Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.08.1922, Side 4

Bjarmi - 15.08.1922, Side 4
U8 BJARMI huga hans: »Manna vísastur til að hafa hirt ávísunina«. Auðvitað var það fjarstæða — — dutlungar úr konunni, sem virtist hafa fengið ein- hverja sjerstaka óbeit á veslings Bensa. — Og þó! Nei, það var óhugsandi. Hann lagði blaðið frá sjer, hallaðist makindalega aftur í stólinn og fór að virða gestina, sem komu og fóru, fyrir sjer. Hann þekti óvenjulega fátt af þessu fólki, og hann varð því eig- inlega háliTeginn. Honum kom það bezt að vera einn í næði með heila- brot sín og hugsanir, sem allar sner- ust fyrst og fremst um týndu ávís- unina. Það var meir en lítil óhepni að þetta skyldi koma fyrir, þá einu sinni að faðir hans hafði verið dá- lítið rífur á roðunum við hann. — Hætt var við að gamli maðurinn yrði ekkert fljótur til að senda hon- um nýja ávísun, þótt hann reyndi að sannfæra hann um að þessi hefði týnst. Þessu líka óaðgæslu í peninga- sökum gat faðir hans engan veginn fyrirgefið, hvort heldur sonur hans átti í hlut eða nokkur annar, það vissi Hákon fullvel; ekki var það heldur óhugsandi að gamli maðurinn kynni að gruna hann um græsku, leist Hákoni það ekki árennilegt að leitast fyrir um peningahjálp hjá honum fyrst um sinn. Hið eina er hann græddi á þessháttar bónorði var eitt ávítunarbrjefið enn þá, mun rækilegra og harðorðara en gömlu brjefin öll til samans, og þau voru ekki svo ýkja fá. Já, hefði hann nú hlýtl, þó ekki væri nema örlitlu af þeim áminning- um föður sins, þá hefði hagur hans vafalaus verið allur annar að ýmsu leyti. í*að var margskonar glópsku að minnast frá liðnum árum, sem vöktu gremju hans og samviskubit, þó ekkert glappaskot hans hefði kom- ið honum jafn illa og þetta seinasta óhapp með ávísunina. Það munaði því, að með þessum peningum hefði hann bjargast sómasamlega úr fjár- kröggum sínum, en úr því svona fór, var ekki gott að vita hvernig fara mundi; — nema að Bensi gæti gefið honum góð ráð. Hvað tafði hann eiginlega? Var hann búinn að gleyma því að þeir ætluðu að hittast á á- kveðnum tíma? Hákon borgaði kaffið og gekk svo aftur til herbergja Hansens. Gestgjafinn var þar fyrir. »Hr. Hansen fór hjeðan alfarinn í morgun kl. 9« sagði hann, þegar Há- kon spurði eftir Hansen. »Alfarinn! Og hvert?« spurði Há- kon forviða. »Það veit jeg ekki. Jeg var ekki kominn á fætur, þegar hann fór«. »Ætli hann hafi ekki ráðgert að koma aftur?« spurði Hákon vand- ræðalega. »Það veit jeg ekkert um«, svaraði gestgjafinn. »Stúlkan færði mjer lyklana og borgunina fyrir dvöl hans hjer, ásamt kveðju hans og brjefi, sem hann bað mig um að koma til skila, hann sagði að því lægi ekkert á, það er heldur ekki komið lengra en í vasa minn. En bíðum annars við, það er víst til yðar, hann skýrir þar eflaust þessa skyndilegu brottför sína. Jeg, sem hjelt að hann mundi ílengjasl hjerna. En það lítur helst út fyrir, að honum hafi legið á að komast hjeðan, hann hefir tæpast gefið sjer tíma til að taka dótið sitt með sjer, hjer er sitt hvað smávegis, sem hann hefir gleymt. — Jæja, hjerna kemur brjeíið, gerið þjer svo vel«. Hákon fór að lesa brjefið: »Kæri vin! Jeg fæ ekki tima til aö kveðja þig. Ófyrirsjáanleg atvik knýja mig brott hjeðan. Nánari fregnir við tækifæri. Fyrirgefðu flýtirinn. Þinn B. H.«

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.