Bjarmi - 01.01.1919, Blaðsíða 8
4
BJARM I
vonaði að nú mundi bún sofna;
þegar hún leit upp aflur, var hún
öllu rólegri í bragði: »Mjer er það
hugfró að segja þjer frá þessu, Ragnar«,
sagði hún. »Jeg gæti ekki dáið með
öll þessi ósköp í liuganum, — allar
þessar myndir úr liðna tímanum. Jeg
hefi lifað í gáska og gjálífi. Pahhi
bannaði mjer aldrei neilt, og svo
komst jeg upp á lagið — seint úti á
kvöldin, — á liverri skemtun með
kærulausum gárungutn, strákum og
steipum, sem aldrei gera annað en
»drepa tímann«.
Hún brosti raunalega : »Drepa tím-
ann! Veistu hvað það þýðir, Ragnar ?«
Nei, þú veist það ekki, hugsjónamenn
drepa ekki tímann, — slæpingjar einir
gjöra það, um leið og þeir drepa hið
nýtilegasta í sjálfum sjer, með því að
ala önn fyrir girnduin sínum og fýsn-
um«.
»Rlessuð, reyndu nú að fara að sofa«,
sagði Hagnar aftur. »Við skuluin tala
betur um þella ait á morgun. Nú skal
jeg reyna að raula kvöldvers fyiir þig,
en þú ált að hugsa uni það, að við
erum öll í alvalds hendi Drottins,
sem vakir yfir velferð okkar. Hann
vill vissulega ekki dauða syndugs
manns, heldur að hann snúi sjer og
lifi«.
Hún starði á hann, eins og hún
ælti örðugt með að skilja orð hans.
Svo lók hún ulan um hending á hon-
um og hvíslaði þreytnlega: »Syngdu
þá versin hennar mömmu!«
»Vertu Jesús minn hjá mjer,
mig lát aldrei sleppa þjer.
Bjartan, hlýjan hústað þjer,
bú þú nú í hjarla mjer.
Heimur gleði enga á,
upp sem fylli hjartans þrá,
en við brjóst þitt ástvin minn,
á jeg þegar himininn.
Hún lá með aftur augun á meðan
Ragnar raulaði erindi þessi, og stór
tár runnu ofan kinnar hennar.
»Pakka þjer fyrir«, sagði hún. »Gott
væri að vera orðinn barn«.
Stundarkorni síðar stóð Ragnar
upp úr sæti sínu, Helga var stein-
sofnuð, hún dró andann rólega og
hrærði hvorki legg né lið.
Ragnar lagðist út af í legubekk,
sem stóð gegnt rúminu. Hann var
þreytlur og ællaði að sofna, en svefn-
inn flýði fyrir margvislegum hugsun-
um. Síðastliðni dagurinn með öllum
atburðum lians birtisl í liuga Ragn-
ars, frá því fyrst urn morguninn að
stúlka ein æði fasmikil og frekjuleg,
að honum þótti, kom inn í herbergið
hans og bað liann að koma og ráð-
stafa syslur hans. sem væri orðin
mjög vcik, — alt til þess að hann
sat lijer við rúmið hennar á sjúkra-
húsinu. Hann hefði fengið leyfi til
að vaka yfir henni um nóttina.
Og nú hafði bann fengið að skygn-
ast inn í hugskot hennar, því þó að
hann öðru hvoru reyndi til að telja
sjer trú um að flest af því sem hún var
að segja, væri marklaust óráðshjal,
þá gat hann þó ekki hrundið þvi frá
sjer, að ýmislegt af því, sem hún
hefði verið að tala um, væru sönn
atriði úr eigin lífi hennar.
Aumingja Helga lilla! IJað var
raunalegl að hugsa til þess að hún
liafði leiðst afvega í Ijettúð og gáleysi,
en með Guðs hjálp vonaði Ragnar
að nú yrði breyling á þessu. Hún
liafði minst á dauðann. Ragnar reis
sjálfrált upp við olnboga og lagðí
liluslirnar að andardrætti hennar. Svo
lagðist hann út af aflur, og heit bæn
steig upp frá brjósti lians fyrir veiku
systurinni.
Undir morguninn kom hjúkrunar-
konan inn, hún varð hýr á svipinn
þegar hún sá hvað Helga svaf vært.