Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ VI. árg. Reykjavík, 15. apríl 1912. Gleðjið ijður ávall í drolni. Fil. 4, 4. 8. tbl. Eggert Helgason. Fyrir rúmum 5 árum fékk eg all- langl bréf norðan úr Húnavalnssýslu, auðsjáanlegaskrifað afgömlum manni, . er lesið hafði . kyrkjublöðin ís- lenzku bæði frá . . Reykjavík og . . Winnipeg með at- hygli, því víða var í þau vitnað og spurt um ýniislegt er þar hafði verið lauslega drepið á. . Bréfritarinn var . . Eggert Helgason . í Kothvammi við Miðrjörð. Héldum við bréfaviðskiftum upp frá því meðan Eggert gat haldið á penna. Og fékk eg þá smámsaman að vita bæði af bréfum hans og einkum þó af æfi- ágripi hans í Óðni í fvrra (júlí 1911) það sem hér segir: Eggert fæddist B/i 1830 á Titlinga- stöðum í Víðidal, þar sem foreldrar hans Helgi Vigfússon og Ósk Sig- mundsdóltir bjuggu. Hann átti 3 bræður og eina systur, Þorbjörgu konu Björns bónda á Marðarnúpi. Elzli sonur þeirra er Guðmundur landlæknir. Þegar Eggert var 22 ára, lagðist hann þunga legu, varð alveg mált- laus á öllum útlimum og lá þann- ig á 3. ár. — Heitmey hans, Margrét Halldórsdóttir, slundaði hann með frábærri alúð alla þá legu, en enginn liefði þá búist við að þau ættu eftir 53 ára sambúð. Enda segir Eggert í einu bréfi sínu, líklega með þessi veikindi í huga, sem aldrei véku að fullu frá lionum. »Ýmislegt í lífs- sögu okkar lijóna er þannig, að segja mætti um það likt og þar stendur, að þetta sé orðið til þess að máttur og gæzka Drottins yrði þar af aug- ljós«. Vorið 1857 var Eggert samt orðinn svo hress að hann gat farið að byrja búskap, giflist hann heitmey sinni þá um sumarið, og vorið eftir lluttust þau að Helguhvammi við Miðíjörð og bjuggu þar 38 ár samfleytt. Eggert hafði ekkert verið til menta setlur, en þó var hann bæði framúr- skarandi framfaramaður í búskap, fékk t. d. fyrstur manna verðlaun af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9., og hugvitsmaður um ýmislegt, er að véla- fræði laut. Fann hann meðal ann- ars upp hjól með sigurverki í, sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.