Bjarmi - 15.08.1922, Blaðsíða 5
13 J A R M I
1J9
»Hvað segir hann?« spurði gest-
gjafinn.
»Ekkert«, svaraði Hákon, »þjer
megið lesa það, ef þjer viljið«.
»Einkennilegur náungi«, tautaði
gestgjafinn og fjekk Hákoni brjefið
aftur.
»Hvað títt?« spurði Helga, þegar
Hákon kom heim, þreytulegur og
daufur í bragði.
»Ekki svo sem neitt nýtt«, svaraði
Hákon.
»Ekki hitti jeg Bensa, hann erfar-
inn sína leið, svo ekki ráðleggur
hann mjer mikið«.
Helga skifti litum.
»Farinn, segirðu. Og kveður þig
ekki. Hvernig geðjast þjer það?«
»IIla. Jeg þurfti nauðsynlega að
tala við hann«.
»Já, nú þarft þú að tala við Bensa«,
sagði Helga og var fastmælt. »Finst
þjer það ekkert grunsamlegl, að hann
hverfur jafnhliða ávísuninni þinni?«
Fú þarfl ekki að horfa svona for-
viða á mig, Hákon minn. Jeg veit
hvað jeg er að segja. Hann og eng-
inn annar heíir stolið ávísuninni og
haft fjeð á brott með sjer, rjett fyrir
augunum á okkur«.
Helga var náföl í andliti og úr
augum hennar brann eldur, sem Há-
kon hafði aldrei sjeð þar fyr.
»Þú ert í geðshræring, góða Helga,
stiltu þig. Talaðu gætilega, og vertu
viss að þú farir ekki með rangt mál.
Hvað sem öllu liður, hlýt jeg að bera
slíkar sakir af Bensa«.
»Trúirðu því, Hákon, að jeg fór
sjálf ofan í banka á meðan þú varsl
í burtu, og hafði tal af bankagjald-
keranum sjálfum«.
Hákon starði á hana orðlaus.
»Þú ertauðvitað öldungis forviða. En
jeg gerði það. Og hvað heldurðu kæmi
upp úr kafinu? Ávísunin þín var
borguð út úr bankanum i morgun,
strax og opnað var. Þú varst mátu-
lega búinn að rita nafnið þitt á hana«.
Hákon settist eða hnje öllu heldur
í stól. Helga hjelt áfram:
»Jeg spurði vitanlega um manninn
sem sótti peningana, hvernig hann
hefði verið í hátt. En það var svo
sem ekki Bensi sjálfur, heldur ein-
hver unglingspiltur, sem þeir þektu
ekki. Hann kvaðst sendur frá þjer.
Ó já, Hákon minn, —við erum þess-
um þúsundum fátækari að fje, en
auðgumst vonandi á svo dýrkeyptri
reynslu«.
Herfjötur losna.
(K. P. og E. S. sneru úr ensku).
Iíæri lesari!
Mig langar til aö segja yður frá þvi
hvernig jeg, eftir aö hafa veriö miöill í
mörg ár, frelsaðist frá því fyrir bæn.
Jeg lenti i andatrúnni er jeg haföi sagt
skilið við Sáluhjálparherinn. Jeg giftisl
litlu síöar, og sá pá aö fólk mannsins
míns haföi áhuga á spiritisma. Varð pað
úr, að jeg fór að taka pátt með pví í
andatrúaríundum, mcðan jeg dvaldi á
Portland Óregon.
Pegar jeg tór að gefa mig að þessum
merkilegu fyrirbrigðum, var mjer sagt
að jeg mundi vera efni í ágætan miðil.
Svo jeg fór að fást við borðdans, með
þeim hreyfingum og böggum, sem pví
er samfara. Og ekki purfti jeg annaö en
leggja höndina á borðið til þess í saraa
bili að verða vör við hreyfingu og spurn-
um var svarað með höggum. Jeg hjelt
pessum æfingum áfram, þangað til jeg
komst svo langt, að jcg gat tekið á móti
orðsendingu og skilað til þeirra manna
er komu til að frjetta af dánum ættingj-
um sínum og vinum.
Um tíma var jeg »gerfimiðill« Pað urðu
á mjer cinkenni pau, sem fylgdu veik-
indum er sá hafði dáið úr, erkvaðsttala
með vörum mínum. Væri pað berklaveiki,
tók jeg til að hósta og lirækja og haga
mjer eftir þeim sjúkdómi svo nákvæm-