Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1919, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1919, Blaðsíða 12
8 BJARMI rr ■ -.==-^—T................ Hvaðanæfa. ^...... ' ~jj »Sálarrannsóknarfjelag íslands« var stofnað rjett fj'rir jólin hjer í höfuð- staðnum eins og almennu blöðin hafa skýrt frá. Voru á stofnfundi þess nálægt 200 manns, en síðan hefir verið farið með lista fram og aftur um bæinn til þess, að fá fóllc til að skrifa sig i fjelagið, svo að áhangendur þess eru að sjálfsögðu iniklu lleiri nú en á stofnfundi. Væri ekkert um það að segja í þessu blaði, ef búast mætti við, að fjelagið starfaði algjörlega óhlutdrægt á vísindalegum grundvelli að því að rannsaka ýms »dul- arfull fyrirbrigði«, svo sem fjarskinjanir, drauma, »ofsjónir« o. 11. þ. h. En eltír því sem tilgangi fjelagsins var lýst á stofn- lundinum, er bersýnilegt, að fjelagið ætlar að gefa sig að trúmálum »á grundvelli þeirrar sannfæringar, að samband hafi fengist við framliðna menn«, eins og þar er að orði komist. Er því síst undarlegt, þótt vjer, sem teljum sambandstilraunir andatrúarmanna viðsjálsverðar frá heil- brigðislegu sjónarmiði, stór-gallaðar frá vísindalegu sjónarmiði og hættulegar frá kristilegu sjónarmiði, getum ekki tekið öllum fullyrðingum fjelags-leiðtoganna með þögn og þolinmæði. Að vísu líta sumir kristnir andstæðing- ar andatrúar og guðspeki svo á, að rjett sé að skifta sjer ekkert af þeim opinber- lega, boða Jesúm Krist krossfestan af- dráttarlaust öllum, sem lieyra vilja; þeir, sem ekki vilji aðhyllast það sjeu börn villunnar hvort sem sje o. s. frv. En Bjarmi er þeirrar skoðunar, að slíkt af- skiftaleysi sje víða misskilið, talið heig- ulskapur eða þrotabúsyfirlýsing, kirkjunn- ar menn treystist ekki til að mæta lær- dómnum, mælskunni og stóiyrðunum, sem búast megi við frá leiðtogum fyr- nefndra stallsystra, enda hall sumir guðfræðingarnir lútersku grafið svo und- an fótum sjer með undanförnum kenn- ingarfrelsis kröfum sínum o. fl., að þeir eigi" erfitt aðslöðu til að andmæla hvað frekorð sem villutrúin gerist í prjedikun- arstólum þjóðkirkjunnar eða jólablöðum landsins. Sumir fundu Bjarma það til fóráttu fyrrum, að liann væri of deilugjarn, en nú eru honum farin að berast eggjunar- orð frá leikmönnum í fjarlægum hjeruð- um, sjerstaklega út af andatrúarfyrirtestr- um Har. prófessors Níelssonar út um land í sumar sem leið. Hefir meðal ann- ars komið löng ritgerð »frá einum áheyr- endanna". sem kveðst liafa orðið bæði hryggur og reiður yfir samanburðinum á kraftaverkum Krists og andatrúarfyrir- brigðum nútímans, og að heyra spámenn gamla sáttmálans og postula Krists setta á bekk með miðlunum, og »þelta flutt í kirkju fyrir aiiðtnía og varnaiiausri al- þýðiKí. Minnir höf. svo á mörg orð gamla testamentisins, þar sem andasæringar eru harðlega bannaðar og óblessun Guðs týst yfir öllu slíku starfi, en bætir svo við, eins og vitanlegt er, að öndungar muni hagnýta sjer »hærri kritikkina« svo nefndu til að vefengja sannleiksgildi þess forboðs eins og raunar alls í ritningunni sem ekki er hægt að toga inn í andatrú- arkerfið. Bjarmi mun smámsaman í vetur víkja nánar að þessum málum og yflr höfuð ýmsum skoöunum á öðru lífi. En geta má þess þegar í stað, að ritstjóranum er vel kunnugt um að sumu fólki, sem sannfært er um að liafa átt tal við látna ástvini sina, er þetta viðkvæmt tilfinn- ingamál. og því best að ræða það með allri nærgætni og stóryrðalaust í garð leiðtoganna, sem sjálfsagt trúa því, að þeir sjeu að vinna Guði þægt verk. Vinir Bjarma eru beðnir að minn- ast þess, að útgáfukostnaðurinn liækkar stórum enn vegnakauphækkunarprentara, og hlýtur því blaðið að verða stór byrði fyrir útgcfanda, nema þeim kaupendum fjölgi, sem borga blaðið með 2,50 til 5 kr. Peir voru um 30 síöasta ár, og styrktar- menn blaðsins sendi því »áheit« sin, og síðast en ekki síst, að kaupendutn fjölgi. Upplagið er aukið um 400 um áramótin og ætti að verða of lítið fyrir 1920. Pað er ekki tilællun útg., að græða á Bjarma, en ekki væri það ósanngjarnt, þótt vinir blaðsins stuðluðu að því, að blaðið endurborgaði prentunarkostnað og burðargjald. Prentsmlðjan Gutenberg,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.