Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 5
B JARMI 93 Væri það fjarri sanni, að byskup vor vekti alhygli presta á þessari stúdentahreyfingu, svo að einhverjir þeirra reyndu að kynnast henni bet- ur og fræða söfnuðinn um bana á »stúdentadaginn«? S. G. Takið eftir! Ef Lúlher gæti nú litið upp úr gröf sinni og séð, hvernig áslatt er í kyrkj- unni, sem kennir sig við hann, — ef hann gæli séð, hvernig menn á þess- um dögum hafa ritninguna að skot- spæni með lausri og léttúðugri biblíu- krítík, og taka niðurslöður »vísind- anna« langt fram yfir það orð guðs, sem ritað, er — þá myndi hinn trúlyndi kyrkjufaðir vor hræðast slíkar aðfarir, hann, sem kvað : »Hver óvin guðs skal óþökk la, hvert orð vors guðs skal standa((. Það eru þvi engin undur, þó að páfatráarmenn í löndum mólmælenda fagni yfir eyðingarverki svo margra lærðra prófessora, þeirra, sem eru að reyna að kollvarpa hjnu guðlega valdi ritningarinnar. Rómversk-kaþólskur prestur, Schmi- derer að nafni, lætur meðal annara gleði sína í ljósi yfir þessu, í »Nord- isk Ugeblad« með þessum orðum : »Þegar menn nú einu sinni eru orðnir svo tjarstæðir heilagri ritningu, cins og prótestantar (þ. e. lúterskir menn) eru nú á dögum, og eru altaf að »lagfæra« frásögu biblíunnar.stryka út og setja annað nýtt í staðinn »vís- indalegt«, þá hal'a menn að lokum enga fótfestu á trúarefnum og vita loks hvorki upp né niður um það, hvað fagnaðarerindi Krists í raun og veru er«. Vinur minn, þú sem elskar guð og freísara þinn; varðveittu guðs heilögu orð i biblíunni þinni, haltu fast við þau, því undir því er líf þitt komið, og syngdu með Martein Lúther: »Hver óvin guðs skal ópökk lá, hvert oi ð vors guðs skal standa«. (P. E. Bluine). Þerraðu tárin mín! Svo mælti dauðveik stúlka, 10 ára gömul, hvað eftir annað við hjúkr- unarkonuna. »Þerraðu lárin mín«, það var síðasta andvarp hennar. y>Pcrraðn tárin mina. Það er tíð- asta andvarpið í heiminum, þar sem þjáningar og vonbrigði, syndin, sorg- in og dauðinn eru stöðugt á ferli. »Þerraðu tárin mín! Hrollur dauð- ans fer um mig allan, og hjartakuld- inn nístir mig; mér hitnaði ekki við hreim hugsjóna minna, og birti ekki fyrir augum, er barnatrúin livarf. — Synd er að baki, myrkur framundan og frosin tár á kinn, — hver getur þítt þau og þerrað?« »Þerraðu tárin mín! Eg kalla ekki um það á mannamótum, en lesa mætti andvarpið í augum mér, ef nokkur lili mig vinarauga. — Ralar enginn heim til min, sem getur þerr- að tárin mín?« »Þerraðu tárin mín!« Það er ó- sjálfrátt andvarp mannshjartnanna, sem hvergi íinna varanlega hvíld, nema við föðurhjarla guðs, cn tárin eða trúleysið hafa blindað svo ólal augu, að j>au sjá ekki birðinn góða, »sem hefir liliðið opið að hýsa týnd- an sauð«, — kannast ekki við að Jesús þerrar tárin og græðir hjarta- sárin, og gleymir ekki grátandi barni. — »En hver vill le það finna, og færa Drottni heim?« Sigurbjörn A. Gíslason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.