Bjarmi - 01.12.1922, Blaðsíða 6
198
BJARMI
nánara afstöðu Sundars við trúar-
bragðafélagið sem slíkt og við hina
ytri röksemd þess. Vér fáum skilið
að hann veitir kristnum einstaklingi
ótakmarkað rétt gagnvart kirkjunni.
það eru eigi til í kirkjunni nógir
menn með djúpustu andareynslu til
að gefa kenning hennar endanlega
röksemd. Þess vegna sný eg mér
beint til guðs. Hvað mig snertir, þá
met eg meira vitrun fengna í frásér-
numning, heldur en kirkjulega erfi-
kenning. Hann er þannig næsta hlut-
laus gagnvart trúbrögðunum sem
stofnun. »John Vestley og Booth
hershöfðingi fylgdu vegleiðslu guðs í
mótstöðu við kirkjuna, og reynslan
sýndi að þeir höfðu á réttu að standa.
Samt eru eigi allir menn dulspekingar
og því er röksemd kirkjunnar nauð-
synleg fyrir almenning«. Sundar er
einn þeirra dulspekinga er treystir
innra ljósinu, þótt auðmýkt hans og
trú á opinberun Jesú Krists haldi
honum frá að verða hrokafullur
draumóramaður.
Trú Sundars á beina frammígripn-
ing guðs er einnig biblíuleg. Bók
Canons Streeters hefir merkilega hluti
um það að segja, en jeg þarf eigi að
taka það upp. En það er ekk, sam-
kvæmt anda Sundars, að dáðzt hefir
verið að honum sem kraftaverka-
manni.
Það eru einnig neikvæðar hliðar i
hinni guðspjallslegu trú Sundars.
Hið kristilega mót boðskapar hans
sýnir líka í sumum atriðum ákveðið
gagnstæði við indverska skoðunar-
háttu.
Þetta kemur sérstaklega fram, að
því er snertir trúna á sálnareikið,
þessa martröð Indlands um þúsundir
ára. Frelsun sú, sem indverskar sálir
hafa leitast eftir, merkir umfram alt
frelsun frá þvf, eftir dauðann, að
verða að snúa aftur til þessa jarð-
neska lífs. Þessari sömu sálnareikstrú
er heilsað af guðspekinni sem gleði-
boðskap, er, að hyggju hennar, ætti
að samtengjast kristindóminum. Eftir
því sem jeg veit bezt, var það Ram
Mohun Ray, stofnandi Brahma Sam-
aja safnaðarins, sem fyrstur manna,
af trúarleiðtogum Indlands, afneitaði
fastlega sálnareikstrúnni. En hann
var fjargyðingi (deist). Sundar er
dulspekingur. í einni frásérnumning-
unni var honum sagt það, að lífið
hér i heimi, væri beint eina tæki-
færið, sem honum gæfist lil að hjálpa
öðrum í veröldinni. Vér munum
aldrei snúa aftur til þessa lífs. Sam-
leiksleitandi einn fann, rifrildi af
Jóhs guðspjalli og las þar um »eilíft
líf«. Samkvæmt hindúatrú er það
satt, að vér eigum ekki að deyja,
heldur lifa áfram í sálnareiki, snú-
andi aftur til þessa heims. En »eilíft
líf« er það ekki. Eilift líf er neitun
sálnareiksins.
Það er einnig eftirtektavert, að
Sundar fyrirdæmir vægðarlaust stétla-
skiftinguna á Suður-Indlandi, þrátl
fyrir samkend sína við siði og hætti
Indlands, einmitt þar sem þeir eru
ólíkir lífsvenjum Vesturlanda.
Vér höfum séð hversu Sundar
snýst fastlega á móti meinlætalifnaði
Hindúa. Yoga sýnir hvernig menn
við skipulega iðkun fá öðlast hags-
muni og fengið yfirnáttúrlegar gáfur.
Sjálfskvalning er þar heilög athöfn.
En Sundar hefir valið förumunkslífið
til þess að þjóna sambræðrum sín-
um; eigi til að kvelja sjálfan sig, né
til að vinna hagsmuni fyrir sig.
Hversu mikils sem Sundar metur
frásérnumninguna, sem hann eigi vill
missa, fyrir alt í heimi þá verður
þó þessi andlega hrifning eigi heim-
færð til skipulegrar eftirleitunar, held-
ur verður að koma sem hrein gjöf.
Þetta er samkvæmt þeirri kristilegu