Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 4
60 B J A R M I hillnaðarsönnun fyrir henni, hina tryggustu og áreiðanlegustu, sem unt er að hafa, í vitnisburði hans sjálfs um það, að hann ætti að llða og deyja, og þar á eftir upp- risa á hinum þriðja degi (Lúk. 18, 33 og vlðar). Fyrir mig er það hin sterkasta sönnun fyrir upprisu Drottins: Hann sagði það sjálfur. Hann vottaði það sjálfur fyrirfram, að hann mundi upprísa af dauða. Eg veit að enginn áreiðanlegri vitnisburður er til en orð frelsarans sjálfs, bæði þessi vitnis- burður og alt annað, sem hann vottaði. Alt sem hann sagði um Föðurinn, alt sem hann sagði utn sjáifan sig, alt sem hann sagði um hinn heilaga anda, alt sem hann sagði um mennina, það veit eg að er heilagur, óbrigðanlegur sannleikur, svo lengi sem heimur stendur, já, um alla eillfð. Þessar tvær samhljóða sannanir, engla- vitnisburðinn og frelsarans eigin vitnisburð, um upprisu sfna, tel eg fyrst svo sem hin- ar fullgildustu. Tel þær á undan vitnis- burði mannanna. sem þó ilka er mikils- verður oss til trúarstyrkingar. Þess vegna bendir engillinn og á þennan vitnisburð, hinn mannlega vitnisburð. Því hann segir við konurnar, er hann hefir vitnað til orða frelsarans sjálfs: »Komið, sjáið staðinn, þar sem Drottinn lá«. Þær áttu sjálfar að sjá og skoða, svo að þær gætu einnig sagt lærisveinum hans frá því, sem skeð hafði. Þær fengu að vísu ekkl að sjá upp- risuna sjálfa. Ekkert mannlegt auga fékk að llta hana, enda fór hún fram í nætur- kyrð og dimmu. En þær áttu að sjá og skoða staðinn, þar sem Drottinn hafði verið lagður, sjá og skoða hina opnuðu, tómu gröf, og frá því áttu þær svo að segja vinum hans, lærisveinunum, sem þær einnig gjörðu. Og svo fóru, eins og vér vitum, tveir af lærisveinunum, þeir Pétur og Jó- hannes, út til gra-farinnar,, til að sjá sjálfir staðinn, þar sem Drottinn hafði verið lagður, og fundu alt eins og konurnar höfðu sagt, gröfina opna og tóma, en hann sjálfan-, hinn upprisna frelsara, sáu þeir ekki í það sinn. En þeir áttu að fá að sjá hann líka. Því að engillinn segir enn fremur: »Hann fer á undan yður til Gallleu, og þar nninuð þér sjá hann«. — Og nú vitnar hann til síns eigin vitnisburðar: »Sjá, eg hefi sagt yður það«. Aður hafði hann vitnað til Jesú eigin orða, sem hins sterkasta vituis- burðar um upprisuna: »Hann er upprisinn eins og hann sagði«. — Núeigaþær, og lærisveinarnir, að vænta þess, að sjá hinn upprisna sjálfan, af því að hann, eng- illinn, hafði sagt þeim, að svo mundi verða. Og vér vitum, hvernig þetta rættist og hversu fljótt. Að kvöldi hins sama dags, páskadaginn, birtist hinn upprisni Jesús hinum samansöfnuðu lærisveinum og sömu- leiðis lærisveinum tveimur á leið þeirra til Emausþorpsins. Svo birtisl hann lærisvein- um sínum aftur og aftur og var með þeim í 40 daga, og þeir sáu hann fara upp til himins. Einnig birtist hann sérstaklega Pétri, Maríu Magdalenu, og eitt sinn 500 bræðrum, svo sem Páll postuli vottar. — Höfum vér þá ekki ástæðu til að gleðjast, fagna og lofsyngja á upprisunnar dýrðlegu hátíð? Jú, sannarlega. Sannarlega eigum vér að gleðjast. Því sannarlega er Drottinn upprisinn. Já, sannarlega, sannarlega. — Enginn atburður mannkynssögunnar er betur og tryggar, staðfestur og vottaður, en upprisa Drottins, vottaður af honum sjálfum fyrir fram, vottaður af englum Guðs, sem viðstöddum vitundarvottum, vottaður af mörgum, lærisveinum og vinum, sem sjálfir sáu hinn upprisna frelsara, heyrðu orðin af hans vörum, þreifuðu á sárum hans og höndum og sfðu hans, sáu hann neyta matar, og sáu hann síðast fara upp til himins. — Og slðasti vitnisburður- inn um það, að Drottinn er upprisinn og lifandi, og hin óhrekjanlega sönnun, það er kirkja hans hér á jörðu, sem hann hefir stofnað með anda sínum,' sem hann er ósýnilega nálægur alla daga, sem hann eflir 'og útbreiðir meir og meir um þessa jörð, viðheldur með orði sínu og sakra- mentum og gefur sigurkraftinn. Já, sannarlega er ástæða til að fagna, gleðjast, lofsyngja á þessari sælu og blíðu sigurhátfð, hátfð lífsins og ljóssins. 'Já, vér gleðjumst yfir þér, kæri, kross- festi og upprisni frelsari vor og Drottinn, gleðjumst yfir sigri þínum, yfir synd og dauða, gleðjumst yfir lffinu, sem þú leiddir í Ijós með upprisu þinni, og gerir oss

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.