Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1922, Page 4

Bjarmi - 01.12.1922, Page 4
196 B J A R M I þannig að hin kyrrláta íhugur leiðir til bænar, bænin leiðir til san:, "jelags við guð, og það leiðir síðan til innri hrifninga frásérnumningarinnar. Einn dagur án slíkrar innri og andlegar reynslu, er fyrir Sundar Singh glat- aður dagur, hversu annríkur og á- vaxtarsamur sem hann að öðru leyti hefir verið. Klukkustundum saman kann hann að sitja í herbergi með opnuin augum, niðursokkinn í heim, þar sem hann lifir með englum og dýrlingum og umfram alt með frels- aranum sjálfum. Hann sér þarna og reynir undursamlega hluti, á meðan vinir hans læðast um herbergið, gangandi á lánum, og grunar ekkert hvað er að gerast hjá honum. Hann hefir háleitar hugsanir um þessa innri lífsrejmslu. Snndar Singh sem kristinn maður. Jafnframt hinu, er Sundar Singh eigi síður sannkristinn maður. Aust- urlenzkur uppruni hans gefur ástæðu fyrir sérstökum óverulegum líkleika milli vitrana hans og höfundanna í ritningunni. Hann talar í líkingum sem stund- um minna á dæmisögurnar og svo sém Kristur og Búddha notar hann líkingar sem sannanir. Hver maður sem kunnugur er indverskum trúar- brögðum og heimspeki veit hversu oft líking kemur í stað sönnunar. Sundar Singh er eigi gegnsýrður af hinum nýja skilningi á náttúrunni, sem rekur kyn sitl til Vesturlanda, heldur lifir hann verulega í hugsun- arhælti fornaldarinnar. Þess vegna er hann fær um að skilja meira beint og einfalt, og til þess að nota orðtök sálmanna og ritningarinnar alment um guð og um náttúruna. Æfisagan inniheldur einnig mjög góðan samanburð á Tndlandí nútfm- ans og hinum grísk rómverska heimi, sem kristin kirkja myndaðist í. Sag- an endurtekur sig aldrei að fullu. En heimur Miðjarðarhafslandanna var á annari öld, jafnt fyltur af umreikandi spámönnum, dulspekingum, lærifeðr- um, guðspekingum og meinlæta- mönnum sem Indland er það nú á dögum. Vjer snúum oss að nokkrum mik- ilvægum atriðum, sem algerlega eru guðspjallsleg (evangelisk). Fyrst mun ég nefna nckkur höfuðatriði í já- kvæða stefnu. Sundar er uppfyltur af fagnaðar- boðskapnum. Miskunnsemi guðs og fyrirgefning er hið fyrsta og siðasta í boðskap hans. Fyrirgefningin leiðir lil ummynd- unar innra. Þar finnur hann þung- vægan mun á milli trúarbragðanna. Önnur trúarbrögð segja; »Breyttu vel, og þá muntu góður verða«. Krislin- dómurinn segir: »Vertu í Kristi, og þá muntu vel breyta«. Leiðin liggur frá hinu innra til hins ytra, en eigi öfugt við það. Vegurinn frá hinu ytra til hins innra er vegur æfing- anna, hin venjulega aðferð dulspek- innar, færð í fullkomnun af Indverj- um, einmitt »Yoga«, hinn vísindalegi vegur sjálfsendurlausnar, vegur brjóst- vitsins. Vegurinn frá hinu innra til hins ytra er vegur guðs, vegur Krists. Það er eigi nóg að daglegar syndir vorar verði fyrirgefnar, heldur verður gamli maðurinn i oss að deyja. Byrjaðu á hjartanu. En líf hjartans er bæn. Hinn æðsti vottur hins innra lífs er bæn. Stöð- ug bæn er orðtak Sundars. Hér hefir hann talsvert að kenna Vesturlanda- fólki, eigi frá lndlandi heldur frá fagnaðarerindinu. In margvislega og sivaxandi kristilega starfsemi í kristni Vesturlanda, getur eigi bætt upp veik- leik innra lífsins. Sundar beinir bænum sínum til

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.