Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.04.1912, Side 7

Bjarmi - 15.04.1912, Side 7
BJ ARMI 63 Ungmennafélögin hafa fyrir löngu sett á stefnuskrá sína, að þau vilji standa á kristi- legum grundvelli, vera í bindindi og helga ættjörðinni alt sitt starf, efla alt gott þjóð- legt, rækta landið o. s. frv. Agæt eru á- form þessi. Bara að fratnkvæmdirnar verði þá að því skapi. »Skinfaxi« hefir nú brýnt fyrir þeim að standa nú drengilega við orð sín. Hefir hann haft ntargar ritgerðir um það m&l, og heitir lengsta ritgerðin »Ætlunar- verk ungmennafélaganna«. Hún er ( 8 aðalköflutn, og er hverjum kafla skift í margar sntágreinir. Efni kaflanna eru þessi: i. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plönturækt. 4. Iþróttir og listir. 5. Bind- indi. 6. Trúrækni. 7. Frelsi. 8. Skemt- anir. Eru 6. og 8. kaflarnir lengstir. Ritgerð þessi á að vera nokkurs konar stutt grundvallarfræði handa ungntennafé- lögunum. Það er að Kkindum hún, sem einn ungmennafélagi að austan á við, þeg- ar hann segir í »Skinfaxa« 2. árg. nr. 7. »Þú (þ. e. »Skinfaxi«) mátt vera þakklátur Guðm. Hjaltasyni fyrir þau gullkorn, sem hann hefir látið þig flytja til lesenda sinna — þau eru þinn andi og lff«. II. Hvað segir þíi Skinfaxi um siðgæðið? Bezt að herma fáein orð sjálfs hans: »Vínbindindið er aðeins byrj- un siðbótanna. Byrja skal siðbæturnar með því. Hvers vegna? Af því það er einna handhægast af öllum siðbótum. En útheimtir þó tals- verða sjálfstjórn og sjálfsafneitun. En þær þurfa allir að læra. Þær eru frumskóli allra siðbóta. Hvaða siðbætur meinar þú nú ? Margar, og helst þær, sem einmitt bindindið hlýtur að benda oss á. Það er trúmennska 1 smáu, að bragða ekki vfn eftir að maður hefir lofuð að gera þao ekki. Sú trúmennska hlýtur að hvetja oss til að vera trúir í því, sem er stærra. Og engin sannur bindindismaður er svo barna- legur að halda, að það sé jafnmikil synd að drekka eitt staup áfengis og að ljúga öðrum til meins, eða að tæla saklausa sál 1 nokkru. Hann veit vel, að alt óskfillfl og alt óráðvendnislíf er ofdrykkjunni verra. Honum þætti meira að segja skárra að verða 100 sinnum fullur, et hann gerði engum ilt með því, en að tæla einu sinni saklausa stúlku svo, að hún misti sjálfstæði sitt og heimslán. En svo veit hann llka, að einn einasti drykkjutúr getur orðið til þess að hann verði faðir með skömm, eða þá stór svikari«. Er svo farið mörgum orðum um óskír- Iffið, og er þar öllum stéttum gert jafnhátt undir höfði, en olbogabörnum heimsins helst vorkent. Gefið ( skyn að »flest heiðr- uð heimsbörn« sé of lint dæmd í þessu máli. Og að fólk þoli illa að óskfrlífið sé hart dæmt. Það sé orðið þjóðsynd. »Samt er þessi þjóðsynd ein af þeim, sem sízt er kölluð synd. Og af því er hún svo fjarskalega hættuleg. Óviðurkend synd er eins og hulið eitur, eins dulin og bakteria dauðlegs sjúkdóms«. (Framh.). Úr ýmsum áttum. Frá Vestuv-íslemlingum. Merkllegur fullnaðardómur var kveðinn upp f miðjurn febi úarmánuði í vetur í kyrkju- eignarmáli Þingvallasafnaðar (að Eyford). Meiri hluti safnaðarins, fylgjandi nýju guð fræðinni, hafði sagt sig úr kyrkjufélaginu, en taldi sig þó hafa rétt til að halda kyrkju safnaðarins, eftir sem áður. Ut af þessu reis málið. C F. Templeton dómari í Grand Forks í í Norður-Dakóta lagði þann úrskurð á málið, að sá hlutinn, þó minni hluti væri, sem að- hyltist stefnu kyrkjufélagsins, skyldi halda kyrkjunni, og ástæða hans íyrir úrskurðinum var sú, að hinn hlutinn, rneiri hlutinn, hefði horfið frá lögbundinni trúarjátningu safnað- arins. Þessi úrskurður er frægur'orðinn,) því að hann snertir eigi að eins Þingvallasöfnuð, heldur alla kyrkjuna í Bandaríkjunum, Kan- ada og hér heima á íslandi, því að með honum er það suðfest, að þeir, sem fylgja kenningum nýju guðfræðinnar, hafa fyrirgert rétti sínum til að eiga heima í lútersku kyrkju- félagi. Forseti kyrkjufélagsins, séra B. B. Jónsson,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.