Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ m III. árg. ReylfjaTÍk, 15. raaí 1909. »Hjar!a ijðar skelflsl eigi; írúið á guð og trúið á mig«. ________________íi. tm. Jóh. 14, 1. Emmaus-gangan. Lúk. 24, 13—32. Vorir límar eru efasemda-timar. Mikill þorri þjóðar vorrar, einkum yngri kynslóðin, virðist vera á and- legri Emmaus-göngu. En Emmaus-gangan er engin fagn- aðarganga, heldur sorgarganga, því að enginn er sæll, sem tekur þátt í þeirri göngu. Hann vantar þann hjartans frið og fögnuð, seni heimur- inn getur hvorki gefið né tekið. Þeir eru margir, fleiri en menn viti, sem fegnir vildu hætta þessari göngu, verða börn að nýju, trúa orðum frelsara síns og finna sannan hjarta- frið og gleði. Þeir eru margir, fleiri en menn viti, sem gætu lýst þessari þrá með orð- um skáldsins: »Gerðu mig aftur, seni áður eg var, alvaldi guð, mcðan æskan mig bar«. því að margir höl'ðu í æsku þá trú, scm þeir nú hafa mist og — sakna. Andlegir leiðtogar þjóðarinnar sjá hana vera á þessari göngu. Þeim þykir sárt að sjá það, mörgum hverj- um. Þeir eru með í förinni og finst, að þeir muni getað gerl þessa göngu að fagnaðargöngu. Þeim finst, að þeir muni gela lokið svo upp ritning- unum, að samferðamönnunum hitni um hjartaræturnar. En — »þú sjálfur, sem vill hugga harm, berð hlýra föla, votan hvarm«. má í þessum skilningi segja um marga, ef ekki flesta þeirra. Þeir ljúka að sönnu upp rilning- unum, en engum manni brennur hjarta i brjósti við það. Emmaus-gangan þeirra er þá tíka sorgarganga. Hvernig stendur á því ? Það kemur af þvi, að þeir liafa margir tekið það til ráða, að Ijúka ritningunum upp með krafti og skarp- skygni mannlegrar speki og vísinda. En það gagnar ekkert. Það er ó- makið og ekki annað. Ritningarnar eru lolcaðar, þrátt fyrir það, hinn sanni kjarni þeirra. Þeir hafa ekki náð nema til yfirborðsins. Ljós mannlegrar speki þykir bjart á vorum dögum; en það er kalt, eins og það hefir alt af verið. Það lifgar ekki. Engum hitnar um lijarta- ræturnar, þó að ritningunum sé lokið upp með því. Vorgróður eilífs friðar og fagnaðar sprettur ekki við það ljós. Því er líkt varið, eins og þegar vorsólin skín á íslenzka hjarnið, skín í heiði, en hvergi viknar fyrir, af því að frostharkan er svo mikil. Ö, hvað það er ömurlegt fyrir þá, sem eru orðnir þreyttir á vetrinum og sárþrá ylinn og vorgróðurinn! Eintómt þreytandi ljós, en enginn ylur. Þessi vonbrigði verða nú svo margir að þola meðal þjóðar vorrar í and- legum skilningi. Þeim er bent á vís- indin og mannvitið alt, og sagt, að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.