Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1922, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.08.1922, Blaðsíða 6
150 B J A R M I lega, að fólkið trúði þvi í raun og veru, að það væri í sambandi við ástvini sína. Stundum söng jeg uppáhalds sálma og kvæði þeirra framliðnu, sem það einnig taldi skýrt sönnunarmerki. Oft tilgreindu »þeir framliðnuK nöfn ættingja sinna að fj'rra bragði, sem einnig var talið sönnun. Allir miðlar hafa leiðtoga, minn nefnd- ist Edina Benton. Hún var ávalt klædd síðum, hvítum, flögrandi kyrtli og liafði sverð í hendi með gyltu liandfangi, með því rak hún burtu andasæginn, sem þyrptist utan að mjer, til að fá samband við ættingja sína. Pegar hún var búin að tvístra þeim, valdi hún úr þá, sem hún ætlaði sjer, og leyfði þeim að staðnæm- ast, og þeir ijetu mig ílytja skilaboð og ræðustúfa til þeirra, sem komu til að leita ráða viðvíkjandi störfum, hjónabandi, hjónaskilnaði o. s. frv. Svo áleitnir voru þessir andar, að þeir vildu ekki biða eftir þvi að jeg skilaði orðsendingunum á andatrúarfundunum, heldur komu þeir í herbergi mitt, er jeg var gengin til hvíld- ar. Peir fyltu bókstaflega herbergið mitt og tóku sjer fyrir sitt af hverju. Sumir settust að hljóðfærinu og jeg heyröi þá syngja, aðrir grjetu. Sumir sögðu mjer frá vandkvæðum sínum. Margir vildu þukla framan í mig og aðrir svifu um í herbergi mínu. Pótt ótrúlegt sje, sögðust sumir vera i helvíti og vildu láta mig vara ættingja sina við að liia þvilíku lífi, sem þcir höfðu lifað meðan þeir voru á jörðinni, því þeir væru í kvölunum. En aðrir sögðu þeim liði betur en þegar þeir hefðu verið á jörðinni, og að þeir tækju framförum. Svo þjer getið skilið að andarnir voru mjög ólíkir á margan hátt. En eitt var cftirtektarvert, það var engin ró nje friður hjá neinum þeirra, enginn friðarandi var þeirra á meðal. F*ótt jeg væri miðill og hjeldi andafundi segði fyrir forlög o. s. frv., þá trúði jeg samt á Jesúm Krist og blóð hans, sem rann á króssinum til fyrirgefningar synd- anna, en margir andatrúarmenn sögðu mjer að Jesús Rristur hefði verið aðcins maður, hefði ekki verið Guðs son nje út- helt bfóði sinu á Golgata vor vegna. Jeg vil taka það 'skýrt fram við lesendur mína, að áður en jeg lcnti í þessari villu, hafði jeg, ellefu ára að aldri, snúið mjer til Guðs á Sáluhjálparherssamkomu í Port Ore, og var í hernum í 5 ár, svo jeg hafði lært að trúa á Jesúm Krist sem frelsara og blóð hans til friðþægingar fyrir synd- irnar, og því vildi jeg ekki hlusta á neina aðra kenningu og bað alt af Guð að lrelsa mig frá spiritisma ef hann væri ekki frá honum. Pessi miðilshæfileiki var mjög töfr- andi og arðberandi, þótt stundum fengi jeg enga borgun. Fólk kom oft og henti peningunum í kjöltu mína, svo áfjáðir voru men-n eftir að heyra framburð minn. Einu sinni sagði jeg fyrir járnbrautar- slys nokkrum stundum áður en það varð. Jeg sá greinilega vagnana rekast á, næsta morgun voru frjettablöðin full af þessum atburði. Jeg var vissulega á gæfuvegi að ver- aldarhætti. Pá skeði það einn dag, þegar jeg átti heima í bænum Colo, að nokkrir trúaðir menn komu að dyrum mínum og báðu leyfis að halda nokkra biblíulcstra á heimili mínu, jeg svaraði þeim að jeg væri andatrúar. Peir kváðust geta sannað það af biblíunni, að andatrúin væri ekki frá Guði. Pá reiddist jeg, og sagðist ekki geta trúað þvi. Jeg hafði æíinlega byrjað fundina með bæn og biblíulestri, jeg gaf þeim samt sem áður leyfi mitt, og þeir komu og hjeldu tvo biblíulestra. Ekki sannfærðist jeg á hinum fyrri, en áður en lauk hinum síðari, höfðu þeir sann- fært mig með mörgum ritningarstöðum um, að Guði væri það vanþóknanlegt og þaö væri gagnstætt orði ritningarinnar sem teldi það töfra (III. Mós. 3, 19—31). Eftir síðari biblíulesturinn heima lijá mjer, sagði jeg þessu góða fólki sama kveldið, að jeg mundi hætta þegar i stað, og mig langaöi til að losna undan valdi Satans og anda hans, svo krupum við. Jeg bað innilega til Guðs um lausn og fyrirgefningu og þeir báðu að Guð læki frá mjer þessa anda, sem ónáðuðu mig á hverri nóttu með því að svífa um i her- bergi mínu, og Guði sjeu þakkir, hann leysti mig frá þeim þegar i stað, og jeg sneri mjer til Guðs af öllu lijarta mínu til að vegsama hann og óttast, svo jeg aldrei framar leiti frjetta af framliðnum. Jeg get ekki lýst þvi, hvernig Guð gagn- tók mig, hvcrnig hann talaði til mín frá himni mörgum sinnum, og það sem hann sagði kom fram. Rödd talaði við mig og sagði mjer í nafni föðurs, sonars og hei- lags anda að leggja liendur yfir litlu dóttur mina, sem hafði kviðslitnað fyrir 4 árum og ávalt þurft að nota umbúðir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.