Bjarmi - 15.02.1909, Blaðsíða 6
30
B .1 A H M I.
þessari blessaðri nýársnótt. Og hann
gleymdi henni aldrei síðan.
Hann er orðinn ungur í annað sinn.
Minningarrit
um Þorbjörgu Sveinsdóttur, Ijósmóður, hefir
»Hið íslcnzka kvenfélag« vinsamlegast
sent Bjarma til umgetningar.
Oss er ljúft að geta ritsins, því að minn-
ing hinnar látnu merkiskonu er oss kær,
því að æfistarfið liennar gladdi svo marga
og — gleður enn. Hún stofnaöi »Hið ís-
lenzka kvenfélag« til eflingar félagsskap,
mentun og réttindum kvenna.
»Hið íslenzka kvenfélag« gefur ritið úl
á sinn kostnað, en alt, sem kemur inn
fyrir það, gengur i hinn svonefnda »Blóm-
sveigasjóð« Þorbjargar, sem varið er til
styrktar fátækuin sængurkonum í Reykja-
vík. Ritið er þvi nokkurskonar blóm-
sveigur, sem kvenfélagið gefur til minn-
ingar um hina látnu ágætiskonu.
Nú gefst öllum, konum jafnt sem körl-
um, færi á að lieiðra minningu hinnar
göfuglyndu konu, með þvi að kaupa ritið
og auðga með því »Blómsveigasjóðinn«
hennar.
Ritið er hið prýðilegasta að öllum frá-
gangi og kostar 50 aura.
Úr ýmsum áttum.
Heima.
(xóð gjðí’. Kona nokkur i Rvik, sem
óskar að^láta nafns sins ógetið, gafkristni-
boðsfjelaginu i Rvík 60 kr. i »nýársgjöf«
með þeim ummælum að gjöfin væri lítill
vottur um þakklæti siil fyrir dýrðlega
bænheyrslu á liðnu ári, og að hún mundi
framvegis liugsa félaginu fyrir einhverri
nýársgjöf rneðan efni sín og ástæður yrðu
óbreyttar.
Kristinboðsfélagið, sem gjöfina fékk,
hefir ekki haldið fundi um liríð formað-
ur þess'var síra Lárus sál. Halldórsson,
en féhirðir Bjarni Hjaltested geymir
eignir þess í sparisjóði, og væntanlega
verður þessi rausnarlega gjöt bæði til þess
að nýr áhugi komi i félagið, og að lleiri
verði fúsir til að styrkja það.
»Nordurland« skrifar allangt mál í f. m.
um trúmáladeiluna meðal landa vestra,
cn fráíögn þess er mjög þröngsýn og
einhliða. Rlaðið ámælir þeim, sem vilja
halda hreinni lútersku stefnu, og ber þeim
síra Hans Thorgrimsen og síra Jóni Bjarna-
syni á brýn ósamkvæmni og stóryrði, en
getur livergi um stóryrði Breiðablika og
virðist telja það drenglyndi eilt af sira
Fr. Bergmann að vilja sitja sem fastast i
kirkjufélaginu og ætlast til góðra launa
hjá þvi, enda þótt hann vinni af alefli
gegn aðalmálgagni og stefnuskrá félagsins.
(xóðir gestir. Frú Steinunn Haver, ís-
lenzki læknirinn og kristniboðinn í Kina,
sem lesendur vorir munu kannast við,—
skrifar 3. nóv. f. á. frá Weckow Kina,
að þau hjónin ætli frá Kína 20. marz
í vetur, komi til Lundúna 14. apríl og til
Rvikur snemma í júní. Pau hjónin bú-
ast við að halda fyrirlestra um kristni-
boðið i Kina bæði i Rvík og Akranesi, og
ef til vill víðar. Það væri óskandi að
koma þeirra yrði til að vekja nýjan kristni-
boðsáhuga vor á meðal. f*au dvelja hér
á landi líklega mánaðartíma, fara liéðan
til Ameríku, og þaðan aftur til Kína.
Hjálpræðislieriiin hefir lieðið að vekja
eftirtekt bæjarbúa á þvi, að herinn hafi
nú hjúkrnnarkonii i þjónustu sinni, sem
taki að sér, hve nær sem er og eins víða
og unt er, aö vaka yfir sjúkum oghjúkra
þeim, og er ekki ætlast til borgunar fyrir
þetta liknarstarf, hvorki af ríkum né fá-
tækum.
Höfiindnr greinar þeirrar »um trúmál
og kristindóm«, sem hér birtist í blaðinu,
er gamall sveitabóndi ogvalinkunnur merk-
ismaður sem gegndi ýmsum opinbcrum
störfum og heitir Ásmundur Benediktsson.
Hann bjó fyrrum á Stóruvöllum í Bárðar-
dal, og siðar í Ilaga í Gnúpverjahreppi,
en er nú á Arhrauni á Skeiðum, koniinn
yfir áttrætt, en þó enn ern og hress í anda
og fylgist furðu vel með.
Erlendis.
Frá Kaiipiiiaiiiialiöfn. Pað er alt af ver-
ið að byggja nýjar kirkjur í Höfn, og fjöldi
trúaðra manna gefa ótrúlega mikið bæði
til þeirra og annara kristilegra fram-
kvæmda. Kirkjurnar eru flestar vel sóttar,
og prestarnir 54 sjá ekki út úrannrikinu.
Áhugamennirnir ganga í safnaðarfélög
(»i\lenighedskredse«) til trúboðs og líknar-