Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 6

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 6
182 B J A R M I »Hafiðþið þá ekkertborðað í dag?« spurði frú Anna aiúðlega. »Jú, í morgun, þá var jeg á róli, en svo Iagðist jeg út af um hádegis- bilið og síðan ekki söguna meir«. »Jeg sje að mjer þj’ðir ekkert að hugsa frekar um ferðalag að þessu sinni«, sagði frú Anna. »En á jeg ekki að búa til kaffisopa handa ykk- ur áður en jeg fer?« »Það er svo ósköp mikil fyrirhöfn, góða mín«, sagði gamla konan liæ- versklega. »En ekki lala jeg nú um hvað fegin jeg yrði að fá kaffisopa«. »Máske jeg geli svo fundið lumm- urnar«, sagði frú Anna glaðlega. »Þær eru á búrhyllunni, húrið er hjerna inn í göngunum. Svo eigum við fáein kerti í handraðanum á kistunni þarna, ef þjer vilduð gjöra svo vel og kveikja á þeim. Blessuð frúin, að vera að hugsa um að gleðja okkur, gömlu skörin!« »Það er vel farið að sjera Einar minn á sjer samhenta konu«, taut- aði gamli maðurinn. Frú Anna var ekki svipstund að liita kaffið á eldstóar krýli, sem var í baðstofunni, og von bráðar var borðið uppbúið með sykruðum lumm- um og glóðheitu rjóina-kafíi. »það fer að rakna fram úr fyrir okkur, Hannes minn«, sagði kona hans. »Ætíð lifnar yfir mjer við blessaðan kafíi-iliuinn«. »Ef jeg mætti svo bera fram mína æðslu ósk«, sagði Hannes gamli við frú Önnu, sem var að láta kerli í kertapípu, »þá vildi jeg lielst af öllu biðja prestskonuna um að lesa jóla- guðspjallið fyrir okkur. Þá fyrst finn jeg að jólin sjeu komin, og ef þjer vilduð svo syngja einn sálm«. — Hann rjelti henni nýjatestamenli og sálmabók, sem hann tók undan kodd- anum sínum. Frú Anna liafði fallega söngrödd, og bráðum liljómuðu jólasöngvar í lillu baðstofunni, en gömlu hjónin rauluðu skjálfrödduð með. t*au horfðu á jólaljósin og lilustuðu eins og góð börn á fagnaðarerindi jólanna. Sjera Einar var í þann veginn að leggja á stað frá Þverá. t*að var orðið áliðið og honum var farið að verða hálfórótt innan brjósts úl af Önnu, sem alt af sat ein heima og dauðleiddist. Koma lians að Þverá hafði verið öllu heimilisfólkinu til mikillar gleði, hann fann hlýja strauma velvildar og þakklætis í viðmóti þess og orðum. Steinunn í Koti álli að verða prest- inum og fylgdannanni hans sam- ferða, »þið eigið samleið alla leið«, sagði Jórunn húsfreyja við hana. »Og þakkaðu svo foreldrum þínum innilega fyrir hjálpina; segðu þeim að jeg voni að nú skifti alveg urn með blessuð börnin, mjer sýnist enda vera tekið að volta fyrir bata. Og jeg skal reyna að vera róleg hvað sem verður. Blessaður presturinn bað svo undur vel fyrir okkur öllum«. Lítilli stundu síðar lagði sjera Ein- ar af stað ásamt Jóni bónda á Þverá og Steinunni. Þeim sóttist ferðin fljólt og segir ekki frá ferðum þeirra fyr en þau slaðnæmdust fyrir neðan túnið í Koti. »Jcg er hrædd um að foreldrum mínum þyki sárt að frjetta að prest- urinn haíi farið fram hjá Kotinu«, sagði Steinunn, þegar presturinn æll- að kveðja liana. »Jeg verð þá liklega að lieilsa upp á þau«, sagði sjera Einar. Ljósbirtuna úr glugganum lagði úl á hlaðið og sjera Einari brá allmjög í brún, þegar honurn varð litið inn um gluggann, sem var skamt frá jörðu; vai’ það konan lians, sem var þarna inni að syngja jólasálm? Hann

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.