Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1909, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1909, Blaðsíða 7
B J A R M I 3 juku þau um helming og fengu laun, en sá, sem tók við einu pundi, hai'ð- ist ekkert að og fékk refsingu. Al' þessu er Ijóst, að vér eigum að ávaxta öll þau pund, sem drottinn fær oss í hendur, með hyggindum, ráðvendni, sparsemi og iðjusemi. Þegar hann kemur, þá mun hann spyrja, hvernig vér höfum varið pundum hans. Það stendur á sama, hvaða pund oss eru í hendur fengin. Vér erum undantekningarlaust skyldir til að efla og auka sérhvað eina, sem for- sjón guðs fær oss í hendur, guði sjálfum til dýrðar. Það er skylda hvers kristins manns að gera sig sem hæfastan til ætlunarverka sinna og verja sem bezt öilu því, sem honum er fengið lil varðveizlu. wÞess er krafist af liverjum ráðs- manni, að hann sé trúr«, segir post- ulinn. í ráðsmenskunni felst þá líka á- byrgðarskyldan; J>ess er kraflst af ráðsmanninum, að liann reynist trúr. Hann verður að gera reikningsskap ráðsmensku sinnar og til þess er ætlast af honum, að hann sé trúr. Ein afdæmisögum frelsarans minnir á þessa skyldu. Það er sagan af rangláta ráðsmanninum. I5egar liús- bóndi hans fékk að vita, að hann lieí'ði sóað fé hans, J)á kallaði liann á liann og sagði við hann: »Hvað er þetta, sem eg lieyri um þig? Ger þú reikningsskap ráðsmensku þinnar, því þú gelur ekki lengur haft ráðs- menskuna«. Þarna kemur ábyrgðarskyklan fram. Sá, sem þelta ritar, og þeir, sem það lesa, eru ráðsmenn yfir margvís- legum eigum. Hver og einn þeirra stendur eða fellur húsbónda sínum. En hvað mikið að eg, sem þelta rita, a að gefa eða gera, er ekkert hundið við það, livað aðrir gefa eða gei'a. Ui því verður ekki skorið á þann veg. Samanburður víð aðra á hér als engan stað. Guð einn leggur hverjum einum ábyrgðarskylduna á herðar, og alt er undir því komið, að liann sé við því búinn að gera guði reiknings- skap með gleði, en . ekki með and- vörpum. Þessi hugsun getur mint oss á svo margt — alla kristilega starfsemi. Hug- leiðum til dærnis góðgerðasemina við fátæka. Það er einn þáttur góðrar ráðsmensku að gefa eftir fastri reglu »eftir því sem guð liefir blessað oss«. Þess eins er krafist af ráðsmönnunuin, að þeir séu trúir. Trúir yfir hverju? Yfir því, sem guð hefir fengið þeiin, hvorki rneira né minna. Það er líka staðreynt, að guð umbunar trúmensk- una«. »Sá, sem örlátlega sáir, mun ör- látlega uppskera«. »Hver sem miskunar sig yfir fátæk- an hann lánar drolni, og hann mun endurgjalda honum hans velgerning«. Þeir eru ekki svo fáir vor á meðal, sem gela ekki ráðið rétt gátu Ráð- vandar gamla (sbr. För Pílagrimsins). En sú gáta er á Jæssa leið: »Maður, sem að margir héldu óðan, græddi fé á gjölla hönd. Gátan sú er ekki vönd«. En ráðning Gajusar er hin eina rétta: Menn ef gefa muni sína snauðum, öðlast skulu aftur þeir alt, og tíu sinnum meir«. Guð launar rikulega sérhverjum þeim, sem reynist trúr ráðsmaður«. (Lutheran). Kvöldsýn. Er sólin hneig aö himinbaug, Og húmið pakti grund, Eg keptist við að komast heim, Um kyrra aftanstund.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.