Bjarmi - 15.08.1914, Page 4
132
B JARMI
Guð er kærleikur.
»Guð er kærleikurinn«, segja sum-
ir únítarar (og nýguðfræðingar) »og
því sleppir hann friðþægingu«. En
postular Krists segja: Guð er kær-
leikurinn og þess vegna veitir hann
friðþægingu. Og hann veitir friðþæg-
ingu af eigin lífi sínu, lil þess hann
geti komið til mannanna, sem einber
9Ͱf-
Friðþæging getur aðeins komið fyr-
ir þjáningii. Það sjáuin vér vissulega
í mannlegu lííi, þar sem það er bezt
og göfugast.
Guð veitir ekki fyrirgefningu með
því einu að lýsa því yfir fyrirhafnar-
laust, að syndin sé fyrirgefin, heldur
með því að leggja sjálfan sig fram
fyrir oss til fórnar af kærleika þeim,
sem glóir af eldi heilagleikans og
hungrar og þyrstir eftir að taka synd-
ara í sátt.
Með þessu kemur fram fullkomnara
siðgœði, sem er í því fólgið, að menn
verða fljótir og einbeittir i því að
reiðast hinu illa; en í stað þess að
refsa hinum brotlega harðlega og í
reiði, þá munu þeir, sem brotið er á
móti, heldur líða hans vegna.
Hvað gjörir ekki góð móðir fyrir
barnið sitt, sem móðgar hana og
særir? Hver vill banna henni það?
Hver vill setja nokkur takmörk fyrir
því, hvað faðirinn má leggja mikið í
sölurnar?
Hver vill þá selja kærleika Gnðs
nokkur takmörk?
»Svo elskaði Guð heiminn, að hann
gaf sinn eingetinn son oss til friðþœg-
ingar.
En svo segir svo margur: Eg vil
ekki þiggja þessa gjöf Guðs, eg þarf
þess ekki. »011 þessi boðorð hefi eg
haldið frá bernsku«. Aðrir segja:
Vér getum ekki tn'iað því, að Guð
hafi gefið þessa gjöf, því að það mynd-
um vér aldrei gjört hafa.
En — »Guð er ekki eins og mað-
urinn«.
Tveir menn.
Tveir menn gengu
upp í lielgidóminn til
aö biðja. Lúk. 18. 10.
Tveir menn gengu sömu götu og í
sama skyni og gerðu báðir hið sama
— en þó skifti svo alvarlega um fyr-
ir þeim; annar gekk réttlættur heim
til sín, en hinn ekki.
Tveir bræður, Kain og Abel færðu
báðir Guði fórn; Guð þá fórn Abels
en Kains fórn ekki.
Tvær konur inala í söinu kvörn;
önnur verður tekin, hin skilin eftir.
Hjón hvíla í sömu sæng; annað
verður hólpið, liitt skilið eftir.
En livað mér kemur þetta ofl i
hug, þegar eg sé tvo og tvo ganga
samantil kyrkju eða til að gefa eitthvað
lil Guðs þakka: Ætli þeir verði þá
líka sainfara á upprisudeginum mikla?
Tveir menn, tveir bræður, tveir
makar, tveir vinir — sameinaðir
hér, sundurgreindir þar, af því að
Guð vildi ekki þiggja hjarta annars
þeirra eða fórnir ög bænir, vegna þess
að það var ekki rétt fyrir honutn.
Þetta er alvarleg tilhugsun.
Drottinn minn, gefðu, að eg verði
aldrei sá, sem útskúfað verður, af
því að hjarta mitt og líferni var ekki
rétt fyrir þér.
Herrans Jesú hlessað blóð,
bæti, hvað eg yfirtróð.