Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.06.1909, Blaðsíða 3
B JARMI. 99 Og af hverju kemur það? Af því að syndin blindar svo augu inargra þeirra, að þeim finsl það vera sannarlegt frelsi, að gjöra einmitt það, sem guð hefir bannað eða láta það ógjört sem hann hefir hoðið. Og þetta er það, sem gerir spiltum kynslóðum orðið frelsi svo hugljúft. Pess vegna er það, að þeim er svo lítið geíið um Jesú-nafnið. Það er alt annað frelsi, sem felst í því. En þetta frelsi, frelsi syndarinnar, sem hugkærast er aldarinnar börn- um, er ekkert annað en mannleg á- nanð, í sinni ljótustu mynd. Þeim, sem vill þjóna sjálfum sér og heiminum, er ekkert gefið um fyrsta boðorðið. Og sá, sem brýtur það, er orðinn brotlegur við öll hin hoðorð guðs. Sjá það nú ekki allir, að þetla frelsi, brot gegn boðorðum liins heilaga guðs, lilýtur að baka þeim ábyryð fyrir guði. Er maðurinn þá ekki orðinn þræll syndarinnar, og þræll mann- anna, algcrlega ánauðugur, og nauðu- lega staddur? Sá sem vill t. d., hafa fult frelsi til að drekka sig drukkinn af vini, þó að það sé bæði honum og öðrum til andlegs og líkamlegs tjóns, hann virðir fimta boðorðið að vellugi. Sá, sem tekur lán og liorgar það ekki aftur, — og hversu eru þeir ekki margir sem gera það nú á timum — hon- um þykir sjöunda boðorðið einskis virði. Sá, sem vill láta allar likamlegar fýsnir sínar ráða, því að hann sé ekki full-frjáls að öðrum kosti, hvað mun sá hinn sami skeyta um sjötta boð- orðið? Eða börn og unglingar, sem fyrir- líta foreldra sína, sakir sjálfstæðis- löngunar sinnar, hvað meta þau mikils fjórða Jioðorðið? Nei, þegar vér syngjum um »þjóð- vorið fagi’a, sem frelsi vort skal með fögnnði leiða yfir mengi«, þá ríður á engu meira en að gæta þess, að það frelsi, sem vér þráum, sé eigi það frelsi, sem kalla má með réttu »dáð- leysi feðranna« og verður »barnanna böl«, eigi það frelsi, sem er »bölvun í nútíð« og verður svo »framtíðar kvöl«. Jesús einn er sannur frelsari; þeir einir, sem hann gefur frelsi, eru sann- frjálsir. Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Framli.). m. | Sandgæzlustjóri gaf Páli nú nákvæm- ar gætur í 8 daga samfleytt og gat ekki fundið hið minsta í fari hans, er aðflnslu væri vert; hann hefði meira segja mátt játa það, ef hann hefði verið ein- lægur, að Páll væri bezti vinnumaður- inn, sem hann hefði nokkurn tíma haft. Ekkert hafði hann heldur getað fundið ámælisvert hjá honum í trúarefnunum, ekkert sérstakt, að minsta kosti. Hann hafði reyndar orðið þess var nokkrum sinnum, að Páll fór með borðbæn. Páll hafði líka stundum verið kominn á fremsta hlunn með að halda áminning- arræðu yflr sandgæzlustjóra, þegar hann ragnaði sem ákafast; en ekkert hafði þó orðið af því, enn sem komið var. Það var víst nógu snemt að taka fyrir kverkarnar á öllu slíku, þegar Páll færi að færa sig betur upp á skaftið. Einu sinni reið Páll út með ungfrúnni, það var snemma dags. Hann reið spöl- korn á eftir henni, eins og áður hafði verið venja hans, þegar hann reið út með frúnni reiðmeistarans. „Hvers vegna ríður þú ekki samsiða, Páll?“ spurði ungfrú Vind, og snéri sér við.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.