Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1922, Qupperneq 14

Bjarmi - 01.05.1922, Qupperneq 14
B J á R M í 94 Vorblíðan kær með sól og sunnan vindi. Svellböndin leystu af dölum hlíð og tindi, Blómgrösin láttu ljúf með nýjú vori ljósfögui- l)lika í hverju geislaspori. III. Komandi sumar krýndu náðar gæðum kærleikans Guð, af dýrum sólarhæðum, sendu oss dögg og gullinn geisla ljóma gróður vors lnnds að vökva og ilja blóma. Dag livern af lands og sjávar söltu djúpi sólblíðust klærleiks hjörg þín til vor drjúpi. Blessaðu alla athöfn íslands barna elskunnar blíða sól og kærleiks-stjarna. Borgir vors lands og bygð um allar sveitir blessi þín náð, sem öll oss gæði veilir. Barnanna þinna græddu sviða sárin sólblíðan eilif mæðu þerra tárin. Mannkærleiks-blómin Guðs með geisla [ljósum grói i hjörtum skíni á þeirra rósum: dygð, samúð. — Ljúft, það ljós ú verði [standi ljós sem er trú og von í kærleiks bandi. Droltinn, sem sælan sumar krýnir blóma, söngfuglinn lætur kvaka gleði óma. Gefðu oss dýra dygða skrúðan bjarla. Dýrð, heiður, lof þjer syngja mál og lijarla. 17//;. Hvaðanæfa. Heima. »Húsvitj anir eru að mestu lagðar niður«, segir í aðkominni grein í Morg- unblaðinu 26. mars. Pað er ótrúlegt að það sje satt, en svo að hægt sje að ganga úr skugga um það, leyfum vjer oss að mælast til að allir sóknarnefndar for- menn sendi Bjarma skriflegt svar við þessari spurningu: Er ekki húsvitjað árlega í sókn yðar, — og sje það ekki, hve nær var þá síðast húsvitjað? Prestarnir, sem allir fá þetta blað, geta sýnt viðkomandi formanni spurninguna, og ætti ekki að vera á móti skapi að hið sanna kæmi í Ijós. Engin nöfn verða nefnd, nema þar sem þess er beinlínis óskað, að eins greint frá hvað mörg já og nei koma úr hverju prófasts- dæmi, — og hvað margir vanrækja að svara. — eða stendur á sama þótt slík vanræksla sje borin á prestastjettina. Eftir að þetta var sett, flutti Morgunbl. grein frá síra Ófeigi í Fellsmúla, þar sem hann telur þessa ásökun ekki cign heima í Rángárvalla- og Árnessýslu. Frá prestum. Síra Sigurður Stefáns- son hefir sagt af sjer prestsstörfum frá næstu fardögum að tclja. Hann hefir verið prestur í Ögurþingum siðan 1881 og aldrei sótt þaðnn nema um dómkirkjupresls- embættið í Reykjavík, sem hann afsalaði sjer strax aítur, þótt hann væri kosinn. Lesendum Bjarma er svo vel kunnugt um hvar liann stendur í trúmálum, að því þarf ckki að lýsa; og ckki þætli oss neitt ólíklegt að hann skrifaði þó öllu meira um þau mál lijer eftir en hingað til, er hann nú fær betra næði lil þess. — Síra Bjarni Pálsson prófastur í Stein- nesi heíir legið allþungt haldinn síðan fyrir jól í vetur, var hann talinn á bata- vegi er síðast frjettist, en þó ekki líkur til að liann geli gengt embætti sínn um sinn. Ráðgjört er að Porsteinn Gíslason, guð- fræðiskandidat, verði aðsíoðarprcstur hjá honum. Síra Lúðvig Iínúdsen fótbrolnaði í vetur, var því allur miðhluti Húnavatns- sýslu um hríð sama sem prestslaus, en nú er sr. L. Kn. nærri orðinn heill altur. Síra Árni Pórarinsson, Stóra-IIrauni, slasaðist fyrir skömmu; liestur fældist með hann og Ijekk sr. Árni þá rnjög slæma byltu, rifbrotnaði að sögn og meiddist innvortis, liann kvað þó vera á batavegi. Sauðlauksdalur er vciltur sr. Porsteini Kristjánssyni á Breiðabólsstað, Pykkvnbær og Ásar guðfræðiskandidat Birni O. Bjarnarsyni, Mosfell í Grímsnesi guð- fræðiskandidal Ingimar Jónssyni og sr. Kjartan Kjartanssyni, Staðarstaður. Sr. Jón. Jóliannesson sækir um Breiðabóls- stað á Skógarströnd. — Um fríkirkju- prestsembættið sækja sr. Eiríkur Alberts- son Hesti, og kand. Árni Sigurðsson, Rvík. Trúmálafundur var haldin á Sauðár- krók í vetur um það leyti sem Skagílrð- ingar hjeldu sýslufund sinn. Skilríkir menn hafa skýrt Bjarma frá honum: Sira Tryggvi Kvaran var málshefjandi, hafði

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.