Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1911, Blaðsíða 7
B J A R M I 5 Eins og eðlilegl er, má búast við, að margt fari viðvaningslega og jafn- vel miður vel hjá félagsmönnum fyrst í slað, og er áríðandi, að aðalleið- toginn eða presturinn gæti þess í tíma, og lagi það með lægni og kærleika. Mentunaryfirburðir bans mega aldrei valda kuldalegum aðfinningum, lield- ur verður hann að vera eins og góð- ur eldri bróðir trúaða fólksins, og vera jafnframt fús til sjálfur að Iæra af þeim, sem eldri eru og eiga meiri trúarreynslu en sjálfur hann. Eins og þegar er tekið fram, er bér ætlast til að presturinn sé sjálfkjörinn forgöngumaður að þessum félagsskap. Á stöku stað má þó vera, að prest- urinn vilji eða geti ekki verið það, enda þótl nokkrir trúaðir menn séu í sötnuði hans, sem fúsir yrðu með; en gætu þeir þá ekki samt gjört eilt- bvað i þessum efnum? Ef þú liefir sjálfur eignast lífið í Kristi og eilt- bvert brot af kærleika lians til »týndra sauða«, gelurðu þá afsakað það gagn- vart guði og samvizku þinni að varpa allri umhyggju um sálarvelferð ná- granna þinna á liálfsofandi prest? — Þekkirðu enga eða engan, sem þú gætir fengið lil að lesa með þér guðs orð við og við og biðja með þér. Þó þið væruð ekki nema tveir, sem byrj- uðuð, gælu fleiri bæzt við smámsam- an> og ef þið færuð gætilega og bæð- uð í kærleika fyrir prestinum ykkar, gæli svo farið, að hann kæmi í hóp- inn fyr en ykkur varði, og yrði þá bczti liðsmaðurinn. — Væri það ekki reynandi?------ — Eg befi ekki skrifað þessa leiðbein- ingu lil að áfella neinn og veit fyrir- fram, að leiguþjónar sinna þeim ekki að neinu; en alla hina vildi ég meiga biðja að ihuga í góðu tómi, hvort það sé ekki mesta mein kirkju- félags vors, hvað starfsmenn þess liafa vanrækt samfélagskristindóm, og hvort þeir geti ekki gjört meira en að und- anförnu til að efla hann, annaðhvort eitthvað svipað því, sem hér er benl á eða á annan betri veg. Málið er alvarlegt og vér erurn veik- ir og ráðafáir, en Drottinn er sterkur og fús að leiðbeina þeim, sem leita til hans. Brott með vílið og volið, aðgjörða- leysið og letina, leggjum heldur liönd á plóginn í Drotlins nafni og þá munu gleðidagar upp renna íslenzku safn- aðarlífi. 5. A. Gislason. Frá kristniboðinu. (Framh.). Talandi tölur. Hér skulu taldar nokkr- ar tölur, sem sanna meira en órökstuddar staðhæfingar. Kristniboðsfelög, sem sjálf menta kristniboða sína, voru í vor sem leið 338 alls, en hjálparfélögin 450. Árið 1909 voru gjaf- irnar yfir 91 milj. króna og af þvf voru 10 milj, frá söfnuðum kristniboðanna. Aðkornn- ir starfsmenn kristniboðsins voru 19,401 (af þeim 982 læknar), en þarlendir 98,388. Skírðir heiðingjar voru yfir 3 milj., en óskírðir áhang- endur yfir 5 milj. Kristniboðið stofnar hvarvetna skóla og sjúkrahús og styður t. d. 81 háskóla og 489 presta og trúboðsskóla í heiðingjalöndunum, og nemendur við þá eru yfir 20,000 alls. Það eru ólíkar horfur fyrir kristniboðinu nú en þær voru 1810. Þá var lagt bann við allri kristni í flestum löndum í Asíu og Afríku; nú eru því nær alstaðar „opnar dyr“. Árið 18 io sinti kristin kyrkja ekki kristniboð- inu, en 1910 þykir það meira en meðal hneisa, ef nokkur kristinn söfnuður er þvf mótfallinn, eða lætur það afskiftulaust. Árið 1810 voru 100 kristniboðar, og sárfáir heiðingjar höfðu látið skfrast; en 1910 eru yfir 19000 kristniboðar og yfir 3 miljónir skírðir, auk allra, sem dánir eru. 1810 var biblían á 65 tungum, en nú á 500. 1810 var engin ógift stúlka kristniboði; nú eru þær um 5000. 1810 var gjört gys að kristniboði við flesta kristna liáskóla, en 1910 hafa þúsundir stúdenta gjörst kristniboðar, og fieiri eru að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.