Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1909, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1909, Blaðsíða 10
6 BJARMI. mi Weslcy-embættið orðið eftir í höndum „noiðanmanna11 einna, og því að eins partur af kyrkjufélaginu, sem af því hafði veg og vanda. Með áhuga miklum og dugnaði stóð nú þessi hluti kýrkjufélagsins fyrir fyrirtæki þessu um hrið. En ekki leið á löngu áður sund- rung kom upp i þeim flokki út at fyrirtæk- inu. Á því var þegar farið að bera á kyrkju- þingi í Minneota 1905, og á kyrkjuþingi að Mountain 1906 leyndist als ekki ágreiningur sá. Þó brauzt hann ekki gveinilega út fyrr en á kyrkjuþinginu í T.jaldbúðarsöfnuði 1907. öll þessi ár létu Bandaríkjamenn málið — og þá einníg ágreininginn — afskiftalaust, þótt margir þeirra væri jafn-sannfærðir og áður um það, að samband þetta við Wesley-skól- ann væri óeðlilegt, en álitu það vera sama sem að ganga á gerða sætt, að skifta sór af þessu atriði skólamálsins eftir samninginn frá 1904. Voru þeir því ófúsir að skifta sér af innbyrðis ágreiningi þess flokksins, sem fyrir embættinu við Wesley College stóð. Óánæg.ja sú, er átti sér stað út af kennara- embættinu við Wesley College, mun hafa staf- að af því tvennu: 1) að ýmsum fundust kjör þau, er fyrirtækið átti við að búa við Wesley, ekki viðunandi, og 2) að ýmsir uiðu óánægðir yfir þeirri breytingu, sem varð á trúmálastefnu kcnnarar.s. Ár eftir ár vakti forseti kyrkju- félagsins máls á þvi í ársskýrslu sinni, að kyrkjufélagið greiddi óhæfilega mikið verð fyrir kensluna, og skólanum bæri að taka meiri þáit í kostnaðinum. Ekki fékk það þó framgang á kyrkjuþingum, að nýrra samnir.ga væri leitað.* *) Óánægjan út af breytingunni á stefnu kennarans í kyrkjumálum olli þv1 einnig, að margir þeir, sem áður höfðu vorið aðal-styrktarmenn fyrirtækisins, gáfu sig al- veg frá því. Flestir þeirra manna i Winni- peg, sem upphaflega liöfðu af svo miklu kappi unnið að þvi að koma á embætti þossu, voru orðnir sár-óánægðir með það. Þessu samfara var dagvaxandi sundurlyndi og rígur milli sumra holztu starfsmanna kyrkjufélagsins. Nú kemur málið þannig lagað fyrir siðasta kyrkjuþing, oftir að liafa verið ásteytingar- steinn og sundrungar-efni í kyrkjufélaginu i sjö ár. Stór hluti kyrkjuþingsmanna er á- lcveðinn i því að fá því framgengt á þingi, að skift sé um kennara við Wesley Collcge. Ut af því leit út fyrir að nýr ófriður yrði. Þog- *) Að ekki liafi það verið ómögulcgt, að hetri kjör fengist, má ráða af því, að þegar cr skólinn fœr það að vita, að kyrkjutélagið ekki ætli lengur að kosta embættið, *ér skólinn sér facrt að kosta það sjálfur að öllu lcyti. ar svona hörmulega var nú lcomið, fóru menn að hugsa um það, hvort, ekki væri hyggileg- ast að hætta alveg við þetta fyrirtæki, sem svo lengi var búið að vera þrætuepli, með því líka að nú varð opinbert, hversu ólík er stefna Wesley-skólans stefnu kyrkjufélags- ins í 'trúmálum. Vitanlega var íslenzku-kensla þessi einungis auka-atriði, að því er starf kyrkjufélagsins áhrærir. Aðal-ætlunarverk fé- lagsins er auðvitað alt annað. Þar sem það nú var orðið marg-reynt og öllum lýðum Ijóst, að auka-atriði þ>tta olli kyrkjufélaginu mæðu og mótlæti og sundrung svo mikilli, að aðal-starfi félagsins var tjón búið, þá gat engum hygnum manni dulizt það, að ekki gat annað komið til mála en að hætta við fyrirtækið, enda þótt margir vafalaust sæi eft- ir því, að svo hlaut að vera. Og svo sam- þykti þingið í e i n u h 1 j ó ð i að hætta við fyrirtækið. Allir vildu heldur hætta við þet.ta sérstaka fyrirtæki, sem ekki heldur kom aðal- starfi kyrkjufélagsins b o i n 1 í n i s við og ver- ið hafði til svo mikillar sundrungar, heldur en lialda því áfram og stofna félaginu í meiri voða. Svo var komið málinu, að á livern hátt sem kyrkjuþingið hofði ráðstafað áfram- haldi kennara-embættisins við Wesley College, hefði orðið ófriður í kyrkjufélaginu meiri en nokkru sinni áður og ef til viil hefði félagið fyrir það klofnað. Þeir „heima“ mega titla oss til, eins og lund þeirra býður og svo lengi sem þeir vilja. En samt munum vér í þossum og öðrum mál- um fara að, eins og oss virðist hyggilegast, svo hag kyrkjufólags vors sé sem bezt borgið. Vér erum vítanlega í miklum vanda staddir. Mikið mótlæti hefir oss að höndum borið. Ekki afbiðjum vér illyrði þeirra, sem nú nið- ast á oss í neyð vorri; en liitt virðist oss okki ósanngjarnt að fara fram á það við þá, að þeir geri sér einliverja ofurlitla grein fyrir því sem þeir eru að tala um. Vér höfum tekið upp í blaðið þessa máls- vörn hins heiðraða forsota ltyrkjufélágs Vestur- íslendinga, af því að kyrkjufélagsmönnum hafa verið bornar þungar sakir á brýn hér heima út af þessu skólamáli, máli, sem oss er i rauninni óviðkomandi. Af málsvörn for- seta má nú sjá, að getsakirnar liafa sprottið af misskilningi á málinu. En meinlegasti misskilningurinn er það þó hjá þeim, sem um málið liafa ritað hér heima, að þeir hafi gert slíkt í nafni k r i s t i 1 o g s b r ó ð u r k æ r 1 e i k a.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.