Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1913, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.07.1913, Blaðsíða 4
116 B J A H M I V. Hinn 8. kafli hugleiðinganna lieitir: »Hinn kirkjulegi friðþægingarlærdómur«. Par er stuttlega skýrt frá, hvernig guð- fræðingar fyrri alda reyndu að gera sér grcin fyrir friðþægingunni: hvers vegna Jcsús þurfti að »sætta oss við Guð« og hvernig hann »léttir aí oss fargi sektar og syndarw. Það leynir sér ekki, að ,1. H. þykir þcim hafa óhönduglega tekist að skýra þclta. Hinn 9. kaíli heitir svo: »Jcsús Kristur frelsari vor«, og cr þar skýrl frá, hvernig nýguðfræðingar (surnir) reyni að skýra þcnnan leyndardóm. Hér er að ræða um hina hæstu og dýpstu lcyndardóma kristindómsins, svo að skynsemi mannsins mun jafnan reyn- ast þar of stutt; og það er endavafamál, hvort það getur orðið nokkrum til upp- byggingar, að ræða slíka leyndardóma, cða spreyta sig á að skýra þá í dagblöð- um fyrir alþýðu manna. Aðalaðriðið er, að trúa og treysta friðþægingunni, aí þvi að Jesús hefir sjálfur sagt: »Þetta er blóð milt, sáttmálans, sem úlhell er fgrir marga lil sijndafyrirgefningarv og »mannsins-son- urinn er ekki kominn til að láta þjóna sér, heldur til þess að pfóna og leggja líf sitl í sölurnar sem lausnargjald fgrir margav o. fl. í sömu átt, — þótt skynsemin gcli ckki skilið hvernig og hvers vegna svona stóra fórn þurfti. Trú og skynjun er manninum nægileg, hvað sem skilningn- um líður. Grufl og heilabrol um trúmál geta jafn- vel verið hættuleg fyrir trúarlíf margra; eru því ekki allra meðfæri. Vitanlega er ckkert nema gott um það að segja, þótt svokölluð vísindaleg guð- fræði reyni að skýra ýms trúmál, þegar það er gert i auðmýkt og með fullri lotn- ingu l'yrir opinberun Guðs. Iin þá kröfu verður að gera til guðl'ræðinnar, að hún minnist orða Jesú Krists: »Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hygg- indamönnum, og opinberað það smæl- ingjum. Já, faðir, þannig varð það, sem þér er þóknanlegt«. Og þá kröfu verður að gera til nýguðfræðinga, að þeir byggi á allri opinberun Guðs i heilagri ritningu, felli þar ckkert úr, bæti þar engu við og snúi ckki út úr neinu. Þeir þykjast hafa lyrir kjörorð: sÞekking vor cr í molum«, og ættu að vita og sjá, að Jesú Kristur og postular lians eru trúverðugri en þeir. Og greini þá á við Jesú og postulana, þá trúum vér og fylgjum vér Jesú og post- ulunum en ckkí guðfræðingunum, hvorl sem þeir eru gamlir eða nýir. Það er vafalaust rétt, að hver maður er margvíslega háður sínum tíma, svo að guðfræðilegar skýringar leyndardómanna eru mismunandi á ýmsum öldum. En vcl á það þó við, að tala virðulega um skoð- anir merkustu guðfræðinga liðinna alda, þegar þær eru í samræmi við Bibliuna, en setja ekki sjálfan sig á altof liáan liesl gagnvart þeim. Það er ekki lausl við, að manni virðisl J. H. stundum hætta við, að draga nokk- uð ötgakendar ályktanir. Ansclmus erki- byskup mun varla eiga það skilið, að um liann sé gefið í skyn, að hann hugsi sér »þýðingu Krists fólgna i því einu, að full- nægja kröfum móðgaðrar liátignar guðs«, og að »tilgangur liingaðburðar lians sé sá eini að líða og deyja«. Það er einnig nokkuð öfgakent, að fá það út t. a. m. úr »Passíusálmunum« og Prédikunum Ilelga Ilálfdánarsonar, að »réttlæti Guðs« verði þar sblákall dómararéttlæti«, og »öll náð- un« sé »óhugsandi«. Pað er alveg óhætt að ganga út frá þvi að Anselmus hafi verið það Ijóst, að alt starf Jesú Krists í lífi og dauða, upprisu og himnavist er til þess, að afla mönn- unum fyrirgefningar syndanna og eilil's lífs, og kenna þeim og hjálpa þeim til að eignast hvortveggja. Eins mun það liafa verið bæði H. P. og H. H. ljóst, að kær- leiki Guðs og réttlæti eru óaðgreinanlega sameinaðir fullkomlegleikar. Rétllætið ætið kærleiksfult; kærleikurinn ætið rélt- látur, og sáluhjálp mannanna sé cinungis náð Guðs í Jesú Kristi að þakka. Tilraunir þær, sem gerðar hal'a verið — alt þangað lil nýguðl'ræðin hófst, — til að gera sér grein fyrir leyndardómi endur- lausnar Jesú Krists, þær hafa reynt að halda öllum fullkomlegleikum Guðs sam- einuðum í einni heild, svo sem kærleika, réttlæti, heilagleik og almælti, og vera einnig í fullu samræmi við hina helgu höfunda Biblíunnar. En nýguðfræðingar virðast ekkert hugsa um þetta; þeir hirða ekkert um, að skýringar þeirra séu í sam- ræmi við t. a. m. útlislanir Páls postula, og heldur ekki um, þólt þeir leggi o/ ein- hliða áherzlu á einhvcrn einn fullkomleg-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.