Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.02.1909, Side 4

Bjarmi - 15.02.1909, Side 4
28 BJARMI. heilaspúni .lóseps Smiíhs teygði alt of marga héðan af landi til Utha, svo að það má heila sorglegur hlett- ur á þjóð vorri, að hér skyldi finn- ast svo fávíst fólk að sinna slíku. Nú veit ég þó ekki betur en að hún sé horfin liéðan af landi. Aðventista-trúboðið, sem Davið Östlund flytur hér í blaði sínu Fræ- korni og íleiri ritum, kvað vera far- ið að fá áhangendur í Reykjavík. Mun það mest koma af því, að blað hans inniheklur svo mörg fögur kristindómsatriði innan um hinar Gyð- inglegu bókstafskreddur, svo sem helgihaldið og svo um skírriina, sem fáir munu geta séð að hafi þýðingu i þá átt, að gera mann að guðs barni, — ekki að tala um sálarsvefninn, sem ekki hefir einusinni bókstaf fyrir sér í ritningunni. Um þessar kenningar hefir einhver O. V. ritað ágæta grein í »Bjarma« og ræð eg mönnum til að lesa hana. Hið »nýjasta nýtt« í trúmálum er biblíu-kritíkin og nýja guðfræðin. Biblíu-krítíkin þykir mér fullyrða alt of margt um aldur bókanna í ritn- ingunni, sem ómögulegt mun þó að fá fulla vissu fyrir. Og ég get ekki talið það »krislileg hyggindi« að svifta menn trúnni á innblástur ritn- ingarinnar. Það verður óefað til þess að lestur hennar, — sem nú er alt of lítið stundaður — leggist niður með öllu, og mun þar lítið gott af leiða. Nýja guðfræðin virðist mér byggja of mikið á mannlegri vizku, en of lítið á ritningunni, til þess að ég geti vænt henni varanlegs l'ramgangs. Því orð Gamalíels munu jafnan ræt- ast: »Það, sem er frá guði, mun standa, en það, sem er frá mönnum, mun falla«. Það er ég viss um, að ekki hefði séra Helgi Hálfdánarson fylgt biblíu- krítíkinni né nýju guðfræðinni, þó hún hefði komið hingað á hans dög- um. Einnig vii ég minnast á innra trú- boðið. Það á þann heiður skilinn, að það framfylgir hreinni Lútherstrú. En gefa vildi ég því þá bendingu, að ein af hættunum, sem hnekt geta sönnum kristindómi, er sú, að innri guðs-dýrkun eins og þoki fyrir hinni i/tri, og verði hún þá að hræsni. Andatrúin er ein af þeim trúmál- um, sem ég treysti mér ekki að fara út í, þar sem ég er of ókunnugur því myrkra-verki þeirra Einars Hjör- leifssonar; þó hefi ég þá skoðun, að þessi trú sé sú langversta af öllum. Áður en ég lýk máli minu, vil ég lýsa yfir þakklætislilfinningu minni við þá menn, sem nú á síðari árum hafa einkum stult sannan kristindóm hér á landi með ritum sínum. Vil ég sérstaklega nefna þá séra Helga heit. Hálfdánarson og séra Valdimar Briem, þó að fleiri hafi að því unnið. Ég hefði gjarnan viljað rita lengra mál um þetta efni, en bæði er það, að mig skortir mentun til þess, ó- breyttan alþýðumanninn, og svo er ellin farin að gera mér erfiðara fyrir. En þessar fáu athugasemdir hið ég góða menn að virða á betra veg. Hirðirinn og sauðirnir. Einu sinni var maður á Indlandi kærður fyrir það, að hann hefði slol- ið nokkrum sauðum. Honum var stefnt fyrir dómarann, og sá, sem var haldinn vera hinn rétti eigandi sauð- anna, var þar staddur líka. Báðir leituðust þeir við að sanna eignarrétt sinn á sauðunum og leiddu þeir vitni að því hvor um sig. Dómaranum þótti vant að kveða upp réttvísan

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.