Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 10
202
B J A R M I
sem átti svo erfitt með að sleppa af
drengnum sínum. Og pabbi, sem gat
svo sjaldan verið heima, sat hjá hon-
um hverja stund, sem hann átti af-
lögum. Hann var orðinn svo grá-
hærður upp á síðkastið, en röddin
hans, hún var svo undur þýð, og aug-
un svo mild og — döpur, þó hann
reyndi að bera sig vel og láta á engu
bera.
III.
Dagarnir styttust. Það var komið
fra n í desember; blessuð jólin voru
í vændum. En nú var ekki talað um
jól heima hjá drengnum. Þau áttu
hann einan, og nú var hann alt of
veikur fanst þeim, tii þess að það
kæmi til mála, að halda upp á jólin,
eins og vant var.
En drengurinn beið þess, að þau
færu að tala um jólin. Og þegar hann
lá í rökkrinu með aftur augun, sá
hann greinilega fyrir sjer björtu jóla-
trjen frá barnæskuárum sínum. Hann
mundi svo vel eftir þeim öllum, þar
sem þau höfðu staðið í dagstofunni,
sem hann hafði ekki komið inn í
meira en */2 ár. En best mundi hann
eftir jóiatrjenu eftir að hún amma
dó. Það var stærst af trjánum öll-
um. Og þar — inni í glitrandi ljós-
geislunum, beið Jesús eftir honum.
Einn dag, rjett fyrir jólin, þá var
hann svo veikur, að hann gat ekki
talað nema í hálfum hljóðum, —
hvíslaði hann að mömmu sinni:
»Mamma, þið talið aldrei um jólin«.
Því gat mamma hans varla svarað, því
að gráturinn tók fyrir rödd hennar.
En hann hjelt áfram með hvíldum:
»Mamma, nú fer jeg bráðum heim
til Jesú, en jeg vil helst ekki deyja
fyr en jólin eru komin«, og svo
bætti hann við: »Má jólatrjeð ekki
vera núna inni hjá mjer? Mig lang-
ar svo að sjá það — einu sinni enn!
Og það verða að vera mðrg ljós á
því — eintóm ljós«.
Á aðfangadaginn stóð stórl, fallegt
trje inni í stofunni hjá drengnum,
með mörgum kertaljósum, en engu
skrauti öðru.
Læknirinn var nýfarinn.
»Nú er skamt eftir«, sagði haun
við pabba og mömmu, þegar hann
kvaddi þau.
Drengurinn lá með lokuð augun.
Við og við leit hann á Irjeð. Og þá
brá fyrir brosi á andliti hans, sem
var ekki orðið stærra en þegar hanu
var litið barn. Pabbi og mamma viku
ekki frá rúminu hans. Andardrátturinn
varð æ erfiðari. Pað var örskamt eftir.
Það skygði í herberginu og kirkju-
klukkunum var hringt. Pá lauk
drengurinn upp augunum og horfði
fyrst á pabba og mömmu, og svo á
trjeð. Pau sáu, að nú vildi hann láta
kveikja á trjenu sínu. Hægl og gæti-
lega fór pabbi að kveikja á mörgu,
hvítu kertunum, og birtan ljómaði
í litlu stofunni. En mamma sat hjá
rúminu og lagði handlegginn á öxl-
ina á drengnum sínum, og hjelt um
aðra hönd hans. — Við Ijómann af
jólaljósunum varð ásýnd hans svo
undur björt, og bjarmi ljósanna end-
urspeglaðist í augunum hans stóru
og skæru.
En þegar pabbi var búinn að
kveikja á síðasla kertinu, og stóð við
hliðina á mömmu, reis drengurinn
alt í einu upp í rúminu og rjetti
höndina brosandi að trjenu, um leið
og hann hvíslaði ofurhægt: »Jesús!«
Svo hneig hann í faðminn á
mömmu sinni.
Og ljósið frá jólatrjenu bar
hlýjan ljóma á barnsandlitið hans.
En í Ijósinu beið Jesús eflir honum
— og bar hann heim til Guðs —
heim í eilífu jólagleðina.
G. L. þýddi.