Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.08.1922, Page 2

Bjarmi - 15.08.1922, Page 2
146 B J A R M I grjóti. Þeir ætluðu að fara eins með mig og hinn manninn. En þá gekk fram einn af yfirvöldunum og mælti: »Þjer megið ekki drepa hann að öll- um ásjáandi, farið heldur með hann út í skóginn á afvikinn stað og gerið þar við hann, það sem yður líkar«. Þeir fóru nú með 'mig út á eyðistað og hlekkreyrðu mig þar við trje, með járnhlekkjum. En hvað það var hart aðgöngu í svipinn! Jeg bjóst ekki við öðru en dauða mínum. Jeg verð að játa, þann veikleika minn, að jeg gat ekki trúað því, að jeg mundi komast lífs af. Kuldinn var ægilegur, og þeir tóku einu ábreiðuna mína frá mjer, svo að jeg var þarna því sem næst nakinn eftir. Jeg sá fram á, að jeg mundi verða innkulsa eftir fáar stundir og dáinn og horfinn; það sakaði nú ekkert, þó jeg dæi, en það þótti mjer sárast, að jeg hafði ekki vitnað um Drottinn áður fyrir þeim. Þessi nistingskuldi gagntók mig 2—3 stundir og jeg bað: »Drottinn, jeg fel mig algerlega í hendur þínar«. En um leið og jeg bað, fann jeg að kraftur streymdi um mig allan og jeg fann ekki framar til kulda; dá- samlegur friður og fögnuður gagntók mig allan, jeg þakkaði Guði og veg- samaði hann. Og þá gerðist stór- merki. Hlekkurinn var læstur sem áður, en hendur mínar urðu lausar og jeg skildi, að almáttugur Guð var hjá mjer, að jeg átti hann að og var í höndum hans. Annars stæði jeg nú ekki hjer, mitt á meðal yðar, heldur lægi nú austur í Tíbet-skógum. Jeg er ekki á prjedikunarferð, held- ur er jeg kominn til að vitna um Drottin, því að Jesús segir: »Þjer skuluð vera vottar mínir til endi- marka jarðar«. Jeg er kominn til að segja yður frá miklum hlutum, sem Guð hefir gert við mig, — mig, sem hataði hann og brendi heilaga ritn- | ingu hans. Hversu miklu meira mun hann þá ekki gera við yður, ef þjer biðjið hann um það. Jeg komst að raun um, að bænin er lykill að náð Droltins; vjer tök- um ekki að eins á móti blessun, heldur Jesú Kristi sjálfum. Gefið yð- ur tíma til, að biðja. Guð vill gera hina dásamlegustu hluti, en vjer leyf- um honum það ekki. Guð gefi oss þá blessun, að vjer megum daglega draga andann í honum og biðja án afláts. Bæn og starf getur svo vel farið saman. Margir eru þeir kristnir menn, sem eru miklu betri en jeg; jeg man þá daga æfi minnar, er jeg syndgaði á móti honum, en samt hefir hann gerl svo mikla hluti við mig; jeg er hólpinn af hinni óum- ræðilegu náð hans. Hversu miklu fremur mun hann þá ekki vera þjer til handa, sem aldrei hefir brent hans heilögu rilningu. Jeg er ekki kominn frá kristnu heimili, en jeg hefi fundið Krist, fundið hjálpræðið í honum. Guð gefi að þú megir öðl- ast þá blessun, að þú biðjir hann. Þá muntu komast að raun um, að himnaríki byrjar á jörðunni. Jeg hefi orðið að tala til yðar á máli, sem ekki er móðurmál yðar; en sá tími kemur, að vjer tölum sam- an á máli himnaríkis. Jeg hefi lieyrt að þjer hjer á Norðurlöndum hafi þann sið, að taka í hendina hver á öðrum, og mig hefði líka langað lil að taka í höndina á mörgum Guðs börnum, þeim sem hjer eru stödd, en tíminn leyfir það ekki. En vjer munum fá líma til að rjetta hver öðrum hönd, þegar vjer komum sam- an í eilífðinni. Hjerna hittumst vjer, ef til vill, aldrei framar. En Guði sje lof! Vjer hittumst heima. Ekkert und- ursamlegra er til hvorki á jörðu nje á himni en bœnin. Biðjum því án I alláts.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.