Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.05.1920, Side 3

Bjarmi - 15.05.1920, Side 3
BJARMI 83 »Ekki man jeg neitt eftir þessu«, svaraði læknirinn. »Manstu það ekki? Við töluðum margt saman það kvöld, »það var kvöldið sem jeg mintist á myndina af fallegu stúlkunni, það manstu þó«. Hvatur læknir leit rannsóknaraug- um á konu sína. »Þú fyrirgefur, en þetla hvorki man jeg nje skil«, sagði hann stygglega. »En hvað kemur þetta krakkanum við?« «Auðvitað tölum við ekkert um það, úr því þú ert búinn að gleyma því«, svaraði frú Emma stillilega. »Svo hún var þunglynd?« hjelt hún áfram, án þess að gefa því gaum að maður hennar hvalti hestana spor- um. »Hver þá?« spurði hann. »Móðir Ellu litlu«. »Það er ekki mitt að vita«. »Ætli hún hafi haft ástæðu til þess að vera þunglynd? Fór ekki vel um hana á Hrauni?« »Æ, það veit jeg ekki, kona«. »Dæmalaust líst mjer annars vel á konuna á Hrauni?« sagði frú Emma eftir litla þögn. »So-o-o. »Já, hún er svo einarðleg en þó blíðleg«. »Mjer sjmist hún vera eins og kerl- ingar gerast«. »Af hverju ætli hún haíi ekki flutt karnið til okkar sjálf? Mjer hefði þótt það svo vel við eigandi. Er hún nokk- °ð reið við þig, Hvatur?« »Og því dettur þjer það nú í hug?« spurði hann í styttingi. »Mjer heyrðist hún vera svo stutt i spuna við þig í vor, þegar hún kom heim að Borg, jeg hjelt að hún hefði verið að ávita þig eilthvað«. «Ávita mig! Fyrir hvað svo sem?« »Jeg heyrði það ekki, því jeg stend aldrei á hleri — eins og sumir aðr- ir«, sagði hún og leit brosandi til mannsins síns. »Hvernig á mjer að skiljast þetta?« spurði hann háðslega. »f*ekkirðu kann- ske einhvern, sem leggur þá list i vana sinn?« »Það er ómögulegt að giska á hvað jeg þekki og livað jeg þekki ekki«, svaraði luín gleltin. »Og það væri ranglátt að jeg gæti gert við því þó einhverjum kynni að misheyrast«, sagði Hvalur læknir. »Annars verður þú að fyrirgefa, Emma min góð, þó jeg endist ekki til að svara öllum þínum barnalegu spurningum«. Hún leit niður fyrir sig og brá lit- um. »Þú álitur mig altaf barn«, sagði hún hægt. »En gættu að því að börn- in og liugsanir þeirra þroskasl með árum og reynslu. Jeg var auðvitað lasin, en mjer er batnað«. »Það er velfarið«, sagði hann glað- lega og sló ofurlítið i hestinn henn- ar. »Við náuin ekki háttum með þess- ari kerlingarreið. Þú varst þó búinn að tala um að hitta Ellu litlu á fót- um. Heldurðu hún verði upp með sjer þegar hún fær fallegu brúðuna, sem þú keyptir handa henni og öll þessi ósköp, sem við höfum meðferð- is handa henni. Þú mált annars vara þig, Emma, að gera hana ekki óþæga á öllu þessu dekri«. »Mjer íinst jeg þurfi að bæta lienni svo margt«, svaraði frú Emma. »En jeg dekra alls ekki meira við hana, heldur en þú sjálfur, — hver keypti dýrustu leikföngin handa henni, og hver keypti silkikjól handa henni? Var það jeg? Nei, kæri vinur, þú hefir talsvert gaman af að gleðja hana, rjetl eins og jeg, og fyrir það er jeg þjer verulega þakklát«. »Hún er skemtileg, telpan«, sagði hann brosandi. »Og það er gaman að hafa hana vel lialdna«,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.