Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 13

Bjarmi - 20.12.1918, Blaðsíða 13
BJARMI 189 Irúmál við yður, sem blaðið heíir orðið til blessunar. — Jeg veit ekki hvort kaupendur lians lijer á landi myndu kaupa hann áfram, ef liann væri prent- aður vestan hafs, þótt sami væri ritstjór- inn, enda mundi verð blaðsins þá hækka um 50 aura vegna burðargjaldsins. Kært væri mjer ýmsra hlula vegna, að heyra skoðanir útsölumanna og annara góðra kaupenda blaðsins í þessum málum. Annars eiga margir i yðar hóp kærar þakkir skilið fyrir kaupendafjölgun, skil- semi, vinagjafir og ágæl brjef. Mjer heflr ckki unnist tími til að svara þeim öllum, sem biðu mín frá sumrinu, síst eins vel og vera bæri. En minnið mig á, ef svar- ið dregst lengi, og þreytist ekki að greiða götur blaðsins lil íleiri heimila. Með Guðs hjálp gæti svo iarið að þjer með því grcidduð Ivristi veg að einhverju manns- hjarta á þeim heimilum. Verð og stærð blaðsins breytist ekkert næsta ár, og reyna mun jeg að sjá um að stefnan verði óbreytt, hvernig sem annars fer. I fullu trausti til yðar verður upplag l)laðsins aulcið að mun eftir áramótin, og allii' nýir skilvísir kaupendur geta fengið ókeypis í kaupbætir III. eða IV. árg. iunheftan. Pó verð jeg að biðja nýa kaupendur í Ameriku að greiða 15 cent í burðargjald undir þann kaupbætir. Um- boðsmcnn blaðsins þar veita þvi viðtök- ur um lcið og blaðið er panlað. Ennfremur verð jeg að biðja alla þá sem fengið hafa ofsent einhver tölublöð þessa árgangs að endursenda þau hið allra fyrsta á minn kostnað. Sjerstaklega vantar mig 7. og .9. tölubl. p. á. Nál. 50 nýir kaupendur bíða eftir þeim, og þvi er svo mikilsvert að þjer, sem fenguð send mörg »sýnisblöð« fyrri hluta árs, eða haldið ekki hlöðum saman, vild- uð endursenda þau. — Gleymið þessu ekki. Vinir blaðsins í Reykjavík ættu að fá hjá mjcr eitthvað af eldri árgöngum Bjarma og safna síðan nýjum áskrifend- um, enda velkomið að gefa fátæku trú- hneigðu fólki þá gömlu árg., sem nóg er af. Utbreiðsla blaðsins i Reykjavik er elcki eins mikil að liltölu og víða annar- staðar, en gctið þjer ekki bætt úr þvi? Að svo mæltu óska jeg yður öllum gleðilegra jóla og blessunar Drottins á komandi ári. Sigurbjörn A. Gislason. (?.... ="•..... ■■ Hvaðanæfa. ............ ==_______ —4 » L a n d i ð « hefir nýlega birt fermingar- ræðu eftir sra Jóh. L. Jóhannsson, þá síðustu er hann ílutli áður en hann flutt- ist frá Kvennabrekku. Leyfir Bjarmi sjer að birta lijer kafla úr henni. Væntanlega verður bæði þessi ræða sjerprentuð og kveðjuræða sra J. L. J., sem Landið heflr sömulciðis flutt, og geta þá lesendur Bjarma eignast þær. Ræðukaflinn hljóðar svo: MÞað hefir nú undanfarið gengið margs- konar lausung yfir menn í trúarefnum, svo að allmargir hafa glatað barnatrú sinni, en þá kemur auðn og tóm í sálina, sem eigi er unt við að una, með því líka, að þá vantar samviskufriðinn, er einn má láta menn Iifa sæla. Nú eru jafnframl uppi í heiminum ýmsar fáránlegar trú- málakenningar, undir ýmislegum nöfnum. og við þeim gleypa þá hinar innantómu og glorhungruðu sálir, sem nokkurskonar uppbót fyrir kristnu trúna, er þær hafa að fullu eða hálfu leyti hafnað. Par verð- ur þá sálarfæðan ýmiskonar andlegur ó- þverri i staðinn fyrir lieilnæma kenn- ingu. Pað fer jafnan likt sem postulinn segir: »að þegar menn fást ekki til að trúa hinni heilsusamlegu kristindóms- kenningu, sem frá Guði er komin og engan liefir nokkru sinni svikið, þá ofur- selur Drottinn þá allskonar villufjarstæð- um«. Varist því að lála tjettúð og laus- ung tíðarandans, eða dulrænu og hjátrú- arfullu kenningarnar hans og kreddur leiða yður burtu frá barnatrú yðvarri. Forðist að láta ginna yður út í nokkra villu, hver.su mikil speki og vísindi sem hún segist vera, heldur skuluð þjer fast halda við sálulijálplegu kenninguna, sem yður hefir nú innrætt verið. Dað er heimska, að hlaupa cftir sjerhverjum nýjum kenningarþyt og viskuvindi. Hag- nýlið j'ður þar á móti alt það gott, sem þessi alvarlegi tími ber í skauti sínu. Látið orðin yðar jafnan bera vott um gott lijarta og verkin um kærleiksríkl liugarfar. Sannkristinn maður er fús til hluttekningar með þeim, er þrautir líða i einhverri mynd, og vill ávalt hjálpa, likt lausnaranum, er gladdist með glöð- um og hrygðist mcð hryggum. Viðkvæmt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.