Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 5
BJARMI 61 hluttakandi < fyrir trúna á þig, gleðjumst yfir heilagri nálægð þinni, gleðjumst yfir því, að þú ert sannarlega nálægur einnig hér, mitt á meðal vor á þessari stundu, mitt á meðal vor til að gleðja oss, blessa oss og styrkja oss með krafti upprisu þinnar. Láttu líf vort alt vera óhrekjanlega og ómótmælanlega sönnun upprisu þinnar. Láttu vitnisburð hjarta, tungu og handar vera samhljóða vott þess, að þú ert upp- risinn og lifandi, já, upprisan og lífið, og með oss alla daga. Og þegar dauðinn nálgast og stund vor kemur, láttu þá engla þína koma og taka við oss, bera oss til þín, lifandi frelsari, svo að við fáum að vera hjá þér um eilífð, glaðir og sælir. — Amen. Erindi gleðinnar. Frammi fyrir hásæti drottins stóð skínandi fögur vera. Það var gleðin, gleði drottins, systir elskunnar og friðarins, og hún var að bíða eftir skipunum konungsins. „Eg ætla að senda þig niður á jörðina," mælti konungur, „þar átt þú að leita uppi myndina af sjálfri þér, og þegar þú ert búin að finna þá, sem líkjast þér, þá átt þú að koma aftur og segja frá, hvers þú hafir orðið vísari meðal mannanna barna.“ Gleðin hneigði sig djúpt til merkis um hlýðni stna og hollustu, gekk burt frá hásæt- inu; hún var ( engils líki, breiddi út stóru, hvítu vængina og sveif á burt niður til jarðar. Systkini hennar horfðu á eftir henni, þangað til hún hvarf þeirn eins og skínandi stjarna úti í geimnum. En alt í einu hvarf dýrðar- ljóminn, sem skein um hana, því að börn mannanna á jörðu niðri hefðu eigi þolað að l(ta þá birtu. Gleðin varð ósýnileg og hvarflaði um jörð- ina langan tíma og leitaði efiir myndinni af sér; og þegar för hennar var lokið, þá sveif hún aftur til himins, til átthaga sinna, og gekk fyrir konunginn, til þess að tjá honum erindis- lokin. „Herra konungur," mælti gleðin, „eg hefi gert skipun þfna, eg hefi rekið erindi mitt." „Fanstu þá myndina af þér meðal mann- anna barna?" spurði konungur. Gleðin hneigði höfuðið og skugga brá yfir hreina og bjarta ásjónu bennar og tár konm fram í augu hennar. „Eg hefi fundið svo lítið á jörðunni, er sé samkynja mér. Það, sem menn kalla þar gleði, er frá jörðu komið og nær aldrei út fyrir endimörk hennar. Gleðin þar er hávær, og kemur oft fram í hinum kynlegustu mynd- um. Eg fór þangað sem eg heyiði söng og hlátra, þangað sem menn kváðust vera glaðir. En það var ljót og leið skrípamynd af gleði, sem þeir skemtu sér við; þeir skemtu sér við dans og diykkju og hvað annað, sem saddi fýsnir þeirra. En þeir dróu sjálfa sigátálar, þvt þegar eg tók betur eftir, þá heyrði eg ósamræmið 1 söng þeirra og að hlátur þeirra var kuldahlátur. Gleðskapur einn var það, en ekki gleði." „Hefir þú þá eingöngu leitað meðal þeirra, sem ekkert vilja hafa saman við rnig að sælda?" spurði konungur, „því að þeir, sem þú minnist á, þikkja ekki aðra gleði en þá, sem sefar í svipinn og byrlar þeim óminni um stundarsakir. En eg á vini á jörðu niðri, sem bera nafn mitt — hefirðu ekki komið til þeirra ?" Gleðin hneigði höfuðið enn þá dýpra. „Jú, lierra, eg hefi líka komið til þeirra, sem elska þig, þeirra, sem vilja fegnir fylgja þér; en oftast nær reyndist mér leitin árangurs- laus þar. Þeir andvarpa og þrá gleðina, og vona, að þeir finni hana á himni; en hinu gleyma þeir svo iðulega, að af gleðinni á að ljóma á jörðu niðri. Heimurinn getur með fylsta rétti kallað þá önuglynda og fýlulega; þeir mögla yfir byrðunum, sem þeir bera með degi hverjum, í stað þess að minnast velgjörða þinna. Eg hefi séð menn fórna höndum til bæna svo, að ekki hefir sést votta fyrirljóma af himneskri gleði á ásjónu þeirra; eg hefi heyrt ungmenni syngja lofsöngva, og þó hefir engin veruleg gleði verið í rómi þeirra. Þeir hafa ekki skilið hvað gleðin þýðir, ekki skilið, að það sé skylda þeirra að láta hana ljóma af allri framkomu þeirra, til þess að rfkið þitt, herra, mogi útbreiðast á jörðunni." Og er gleðin mælti þetta, kæfði grátekki raustu hennar. „Vertu örugg, afneitaðu ekki þínu eigin eðli," mælti konungurinn, „eg hefi ætlað þér að reka annað erindi fyrir mig," „Tala þú, herra," hrópaði hún upp, „frá þjónustunni við þig kemur mér nýtt fjör og kraftur; hún er mér lifsins lind." „Þú átt að fara aftur til jarðarinnar," mælti konungur, „en nú skaltu fara í manns lfki", í Kki ungrar stúlku, og koma til allra þeirra

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.