Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.04.1912, Blaðsíða 8
64 B J A R M I segir talsveit frá rekstri málsins í októberblaði Sameiningarinnar. Þar segir hann að niðurlagi: sEftirtektarverðast við þessi niálaferli er af- staða kennimannahöfðingjanna þriggja úti á íslandi, að þeir skyldu standa vígbúnir heima í Reykjavík, ákveðnir að veita öðrum flokkn- um (meiri hlutanum) lið og líka segja hinum opinberlega strfð á hendur. Um miðjan september kom lögformleg tilkynning frá lög- mönnum verjendanna (meiri hlutans) þess efnis, að 16. októbermán., kl. io árdegis, myndu þeir Þórhallur byskup Bjarnarson, Jón prófessor Helgason og Haraldur prófessor Nfelsson ganga fram fyrir Jón Jensson dómstjóra á skrif- stofu Sveins málaflutningsmanns Björnssonar i borginni Reykjavfk og eiðfesta þar vottorð (um kenningar sínar) verjendum málsins (meiri hlutanum) til notkunar. Var nú lögmönnum sækjenda (minni hlutans) boðið að hlýða á eiðspjall það hinn tiltekna dag (láta mála- flutningsmann af sinni hálfu gera það), en vottorðið skyldi síðar leggja fyrir dómarann, en hann skyldi beðinn að bíða með úrskurð sinn, þangað til gögn þessi kæmu. Um vott- orð þessi hin væntanlegu gátu lögmenn verj- enda þegar f upphafi máls í Grand Forks (5. —9. okt), en sfðar, er það kom fram, að dómari skoðaði kyrkjumálin á Islandi þessu máli að öllu leyti óviðkomandi, féllu þeir frá þeim, og kváðust mundu síma til Reykjavík- ur að hætta við vitnaleiðslu þrímenninganna þar! 1“ Og það gerðu þeir. Þessi merkilegu málsúrslit ættu að verða mörgum manni hér heima hvöt til kynna sér betur en áður, hvílík þessi svo nefnda nýja guðfræði er. Frá Danmörku. J. C. Christensen, fyrv. forsætisráðherra Dana, skrifar allmikið um kyrkjumál f blað sitt „Tiden“, og ekki er hann neitt hrifinn af nýju guðfræðinni. Hann segir t. d.: „Meiri hluti þjóðarinnar kærir sig áreiðanlega ekk- ert um, að þjóðkyrkjan verði eins ogr nokkurs konar varningsbúð, þar sem alls konar dót er á boðstólum; enda verðskuldaði hún þá ekki framar að heita kyrkja. Það er engum óréttur ger með því fyrir- komulagi, þvf hér er trúabragðafrelsi. Skyn- semistrúar-prestarnir geta myndað sérstakt kyrkjufélag; og hafi þeir örugga trú á mál- stað sínum, munu þeir sjálfsagt ekki hika eitt augnablik við bað, þvf þeim hlýlur að vera óþolandi að sitja lengur f þjóðkyrkjunni með slæma samvizku.« Heima. Með mikilli gleði höfum vér fylgt þeirri bróðurlegu hluttekningu, sem sýnd hefir verið, bæði hér heima fyrir og í Dan- mörku, eftirlifandi ástvinum þeirra 27 manna, sem fórust með fiskiskipinu „Geir“ í vetur. Konungur vor sendi samhrygðarskeyti og 2000 krónur að gjöf, og að hans dæminu hafa margir farið í Danmörku og gengist fyr- ir samskotum, og fengið beztu undirtektir. Heill sé hverjum þeim vor á meðal, sem nú rækir líknarskyldu sfna drottins vegna við ekkjurnar og munaðarleysingjana. Velferð hvers þjóðfélags er eigi minst undir þvf kom- in, að það reki lfknarskyldur sfnar við alla þá, sem nauðstaddir eru; það er verklegur kristindómur, sem hefir vfsa blessun drottins í för með sér. — Um StaOastað sækja prestarnir Har- aldur Þórarinsson og Haraldur Jónasson, Jóhannes L. Lynge og Jón N. Jóhannesson. Afgreiðsla Jtjanna verður á Laugavey «3 eftir 14. maí ii. k. NÍTT KIRKJUBLAÐ. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturlieimi 75 cents. Úlgefandi Þór- hallur Bjarnarson byskup. SAMEIIVIIVGflIV, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. í Vesturheimi. Rit- stjóri: síra Jón Bjarnason i Winnipeg. 24 arkir árg. Verð bór á landi 2 kr. Um- boðsm. á íslandi S. Á. Gislason, kand. tlieol. Box 62 Rvík. Sími 236. Þcir sem skulda fyrir blaðið eru beðnir að borga það sem fyrst. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Hjarni Jónsson kennari, Kárastig 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Bergstaðastig 8. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.