Bjarmi - 01.12.1922, Side 11
BJARMI
203
Loforð Drottins bregðast ekki0.
Pað eru 3—4 ár síðan. Eg var þá
eini útlendingurinn í Namjangfu.
Eg svaf alein í húsinu, allar dyr
voru læstar. Eg vaknaði eina nótt
um tvö leytið við það að það var
tekið þétt í öxlina á mér. Eg reis
samstundis upp og glaðvaknaði á einu
vetfangi og spurði skefld: »Hver er
þar?« Hræðslan breyttist skjótt í óvið-
jafnanlega gleði, þegar eg heyrði un-
aðsfagra rödd, sem sagði við mig:
»Drottinn er sem eldveggurí kringum
fólk sitt.« (Sak. 2. 9 ) Og mér voru
sýnd sannindi orðanna. Eg sá glöggt
eldvegg, sem umkringdi mig á alla
vegu, hærri en nokkur borgarmúr,
eldtungurnar teygðust upp fyrir múr-
inn svo að ógrynni þau af örfum,
sem skotið var inn til mín utan að,
urðu að engu í eldinum.
Sjón þessi var svo stórfengleg að
í gleði minni átti eg engin orð önn-
ur en þessi: »þökk Droltinn, þökk
Drottinn minn!« En tárin hrundu
niður kinnar mínar.
Um siðir spurði eg: »Drottinn, er
mér hætta búin?« En eg fekk ekkert
svar. Svo sofnaði eg.
Dagiuu eftir kom hraðboði til mín
frá næstu trúboðsstöðvum. Litli dreng-
urinn trúboðans hafði orðið skyndi-
lega veikur, og foreldrar haus báðu
mig um að koma og biðja Guð með
þeim um að lækna drengiun. Eg
Iagði af stað. Vegirnir voru mjög
vondir, Það var að áliðnu liausti og
orðin dimm kvöld. Eg átti rúma 12
km. eftir, þegar myrkrið slcall á.
1) Brjcf þetta er trá norskum kvenn-trúboða,
sem liefir starfað að trúboði í Kina um mörg ár.
Olafur Olafsson, trúboði sendi Bjarma brjefið, i
von um að það yrði mörgutn kristniboðsvinum
hér lieima, til sannrar gleöi að sjú þess vott, liversu
dásamlega Drottiun lejðir \ gegnuín þaíttur og
þrautir,
Var eg þá stödd í smáþorpi einu.
Maður nokkur kom aö máli við mig.
»Eg þekki þig,« sagði hann, »þú ert
ungfrú Meng frá Namjang þú mátt
ekki fara lengra. Það er fult af ræn-
ingjum á leiðinni. Þeir eru búnir að
drepa yfir 30 menn síðastliðinn mán-
uð, einmitt á kvöldin i myrkrinu«.
»Drottinn er sem eldveggur í kring-
um fólk sitt.« hljómaði i hjarta mínu
»Eigum við að halda lengra?« spurði
ökumaðurinn.
»Já,« sagði eg og við lögðum á
stað, án allra mótmæla frá hans
hálfu, mér til talsverðar undrunar.
Við héldum áfram í 4 klukkustundir
í myrkri og for, ökumaðurinn kveikti
við og við á eldspítu þegar við sjáift
lá að hann velti vagninum út af
veginum. En í hjarta mínu bjó sigri
hrósandi gleði, því eg vissi að þótt
þúsund ræningjar kæmu, var eld-
veggurinn á milli mfn og þeirra.
Þeir geta ekki snert mig. Drottinn
er eldveggur kring um alla vini sína.
Og jeg kemst leiðar minnar öldungis
tálmunarlaust. En jeg hugsaði á þá
leið: Get jrg orðið hrædd við ræn-
ingja úr þessu? Guð hefir á dásam-
legan hátt sýnt mjer hvernig hann
varðveitir börn sín.
Þá var það í fyrra. Við komum
frá Haistvan, þar sem við höfðum
dvalið í sumarleyfi okkar, norsku
trúboðarnir. Við vorum í 4 smábát-
um. 6 útlendingar og nokkuð fleiri
Kínverjar.
Þegar við vorum komin yfir um
hið stóra Han-íljót og vorum að
leggja á stað upp eítir Bet-fljótinu,
mættum við hermönnum í bát. Þeir
kölluðu til okkar og sögðu, að við
ættum ekki að fara lengra fyr en
þeir kæmu aftur, þeir væru að sækja
liðsafla. Það væri fjöldi af ræningj-
um meðfram fljótinu,