífsins, eða afstöðu
manna gagnvart Jesú Kristi.
Vantriíin er heldur alls ekki slcoðim
fyrst og frcmst heldur viljaste/na,
lnin vill ekki auðmýkja sig fyrir