Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1922, Side 7

Bjarmi - 01.12.1922, Side 7
BJARMI 199 frumreglu sem Sundar lifir eftir, að þroskun mannlegs lifs í stóru og smáu verði að vaxa frá hinu innra til hins ytra. Frásérnumhing er eigi eins og Yoga, sjálfsdáleiðsla. Jeg óska aldrei að veröa eftir geðþótta, frá mér numinn. Eg hugsa heldur ekki um sama hlut í heilan tíma í einu til þess að ná þessu ástandi, svo sem þeir gera er temja sér Yoga. Þegar ég notaöi Yoga, vantaði mig þann frið, sem ég nú hefi. Þegar Tagore kom til Svíþjóðar spurði eg hann á meðal annars um afstöðu hans til hjáguðadýrkunarinn- ar. Hann hélt að almenn fræðsla myndi smámsaman kenna fólki að hætta að sjá yfirnáttúrlegar verur í inyndum, heldur aö eins áliía þær sem lákn hins guðdómlega. Sandar litur öðruvísi á þetta. Hann vill yfir- leitt enga mynd af guði hafa, því að hann er í því efni langtum trúrri rilningunni og guðspjallinu en kristn- in hefir verið og er enn. þegar hann kom fyrst inn í himininn, þá litaðist hann um eftir guði. »Hvar er guð?« og þeir sögðu við mig: Guð sést jafnlitið hér sem á jörðunni, því guð er óendanlegur. En Kristur er hérna. Hann er mynd hins ósýni- lega guðs. Einungis í honum fánm vér guð séð, svo á himni sem á jörðu. Hversu margir kristnir kenn- arar hugsa og tala svo skýrt, í anda ritningar og guðspjalls? Þessi Ind- verji sem kemur frá höfuðlandi hjá- guðadýrkunarinnar, flytur þá hálf- gleymdu kenningu kristindómsins, að guð verði eigi sýndur í nokkurri mynd. Er eigi skipunin um það, að gera enga mynd af guði, einn hlutur af óskiljanlegum mikilleik Móses í reynslu hans um guð? Jesús býr eigi til handa oss neina sýnilega mynd af vorum himneska löður. Spámenn- irnira;fengu sýnir, þar sem þeir sáu guð, en í guðspjallinu er jafnvel í frásögninni um dýrlegunina á fjallinu ekkert rúm fyrir þá hugsun, að Jesús sæi guð nokkru sinni. Kristur sjálfur er hin eina mynd guðs. (Niðurl.). „Aldrei deyja“. Jólasaga eftir síra Pórð Tómasson, Horsens. Það var litill drengur, hann var orðinn hæfilega stór til að skilja það, að nú var amma hans dáin. Og þegar búið var að klæða ömmu og leggja hana í kistu inni í slofunni hennar, þar sem hann hafði marg oft ieikið sjer og masað við ömmu um daginn og veginn, þá tók mamma hann í fang sjer og sagði við hann, en tárin runnu eftir kinnunum á henni: »Taktu nú um hendina henn- ar ömmu og kved1 hana og þakk- aðu henni fyrir hvað hún var alt af góð og elskuleg við þig«. Amma lá kyr með augun aftur og samanlagðar hendurnar. Drengurinn tók utan um köldu, köldu hendina hennar ömmu með litlu hlýju barns- hendinni sinni. En liann kipti hend- inni jafnskjótt að sjer og fól hræddur kollinn sinn undir vanga mömmu. Þegar litli drengurinn lagðist út af í litla rúminu sínu þetta sama kvöld, og mamma var búin að syngja kvöld- versið fyrir hann og bjóða honum góða nótt með kossi, þrýsti hann handleggjunum sínum litlu utan um hálsinn á mömmu og hvislaði: »Mamma, jeg vil aldrei deyja«. Kistunni hennar ömmu var lokað, og hún borin burt úr stofunni, og amma var jörðuð úti í kirkjugarðinum. En litli drengurinn vildi ekki fylgja ömmu ti) grafar,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.