Bjarmi - 15.06.1919, Side 4
100
BJARMl
slundum vill verða, og komi mönn-
um til að syngja sálma á andatrúar-
fundum til þess eins að »andar fram-
liðinna« »njóti sin betur í samband-
inu«.
Margur maður er vinfastur og
heimilisrækinn, þótt hann skifti sjer
ekkert af trúmálum, — en »geri það
rjett fyrir konuna« að fara einstöku
sinnum með henni lil kirkju.
Þess vegna stappar það nærri guð-
lasti í vorum eyrum, þegar kenning
spiritista er sell við hliðina á eða
jafnvel ofar en fagnaðarerindi Krists
og kölluð nýtt fagnaðarerindi.
Blekking, tál, vonsvik og kæruleysi
— það verða ávextirnir að lokum og
annað ekki.
En þá koma guðspekingar með
sinn riýja Messías. Hann á »að þeirra
trú« að geta komið því til vegar,
sem nýguðfræði og »nýtt fagnaðarer-
indi« gáfust upp við.
Það er væntanlega óþarfi að geta
þess við flesla lesendur Bjarma, að
vjer treystum ekki þessum »nýja
mannkynsfræðara«, sem »Stjarnan í
austri« er að búasl við, til að verða
líkur og því síður jafn Jesú Kristi
frelsara vorum.
Áhangendur hans búast raunar við,
að hægt verði að heimfæra til hans
sumt af því, sem biblían segir um
endurkomu Krists. Biblían segir t. d.
að Kristur muni koma í skýjum
himins, enda sje líklegt, segja guð-
spekingar, að mannkynsfræðarinn nýi
muni hagnýta sjer bestu samgöngu-
tæki og koma, segjum til Beykjavík-
ur, í fiugvjel, og þá megi vel segja,
að »hann komi í skýjum himins«!
Vonandi krefjast menn þó frekari
sannana, þegar þar að kemur.
Annars er óþarfi að fjölyrða að
sinni um slíka draumóra.
En hvern hefði dreyml um það
fyrir þremur áratugum, að þjónar
þjóðkirkjunnar færu að flylja bæði
nýja guðfrœdi og nýit /agnaðarerindi,
og væru sumir hverjir rjett að því
komnir að ganga í fjelagsskap, sem
kveðsl vera að undirbúa komu nýs
Messiasar?
Til Bjarma!
Má jeg leyfa mjer að senda vini
minum, Vigurprestinum, ofurlitla, —
líklega síðustu — sumarkveðju?
Þú berð hið hógværa nafn Bjarmi,
einasta málgagn vorrar ríkiskirkju(l)
auk Ljóssins hjer nyðra, sem að vísu
ber harðfengilega fram sína ensku
bókstafstrú, en vegur í þeirri forsælu,
þar sem engin hreinskilin vörn eða
sókn má nærri koma, þótt nú sjeu
þeir timar komnir i kristnum heimi,
að full nauðsyn ber til að menn þori
að horfast í augu.
Þó á jeg ekki beinlínis orðakasl
við aðra en vin minn í Vigur.
Heill og sæll bróðir, ekki fasta jeg
það þótt þú bregðir sverði eins og
Pjetur í grasgarðinum, sem vjer allir
elskum, og miðir á eyra einhvers
Malkusar, ef það er í líma gert, en
sagði ekki Drottinn við Pjetur: Sling
þú sverði þinu í slíður. Vjer höfum
nú dæmið fyrir oss að sjá hvað sverð-
ið stoðar í trúarmálum. Rjett gerir
þú að verja kirkjunnar kraft og guð-
dómlegu köllun, þar sem hún sýnir
sig Guðs kraft til sáluhjálpar. En
hefir sú kristni, sem nú starfar, sýnt
þann kraft? Hæfir henni ekki blygð-
un síns andlitis? Hvar kom nú fram
Interdict hinna stóru páfa, hvar
skörungsskapur Gissurar ísleifssonar
eða Jóns helga, hvar mikilmenska
Guðbrandar og Brynjólfs biskupa, og
hvar andríki þess skálds er kvað,
»heilaga glóð i freðnar þjóðir«? Jesús