Bjarmi - 15.05.1920, Side 2
auðvirðileg, og alt »tilrauna«-starfið
svo fánýtt, að það væri hneykslanlegt
áð hugsa sjer, að andar hins heilaga
teilífðarríkis ættu þar nokkurn hlut að
fnáli: Andatrúin ber þess yfirleitt
tnerki, í stóru og smáu, að hún er
alt annars eðlis en fagnaðarerindi
Jesú Krists.
Sem trúar-hreyfing er andatrúin
megn og meinleg villa. Það er stór-
hættulegl að gefa sig við henni, því
að hún getur valdið óbætanlegri veikl-
un andlegra hæfileika.
það verður ekki um það dæmt að
svo komnu, hvort andalrúar-mold-
viðrið, sem nú gagntekur hersýkta
hugi manna, kunni að geta stuðlað
að þvi, að efnishyggju-kynslóðin beggja
megin Atlantshafs finni andaheims-
skoðunum síhum ákveðnari grund-
völl. En þegar andatrúnni er hjer og
þar fagnað, sem ákveðnum braut-
ryðjanda mannkynsins í afturhvarfs-
att til Kriststrúar, þá verður alvar-
lega að vara við slíkri ályktun.
í því efni ætti að nægja að minna
á gildi þeirra orða, er Jesús leggur
Abraham í munn í sögunni um Laza-
rus og ríka manninn: »Ef þeir hlýða
ekki Móse og spámönnunum, munu
þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt
einhver rísi upp frá dauðum« (Lúk.
16, 31).
Það er og mun löngum verða mik-
ið djúp staðfest milli nýungagirni til
hins dularfulla annarsvegar, og hins-
vegar hungurs og þorsta syndarans
eftir frelsi frá synd og dauða — því
frelsi, er aðeins fæst við afturhvarf
til trúar á orð krossins í náðarsátt-
mála skírnarinnar.
Á. Jóh. ísl. úr Lægmands-
bladet 1. apríl 1920.
fr— ..... .....................—
Heimilið.
Deild þessa annast Guðrún Lúrusdóttlr.
^..........-...— .. ....4
Fátækt.
Saga eftir Guðrúnu Lárusdóllur.
Framh.
»Jeg ællaði þó að segja þjer það«,
svaraði hún hægt. »En heldurðu ann-
ars að við gætum ekki gert eitthvað
til þess að hafa uppi á föður henn-
ar«.
»Hm., nú er ekki gott að segja«,
svaraði hann. »En mjer íinst barnið
þyrfti að venjast af þessum heilabrot-
um. Mjer sýnist telpan geta áll full-
gott hjá okkur, og það ætti að duga
fyrst um sinn«.
»Já, en ef hún sættir sig ekki við
föðurleysið, og ber sorg í bjarta út
af þvi, þá finst mjer maður verði að
taka eitthvað til bragðs. Hún er nú
búin að vera þennan tíma hjá okk-
ur og henni hefir eiginlega aldrei leiðsl
verulega, að jeg held. En þó hún
leiki sjer að gullunum sínum og sje
fjarska góð og róleg, þá get jeg ekki
hrundið því úr huga mínum að hana
muni vanta eitthvað til þess að vera
fyllilega ánægð. Það er oft raunasvip-
ur á henni og hún brosir stundum:
með tárin i augunum sínum«.
wÞetta Iagast með tímanum«, svar-
aði læknirinn. »Hún er kannske eitt-
hvað þunglynd, eins og móðir henn-
ar var orðin«.
»Móðir hennar! þektir þú hana?«
spurði frúin og leit forvitnisaugum á
mann sinn.
»Svipað og þú sjálf«, svaraði hann.
»Jeg sá hana vitaskuld þegar jeg var
sóttur til hennar í vetur«.
»Já, þegar þú fjekst gigtina í fót-
inn, og jeg hjelt að þú værir annað-
hvort hryggur eða orðinn þreytlur á
mjer«, sagði frú Emma brosandi.