Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1922, Page 2

Bjarmi - 01.05.1922, Page 2
B JAflMÍ 82 sögu um síðustu æfistundir Jesú? Með livaða liugarfari höfum vjer nálgast kross Jesú Krists á þessum langa föstudegi? Vjer sungum áðan: »Þá helgu skoða hrygðarmynd, er hangir krossi á«. Pað er vissulega hrygðarmynd, sem þar blasir við oss og hlýtur að vekja bjá oss einlæga hrygðartilíinn- ingu. Hvað veldur þeirri hrygðar- tilíinningu? Að sjálfsögðu fyrst og fremst það, að vjer vitum, að sá er heilagur og saklaus, sem þar líður og deyr. Vitanlega hefir sama tilfinn- ingin mátt gera vart við sig hjá oss á allri píslargöngu hans, þvi að öll framkoma mannanna gagnvart hon- um á ekki lengri líma ætli að vera hverjum óspiltum manni hrygðarefni. En það er þó eins og taki út yíir alt, er vjer lítum bann deyjandi og dáinn á krossinum. Pað er óefað veraldarsögunnar átakanlegasta hrygð- arsjón, og átakanlegust verður hún þó, er vjer jafnframt minnumst þess, hvers vegna hann — einmitt hann — hreppir slík örlög, hvað honum hefir verið gefið að sök. Sökin, sem hann líður alt þetta fyrir, hver er hún önnur en þessi eina, að hann sagðist vera Guðs sonurinn, hinn himinborni ^rindsreki Guðs, Messías? það hefir verið gert að dauðasök hans, sem öll kristnin fram á þennan dag viður- kennir að vera hið sannasta og rjett- asta, sem sagt verði um hann, — svo satt og rjett, að þótt hann hefði aldrei kallað sig því Guðs sonar, nafni sjálfur, hefðu mennirnir hlotið að gefa honum það. Jafnvel þeir sem ekki trúa á hann í kiistilegum skilningi verða þó við það að kann- ast, að enginn sje sem hann, enginn hafi talað eins og hann, lifað eins og bann, dáið eins og hann. En er það þetta eitt, sem gerir sjón hins deyjandi og dána frelsara á krossinum að hinni miklu hrygðar- sjón? Vjer lreyrðum í textanum, að það var grátið yfir Jesú er liann var á leiðinni til aftökuslaðarins. Pað voru þær Jerúsalemsdætur, sem grjetu meðaumkvnnartárum hans vegna. En vjer heyrðum lika, að Jesús vísaði þeirri tárfelling á bug: »Grátið ekki yfir mjer, heldur grátið yíir sjálfum j'ður og hörnum yðar«. I’að hefir aldrei verið neinn skortur á með- aumkvunartárum hjer á jörðu í lík- ingu við tár Jerúsalemsdætra. Og meðaumkvunartár eru góð í sjálfu sjer, þar sem þau eiga við. En lijer eiga þau ekki við. Hann sem af fúsum og frjálsum vilja gefur sig i píslir og dauða í hlýðni við vilja föðursins á himnum og af kærleika til vor mann- anna, er síst aumkvunarverður. Hann er þar á móti lotningar- og tilbeiðslu- verður. Sjál/a oss ætlum vjer að aumkva, en ekki hann. þvf sagði frelsarinn: »Grátið ekki yfir mjer, en grátið yfir sjálfum yður og börn- um yðar«. Þetta skildu forfeður vorir margfalt betur en vjer og vorir tímar. Þegar Rúbens — sá mikli listamaður — málaði sjálfan sig meðal böölanna, sem eru að negla frelsarann á kross- inn, þá felst í því tiltæki hans alvar- leg og djúp játning, og hún er þessi: Eg hefi krossfest Drottin dýrðar- innar! Þessi hugsun, að vjer höfum með syndum vorum gerst samsekir þeim er krossfestu Drottin, var næsta algeng meðal fyrri tíma manna. Þeim skildist miklu betur en oss, hversu mannanna syndir á öllum tímum mynda eina stórfelda syndar- heild, eina ægilega heims-synd, sem hver maður á sinn hlut í. Og þessi hluttaka í heims-syndinni miklu var þeim hið mikla hrygðarefni í sam- bandi við krossdauða Jesú, Því er

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.