Bjarmi - 15.06.1919, Side 6
102
B JARMI
engin ný trúarbrögð, síst um líf eftir
þetta, heldur gefi hún vissu fyrir
von! Var ekki full þörf á því, nú
meðan kirkjurnar voru að tæmast
og kristindómurinn í veði, og þurfti
nýtt form og nýjan kraft til sálu-
hjálpar?
Hin breytta skuggsjá tilverunnar
(worlds-conception) gerir fleslum
mönnum og prestunum sjálfum lítt
mögulegt lil fulls að trúa eldri tíma
tradítionum — eins í trúarmálum
sem vísindum. Og nj'ja guðfræðin
reynisl ýmist hálfvolg eða dauð og
dugar varla lil annars en þess að
kirkjurnar haldi tekjum sínum, og
þó með því einu móti að þær
hræsni meir eða minna, fyrir
auðs og yíirgangsherrum samtíð-
arinnar.
Þetta munt þú eins og aðrir vils-
munamenn sjá, að er að nokkru
leyli satt, en sjerðu þá enga hjálp í
hinni nýju hreyfingu? — Svo var
lengi fyrir mjer, sem þó lærði ungur
af doktor Channing, að hafna mestu
af mythologiu kristinna arfsagna.
Loks eftir 10—20 ár hef jeg varpað
akkerum, og trúi ekki lengur heldur
veit, að lifið er ódauðlegt, dauðinn
er uppsvelgdur í sigur og persónulífið
á áframhald í vændum, hvernig eða
hvað lengi veit jeg miður, en sann-
anir hef jeg fengið nógar og slað-
reyndir vantar ekki. Ætti jeg peninga,
æðardún eða aðrar ástgjafir, skyldi
jeg þeim gjarnan fórna fyrir þessa
vissu, og eins þau litlu ljóðalilþrií,
sem sumir eigna mjer, það má fara,
hverfa og gleymast! — En hin nýja
vissa, sem mannkynið heíir fengið,
sjer til vakningar og gleði, hún er
hverjum nóg til siðbóta, sem hana
eignast! Hún er að vísu enn sem
stjarna í austri, eða nýfætt guðs-
barn — en avre viv.a! — hún skal
sigra! Hún skal sýna að yfir heims-
ins blinda asnastalli býr algóð og
eilíf forsjón.
Vertu svo blessaður og sæll.
Matth. Jochumsson.
Oss fanst eigi ástæöa til að varna hin-
um háttvirta höf. að framanskráðri grein,
máls í blaðinu, enda pótt vjer sjcum
honum ósammála í verulegum atriðum,
cins og tekið er fram hjer að framan.
Annars búumsl vjer við að síra Sig-
urði í Vigur verði ekki erfitt að svara
þjóðskáldinu. — Strikið var ckki i hand-
ritinu. Ritstjóri Bjarma.
Nýjar bækur.
i.
Guðmundur b riðjónsson:
Tíu sögur. Útgefandi
Sigurður Iiristjánsson.
Verð 5 kr.
Jeg las bók þessa mjer til mikillar
ánægju, og þótt hennar hafi þegar verið
getið af ýmsum, leyfi jeg mjer að mæla
hið besta með henni við athugula og al-
vörugefna lesendur; því sögur þessar eru
ekki, fremur enn annað frá hendi Guð-
mundar Friðjónssonar, hugsunarlaus
orðasamsetningur, — þær cru mergur og
blóð, þær hrærast í hreinu andrúmslofti
þar sem sjón verður sögu rikari, svo
ljóslega eru atburðirnir skýrðir að þcir
verða að lifandi myndum fyrir augum
lesandans.
Orðfæri höfundar þessa þarf ckki að
lýsa, svo margir kannast við orðfáu en
innihaldsriku setningarnar hans; og þólt
sumir hafi fett fingur út i ýms orðatil-
tæki hans, hygg jeg að margur mundi
sakna þess og þykja miður ef »Guðmund-
ur á Sandi« læki sjer nýtísku rithóttar-
snið.
Sögurnar tíu geyma ýmiskonar efni og
yrði hjer of langl mál upp að telja all
það.
Fyrsta sagan, »A/i og amma«, er fróð-
leg lýsing á lifnaðarháttum aldraðra
hjóna, og gefur glögga hugmynd um
liáltu og^siðujþá er tíðkuðusl á bónda-