Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1922, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1922, Blaðsíða 4
84 BJfAKMÍ hendi Jesú hafi verið óumflýjanleg; — lærisveinar Jesú skildu það ekki heldur, enda er þetta eitt af inörgu, sem oss verður ekki til fulls opin- berað fyr en í eilifðinni. Fórnar- hugsunin verður engu að síður sú hugsunin, er besl hjálpar oss til að meta þýðingu dauða Krists, Tilgangur fórnanna var ávalt sá að ávinna eitthvað sjer til handa. Með fórninni, sem Drottinn Jesú, bar fram á kross- inum, vildi hann ávinna oss menn- ina sjer til eignar, vinna oss til að gefast sjer, svo að hann gæti fært föðurnum oss sem elskuleg og hiýðin börn. Með J>ví að fórna lífi sínu á krossinum hefir Jesú fridkeypl oss þ. e. keypl friðinn oss lil handa, friðinn við Guð og sjálfa oss, friðinn sem vex upp af meðvitundinni um að eiga í Guði ekki strangan og refsiþyrstan dómara, heldur ástríkan föður, sem þráir að faðma að sjer jafnve! hið brotlegasla mannsins barn og fullvissa það um fyrirgefning sína er það í iðrun bjartans flýr til hans. Krossinn á Golgata r*nir oss hver feiknar alvara vorr neska föður er með hjálpræði vort. Svo mikið hefir hann viljað vinna til og í söl- urnar leggja, til þess að vjer Ijetum sætlast við hann. Ivrossinn er að vlsu ávall í aðra röndina tákn guðlegrar, heiiagrar reiði yfir syndinni, en hins vegar og fyrst og fremst verður hann þó ávalt tákn hins frelsandi og fyrirgefandi kærleika til syndarans. Og sem guðdómlegt náðartákn hefir krossinn á öllum timum flutt synd- þjáðum sálum frið og svölun fyrir- gefningarinnar og gerir það enn i dag. Fyrir því syngur miðaldaspeking- urinn og skáldið Bonaventura sinn fagra óð um krossinn: Krossinn cr i heimi háluni hjálp og ljós og styrkur sálum, pyrstum hjörtum svölun sæt; krossinn líf er kröftugt dauðum, krossinn auölegö dýr er snauðum, krossinn er vor króna mæt. (H. Hálfd.) Svo sem tákn Guðs frelsandi og fyrir- gefandi kærleika er krossinn orðinn oss öllum lifsins trje, því að við hann er tengt nýtt, eilíft samfjelag við Guð, grundvaltað á náðinni einni, sam- fjelag við þann Guð, sem í Jesú Kristi breiðir faðminn móti börnum sínum, til þess að vera þeim friður, bjálp og athvarf í öllum hlutföllum vors jarðneska lífs. Frá krossinum talar faðirinn á himnum til vor allra hið guðdómlega sállarorð í blóði sonar síns. Fyrir því er krossinn — einmitt krossinn — orðinn krislnum heimi »ið Iielgasla athvarf í hörmungahrið í hretviðrum nauða’ og á andstreymis tíð«. IJví leitar hugurinn þangað er oss finst fokið í öll önnur skjói fyrir oss og þungi syndar og sektar beygir oss til jarðar. Pess vegna gelum vjer lalað um föstudaginn langa, ekki að eins sem dapra ' rgarhátíð, heldur einnig sem heilaga þakkarhálíð sannkrislnum manni, þakkarhátíð til minningar um alt það sem oss er gefið í og með fórnardauða Krists á krossinum. Og svo mikilfenglegt þakkarefni er krossinn orðinn kristnum heiini, að taki menn krossinn burl úr kristnu trúnni, þá er kristna trúin búin að vera. Sviftur fórnardauða Krists er kristindómurinn ekki lengur neinn kristindómur. Sjálft hjartablað trúar- innar hefir þá verið sært ólífissári. Pví að í dauða Krists eigum vjer opinherun ástarþels Guðs á hæsta stigi, með því að dauði hans er og verður síðasta stórfelda tilraun hins guðdómlega kærleika lil þess að ávinna hjörtu mannanna, svo að þau gefist Guði í lifandi trausti til synd-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.