Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 15
BJAKMÍ 207 Til „Bjarma“. Sumariö 1907 fór jeg til íslands, og kom þá um sumarið tvisvar til Reykja- víkur. Iiyntist jeg þá núverandi ritstjóra »Bjarma«, og fór hann þess á leit við mig, að jeg gerðist áskrifandi að blaðinu »Bjarma«, sem þá hóf göngu sína við nýár 1907. Einnig fór liann þess á leit við mig, að hlynna að blaðinu hjer vestra. En það heflr nú verið smávægi- leg aðhlynning, sem jeg hefl sýnt blað- inu. Nema jeg hefi keypt það og lesið þessi árin, og notið margra ánægjusttinda þar af. En vegna mins háa aldurs, verð jeg nú að mestu að hætta bæði skrift og lestri, þar jeg er nú byrjaður á hinum 9. aldursára-tug. En Guði sje lof fyrir liðra tíð. »Bjarmi« er nú orðinn eldri en nokkurt annað kristilegt eða kirkjulegt tímarit, sem gefið hefir verið út á vorri tíð á íslandi. En um leið og jeg er að kveðja blaðið og lesendur þess, óska jeg blaðinu allrar blessunar í framtiðinni. Jeg óska af öllu hjarta, að »Bjarmi« eigi eftir að starfa um mörg ókomin ár, að því að flytja ljós og andlegt líf, von og trú, huggun og gleði inn í hjörtu lesenda sinna. Heimurinn þarf þess sannarlega með nú á vorum dögum; með alla þá ríngulreið, sem nú er á kristindómslífi þjóðar vorr- ar, austan hafs og vestan. Ó, að vorum himneska föður póknaðist, að senda nú þjóð vorri beggja megin hafsins öfluga trúarvakningn; verði hans heilagur vilji. Að siðustu óska jeg aöstandendum blaðsins, og öllum þess lesendum, allrar hamingju og blessunar í bráð og lengd. Cottonwood, Minn., U. S. A. — 11. okt. 1922. S. S. Hofleig. % ' * * Höf. ofanritaðrar kveðju er góðkunnur flestum íslendingum vestan hafs. Hefir hann dvalið vestra síðan 1878, og alstað- ar komið fram til góðs í islenskum fje- lagsskap. — »Bjarmi« flutti mynd hans og nokkur æflatriði, 1. april 1914. Friður Drottins og fylling heilags anda sjc með houum. Ritstj. vBjarnum. Rósin eilifa. F*ótt að bleik verði fold og þótt blikni hver rós, sem að dafnar i mold — vex við dagssólarljós: Rós frá eilífð er ein, sem að aldregi dó. Blómstur berandi hrein, þótt öll blóm hyljist snjó. Pessi rós veitir líf, með sjer lífiö hún ber, sem er heiminum hlíf, lrá Guðs hjarta hún er. Pessi eilífa rós cr ei umbreyting háð. — Petta lýsandi ljós er Guðs lifandi náð. Ögn. (?..................... ..................... Hvaðanæfa. Heima. Síra Janus Jónsson andaðist 7. f. m. Hann var fæddur 1851, tók guð- fræðispróf 1876 og vígðist sama ár að Hestþingum. Fjekk Holt í Önundaríirði 1884 og þjónaði því brauði unz hann ljet af prestsskap 1908, og gerðist kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Hann var prófastur í Vestur-ísaljarðarsýslu 1885—1908. — Kona hans var Sigríður dóttir Halldórs Kr. Friðrikssonar yflr- kennara. Einar Gunnarsson Einarssonar frá Nesi, fyrv. ritstjóri Visis, andaðist úr lungnabólgu 22. f. m. að heimili sínu, Gröf i Breiðuvík. — Fáa sambekkinga mína þekti jeg eins vel og hann, og þótti vænna um hann en flesta hinn, þótl sjaldan ættum við áhugamál saman. Hann var bezti drengur, en naut sín ekki nema stundum fyrir heilsubresti og crfiðri að- stöðu. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans, Anna Hafliðadóttir, dó eftir fárra ára sambúð. En seinni kona hans, Mar- grjet Hjartardóttir, lifir hann og 2 hörn

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.