Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.06.1910, Blaðsíða 6
94 B J A R M I Trúboðsfélag1 kvenna. Trúboðsfélag kvenna í Reykjavík hefir nú starfað í nokkur ár. Er starf þess fólgið í því, að hlynna að heiðingja trúboði með ofurlillu fjár- framlagi árlega. Heíir fé því verið varið til styrklar starfsemi á Indlandi. Kvenlæknir, Ingibjörg Larsen, sem starfar þar, bæði að lækningum og trúboði, hefir nolið styrklar þessa íé- lags síðari árin. Félagið hefir eigi látið á sér bera, en unnið starl' silt í kyrþey. Eigi að síður hafa ýmsir góðir menn greitl fyrir því með ýmsu móti. Og nokkr- um sinnum hefir félaginu borisl pen- ingagjafir. Félagskonur þekkja ekki nöfn þeirra allra, er réll hafa félaginu hjálpar- liönd, því sumir liafa óskað el'tir að nöfn sín væru eigi nefnd, — en guð þekkir þá, og guð mun launa öijum þeim, sem láta af hendi rakna fyrir hans málefni. Og ekki alls fyrir löngu barsl lé- laginu rífleg upphæð að gjöf, scm síra Runólfur Runólfsson fríkirkju- prestur í Gaulverjabæ safnaði á sam- komu.er hann hélt í sókn sinni. Var svo lil mælst um leið og gjöfin var send trúboðsfélaginu, að fénu skyldi varið til trúboðs i Kína. Félagið þakkar presti og söfnuði gjöfina. Hún var kærltomin, ekki síst fyrir þá sök, að á seinasta fundi félagsins, séin haldinn var dagiim áðar en peningarnir komu, komsl til lals hið stórkostlega tjón, sem norska trúboðsfélagið liefir nýlega orðið fyrir í Kína, af völdum óeirða og upp- reisnar þar. Og létu þá ýmsar kon- ur á fundinum í Ijósi ósk sína um að senda norska trúboðsfélaginu of- urlitla peningaupphæð að gjöf — en sjóðurinn er lítill — lélagið er t'á- tækt — en svo kom þessi peninga- gjöf ásamt fáeinum öðrum, er við bættust. Þöltk fyrir gjöfina -- þöklt fyrír allt, sem gert er fyrir guðsríkis- starfið á meðal heiðingjanna. Munum eftir boði hans, sem sagði: »Farið út um allan heim og kennið þjóðunum, og skirið þœr til na/ns föður, sonar og heilags anda«. Styðjið heiðingjatrúboðið! Með kærri kveðju frá trúboðsfé- lagi kvenna — og þökk lil allra er stult hafa félagið með gjöfum sínum eða fyrirbænum. Guðrún Lárusdóttir. Úr ýmsum áttum. Erlendis. Ofsóknir ojr iipphlaup í Kínn. í fylkinu Kounan hefir jafnan verið ákaft útlendingahat- ur og þar er kristniboðið yngst en þó furðu blómlegt. Aðalkristniboðsfélag Norðmanna hóf þar kristniboð fyrir 8 árum og hefir þar 5 aðalstöðvar, en með 30 útstöðvum og hafði nál. 600 skírða Kfnverja í söfnuðum sfnum um áramótin, og um 300, sem voru á undir- búningsskeiði. Starfsmenn norskir voru um 20 og 60 kfnverskir, 10 skólar með 400 nem- endum og . 37 kennurum. Ennfremur átti kristniboðsfélagið 2 sjúkrahús og 1 barnahæli í fylkinu, en nú er þetta mest alt f rústum. Skrfll og æsingalýður, um 24 þús., f höfuð- borginni ChangSha gjörði upphlaup mikið um miðjan aprfl út af þvf að hrísgrjón höfðu hækkað svo í verði, að hungur var fyrir dyrum. Fyrst var áhlaupinu snúið að borgarstjóra; gat hann þá komið fyrir sig vörnum, þótt skríllinn dræpi hann degi sfðar. En eins og vant er f Kfna, snerist æðið gegn útlending- um, og brendi skrfllinn verzlanir, kyrkjur og hús þeirra, og kristniboðarnir komust nauðug- lega undan, styrktir af kristnum Kínverjum. 3 kristniboðar frá Ameríku druknuðu á flótt- anum og kristniboðar Norðmanna urðu allir að flýja og mistu flestir aleigu sfna. Þegar síðast fréttist, var búið að stilla óspektirnar í höfuðborginni, en vfða annarstaðar í fylkinu voru æst upphlaup gegn öllum útlendingum, sem ekki var búið að sefa.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.