Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.05.1909, Blaðsíða 5
B J A R M I 85 svip meiri en áður og var auðsætt, aÖ hún vildi gefa honum bendingu, sem hrifi: „Jæja, Páll, eg vildi bara láta þig skilja það, að við hérna vitum dálítið, hvað trúarlegur áhugi er. Annars álít eg, að óþarfi sé að taka það upp aftur, að takmörkun só það bundið, og að við höfum bæði gott af að muna eftir því. Eg segi þetta þín vegna, Páll, og svo — ja, hvað á eg að segja — friðarins vegna. Eg vil ekki leyna þig þvi, að bróðir minn hefir ekki eins góðan skiln- ing á trúarbrögðum, eins og t. d. eg mundi helzt á kjósa. Við skulum setja sem svo, að þú, Páll, yrðir of sjálfbyrg- ingslegur í þeim efnum, þá gæti það valdið talsverðum óþægindum. Bróðir minn er viðmótsþýður, eins og eg sagði þér áðan, en eg vil ekki leyna þig því — friðarins vegna — að hann er ráð- ríkur og þolir engin mótmæli. Sérstak- lega mun honum falla það illa, ef þú sýnir um of trúrækni þessa í daglega lífinu. Það er mín skoðun og mitt ráð þetta, sem hirðfrúin var vön að segja: „Trúin er heilög, hún á að geymast í djúpi hjartans". Meðan frökenin lét dæluna ganga, þá sat Páll og hringsneri húfunni milli handanna með óþreyju og var svo að sjá, sem hann langaði til að taka fram í fyrir henni. Þegar hún svo loksins hafði lokið máli sínu, þá leit hann fast á hana eg mælti einbeittiega: „Mig iangar til að segja yður það, fröken Vind, að eg vil feginn lifa í sátt og friði við alla menn, að svo miklu leyti sem mér er unt; en eg vil líka hafa fult leyfi til að kannast við drott- inn minn og meistara, hvar sem er, og bera vitni um það iíf, sem hann hefir af náð sinni gefið mér. En hvað skoð- un yðar snertir, þá — “ En þegar hér var komið, þá varð hann að þagna, því hún greip hastar- lega fram í fyrir honum : „Hvað skoðun mína snertir, þá er það alls eigi til umræðu hór. Eg hygg, að við höfum út talað um þetta mál. Til- gangur minn var eingöngu sá frá upp- hafi, að leiðbeina þér dálítið, til þess að koma þér hjá óþægindum, sem annars gætu komið fyrir. Svo er eitt, sem eg vildi minnast á út af þessu samtali okkar. Hór á heimilinu er ung stúlka og glaðlynd; hún er viðkvæm og eg vildi helzt hlífa henni við þungum heila- brotum um trúarefni; þau gætu, ef til vill, raskað barnslegri trú hennar og gleði. Það verður víst hlutskifti þitt að ríða út með henni, og eg vona, að þú skiljir, hvað eg á við. En sand- gæzlustjóri mun skipa fyrir um alt annað sem snertir stöðu þína hér. Að svo mæltu gaf hún honum bend- ingu um það með hendinni að samtal- inu væri lokið. Hann stóð þá upp, hneigði sig kurteislega fyrir henni og gekk út. Úr ýmsum áttum, Heima. Aðílutuingsbaiin á áfengi var sam- þykt 1. maí, og verður sá dagur von- andi fagnaðardagur margra heilskygnra íslendinga framvegis. Lögin eiga að koma í framkvæmd 1. jan. 1912, en þó þannig að vinsalar mega seija áfengis- byigðir sínar til 1. jan. 1915. Heill sé hverjum þeim, er unnið hefir að þessum sigri þjóðinni til vegs og bless- unar. — En sárt er þó að íslendingar skuli aldrei geta orðið sammála um það, sem betur má fara. 11 þingmenn alls greiddu atkvæði gegn banninu, en 26 með, og nú er nýmyndað félag í höf- uðstaðnum gegn lögunum. Það er margt einkennilegt í ávarpi þessa nýja félags, en þó einkum það, að það kveðst ætla „að efla bindindi og hófsemi". Þeir hefðu ekki komist svo að orð- andstæðingar templara fyrir 15—20 ári um. Vonandi er að þjóðin láti ekki blekkjast úr þessu af þessháttar loforð- L

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.