Bjarmi - 15.11.1912, Side 6
171
15 J A R M I
upp úr öllum efasemdum, eins og fjall úr
þoku, þegar hjartaö tekur við stjórninni af
höfðinu, þegar rósemi hins barnslega trún-
aðartrausts kemur yfir fjölda manns í einu,
eins og himneskt sólskin, mitt í hættunni.
Próf. kraup tvisvar við altarið, áður en
hann stigi í stólinn; bænarandvörp hans
heyrðust í gegnum sálmasöng safnaðarins.
Síðan gekk hann upp í ræðustólinn keikur
og karlmannlegur, honum hafði aukist þrek
og þor við bænina. Augu alls safnaðarins
hvlldu á honum.
Hann lagði út af cldihum. Drottinn birti
dýrð sína og réttlæti með eldi enn, eins
og hann hefði gjört á dögum sáttmálanna,
þegar mennirnir gleymdu boðura hans og
vilja af tómlæti og léttúð. En þótt reiði
guðs væri brennandi eldur, þá væri f'óður-
kcerleikur hans þó langt um heitari.
Stðari hluti ræðunnar var svo hughreyst-
ing og upphvatning: Menn rettu að taka
föðurlegri umvöndun guðs með auðmýkt
og undirgefni, en þó jafnframt með djörf-
ung og karlmensku. Hinn sanni guðsótti
væri jafnframt hin sanna karlmenska.
Ekkert væri guði fjarstæðara en hugarvíl
og bleyðimenska á dögum hættunnar;
menn ættu að ganga óskelfdir gegn hverri
hörmung, sem hann vildi mæta láta,
treystandi gæzku hans, biðjandi, vonandi
og lofsyngjandi. Það eitt væri samboðið
guðs börntim og sönnunt lærisveinum Krists.
Og hann mátti djarft um tala. Hann
stóð enn mitt á meðal þeirra, kendi þeim
og hughreysti þá. Allir nágrannaprestarnir
voru llúnir, enginn vissi hvert. Har.n einn
vék ekki frá söfnuði sínum í þessum
hörmungum. Hann var næstur eldinum,
prestur þeirrar sóknarinnar, sem harðast
var leikin. Samt var hann nú í kyrkju
sinni, fullri af fólki, beint fyrir rennandi
hrauninu — í síðasta sinni að öllum Kkum,
og talaði djörfungar og hughreystingarorð
mitt í hættunni. Þessi orð voru ekki tómur
hljómur; þau voru rækilega studd af dag-
legu dæmi hans sjálfs. — Hann var höfð-
ingi safnaðar síns, andlegur og líkamlegur
leiðtogi, sem þeir hétu að fylgja í hjarta
sínu, hvað sem á dyndi.
Próf. lauk svo bæninni með brennandi
bæn til guðs. Alt, sem hann hafði áður
sagt, var sem hjóm hjá því andríki og
trúardjörfung, sem kom fram I bæninni.
Eftir þá bæn fann margur til þess fyrst á
æfi sinni, að hann trúði og treysti almátt-
ugum guði.
Síðan gekk próf. og allur söfnuðurinn út
að hrauninu. Þvi hafði ekki þokað vitund
áfram, meðan á messunni stóð, heldur
numið staðar og lagst til eilífrar hvíldar.
„Kraftaverk drottins," mæltu menn þá
fyrir munni sér, en próf. kallaði til fólksins
og mælti: „Látum oss krjúpa á kné og
þakka guði fyrir þessa dásemd. Hér eftir
má vona, að þessi plága sé senn á enda."
Og hann féll á kné og allur söfnuðurinn
með honum, og hann hóf þakkargjörð sína
til guðs með upplyftum höndum og hárri
raustu.
A þessa leiö segist höf. frá þessari ein-
stæðu og merkilegu guðsþjónustu, og er
frásögnin þvt merkilegri, sem hér er um
sannsögulegan viðburð að ræða, er aldrei
mun fyrnast, meðan kristilegt trúarþrek og
barnslegt trúnaðartraust til guðs þekkist á
þessu landi.
Margir kunna þeir að vera nú á dögum,
sem ekki gjöra annað en brosa að þessari
einföldu og barnslegu trú Jóns próf. og
safnaðar hans. En hvað myndu þeir hafa
gjört, ef þeir hetðu verið þarna staddir
sjálfir, eða kænnist t sllkar mannraunir?
Hvort myndu þeir þá reynast góðir hirðar,
eins og Jón prófastur Steingrtmsson, eða
leiguliðarð
Það má mikið gagn hafa því, að lesa
þessar sögur Jóns Trausta, þó margt kunni
þar að vera missagt í ýmsum atriðum, og
vér vonum, áð þær nái góðri hylli alþýðu.
Síðari hlutinn á að heita Sigur lífsitts, og
segirjþar mest frá Jóni prófasti.
Bókin kostar 3 kr. 75 au.
Leiðrétting hefir einn vina blaðsins
vestan hafs beðið fyrir á þessa leið:
„Þegar Bjarmi flutti æfiágrip Eggerts sál
uga frá Helguhvammi í apríl í vor hefir
gleymst að geta um einn bræðra hans al-
veg, eins og í Clðni þar sem bræður hans
eru taldir 2. — Þeir bræður voru 5 alls:
Sigurður elzti (d. 1879), þá Jónas (dó fyrst-
ur þeirra bræðra), þá Eggert, þá Björn og
Ei.irni (tvíburar). Björn dó 1870, en Bjarni
f.ðir séra Bjarna í Arborg Man. Can. lifir
enn, varð áttræður í vor. Búinn að vera
blitidur t 12 ár. — Jónas gleymdist hjá
Oðni og Bjarma. En börn Jónasar eru 2
á Kfi vestra: Guðrún húsfreyja Jóns bónda
Skúlasonar í Nýja íslandi og Jónas kaupm.
í Winnipeg."