Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1908, Síða 15

Bjarmi - 15.04.1908, Síða 15
13 .1 A R M I 71 hallaðist hann töluvert að Grundt- vígsstefnunni, fyrir áhrif Birkedals, og var beggja vinur til dauðadags. Hann var eldheitur ættjarðarvinur og framkvæmdasamur áhugamaður um öil kirkjumál. Hvíta þrælaverzlunin. Svo er sú starfsemi nefnd, þegar óhlutvandir menn reyna að fá ungar stúlkur til að fara til annara landa eða stór- borganna, og lofa þeirn háu kaupi i góðum vistum, en svikja þær alveg um það, þegar þær eru komnar að heiman, og þröngva þeim þá með hungri og lieitingum til ólifnaðar, og selja þærjafnvel vændiskvennahúsum. í llestum siðuðum löndum eru sam- tök um að sporna gegn þessari sví- virðingu, og eru þessir »þrælakaup- menn« látnir sæta þungri ábyrgð, þegar þeir verða sannir að sök; en þeir eru séðir mjög og hafa steypt margri stúlku í ótlalega eymd. Kirkju- stjórn Norðmanna hefur nýlega skor- að á alla norska presta að vara stúlkur við að sinna því nokkru, þólt einhverjir útlendingar væru að lijóða »góðar yistir«, nema þegar áreiðan- legir, kunnugir menn gætu mælt með þeim. Það er ekkerl vafamál, að þessir mannsalar fara að snúa al- hygli sínu og tálsnörum að íslandi, ekki sízt þar sem hér eru engin sam- tök um það enn að sporna við þeim, og ættu því ungu stúlkurnar að varast að skifta sér nokkuð al' því, þótl reynt vcrði með blaða-auglýsingum eða á annan hátt að tæla þær í »góðar vistir« hjá ókunnugum útlend- ingum. S. A. Gíslctson. u Nýir skilvísir kaupendur að þessum árgangi Bjarma geta fengið síð- asta árgang fyrir að eins eina krónu. Útsölumenn fá þessi vildarkjör, ef þeir borga andvirði hlaðsins fyrir 1. október þ. á. Þegar keypt eru 3— 4 eintök kostar hvert kr. 1,35 (65 c.) — — 5—10 — — — — 1,20 (60 c.) — — — 10—25 — — — — 1,10 (55 c.) — — yfir 25 eintök — — — 1,05 (55 c.) Séu blöðin borguð el'tir 1. október, en þó fyrir árslok, er hvert eintak 5 aurum dýrara, en sé hlaðið eklci horgað fyr en eftir áramót eru engin sölu- laun getin. Þó geta þeir, sem ekki eru húnir að horga síðastliðinn árgang, hlolið þcssi hlunnindi, ef þeir horga fyrir 1. júlí þ. á. Skilvísir útsöluménn fá ennfremur í ómakslaun, ef þeir selja 5-10 eintök, annaðhvorl nýja testamenti með myndum í skrauth. (v. 3 kr.) eða Þýðing trúarinnar ih. (v. 3. kr.) eða Heimilisvininn allan í gyltu bandi (2 fiækur v. 3,50) ef þeir selja 10—20 eint. fá þeir tvær aí þessum bókum — °g el' þcir selja yfir 20 einl. þær allar eða aðrar jafndýrar bækur, sem þeir mega sjálfir velja.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.