Bjarmi - 01.12.1922, Síða 16
208
B;ja
þeirra. — A 25 ára stúdentsafmælinu í
vor mintumst vjer þriggja dáinna fjelaga,
og nú er sá fjóröi farinn. — En hver
verður næstur?
Söngmálablað ætla þeir að gefa út
organleikararnir Sigfús Einarsson og
Friðrik Bjarnason, og söngkennari Bjarni
Pjetursson. fað verður ársfjórðungsrit,
og kemur 1. tbl. út fyrir jól. A það að
llytja leiðbeiningar, fróðleik og frjettir
um söngleg efni. Mun kirkjusöngurinn,
og önnur áhugamál organleikara, verða
eitt aðal-umræðuefnið.
Blaðið verður í líku broti eins og
Skólablaðið, 6 bls. með meginmálsletri
og 2 með smálctri, en utan um kápa
með auglýsingura.
Árgangurinn kostar 3 kr., sem borgast
um leið og blaðið er panlað. — »Bjarmi«
leyfir sjer að mæla með því blaði við
alla söngkæra lesendur sína.
Bibliu-almanakið fyrir 1922 fæst
nú á 50 aura hjá útg. »Bjarma«. — Pótt
árið sje á förum, geta menn haft ritn-
ingarorðin á veggnum, og aðgætt þau
hvern vikudag. — Næsta ár verður lítið
um veggalmanök, minsta kosti verða þessi
ekki gefin út fyr en útgáfukostnaður
rainkar að mun.
Le i ð r j e tti ng. Orðin, sem höfð eru
eftir próf. Haraldi Nielssyni í síðasta tbl.
munu ekki vera rjett. Jeg tók svo eftir á
fundinum, að hann segðist skammast sín
eða blygðast sín fyrir að vera lúterskur,
og minnir það cnn. En það hlýtur að
vera misminni, því að H. N. hefir sýnt
mjer vottorð sjö mætra fundarmanna, er
lýsa yfir því, að þess minnist þeir aldrei,
að hafa heyrt próf. Har. Níelsson segja,
að hann »skammaðist sín fyrir að vera
lúterskur«, en votta með honum, að hann
hafi komist svo að orði á safn.fundinum:
»Pað, sem jeg hefi aðallega á móti kver-
kenslunni, er það, að kverin halda fram
trúarlærdómakeríi hins lútsrska rjett-
trúnaðar, og skyggja með því á kenning
Krists. Besti kostur nýju guðfræðinnar
er sá, að hún vill setja kenning Krists
ofar öllu öðru. Mig hefir oft furðað á því,
að menn skuli svara, þegar þeir eru
spurðir hverrar irúar þeir sjeu, aó þeir
sjeu lúterskir, en elcki kristnir. Pegar jeg
hefi verið að hugsa um þetta, liggur við
RMI
að jeg blygðist mín fyrir, að menn skuli
heldur vilja kenna sig við Lúter en Krist.
Jeg vil umfram alt vera kristinn«.--------
Undir eins og jeg frjetti, að H. N. teldi
farið rangt með orð sín, tjáði jeg honum
brjeflega, að jeg treysti minni hans í þessu
atriði hetur en minu, og bauð honum að
leiðrjetta ummælin, eins og hjer með er
gert. Leyfi jeg mjer að biðja H. N. að
afsaka þetta misminni mitt. Nóg er samt,
sem á milli ber; meðal annars ofangreint
hrós bans um nýju guðfræðina. Lesend-
urnir talca sjálfsagt eftir því, að þessi
ræðupartur hans staðfestir á hinn bóg-
inn aðalatriðið i umræddri Bjarma«-
grein, að mótstaðan gegn »kverunum«
væri oft aðailega af trúarlegum ástæðum.
S. A. Gíslason.
Erlendis.
Sadhu Sundar Singh kom til
Norður-Indlands aftur í september, og
starfar þar til vorsins, en fer þá til Tíbet,
eins og fyrri.
»Siðferðið hjer í bæ«, var uin-
talsefni á fjölmennum fundum í Kaup-
mannahöfn 4 daga um miðjan þenna mán.
Einn daginn voru erindi flutt í 11 al-
mennum fundahúsum borgarinnar, og
talaði þá Ostenfeldt Sjálandsbiskup og
ungfrú Karen Andersen læknir, í aðal-
fundarsal jafnaðarmanna. Siðasta daginn,
föstudaginn 17. f. m., voru sjerstakar
guðsþjónustur í fiestum kirkjum K.hafnar.
Forgöngu þessara funda höfðu ýms
kristileg fjelög borgarinnar.
Fyrstu jólabækurnar til Bjarma þ. á.
komu frá Evangeliske Festerlandsstiftels-
en i Stokkholm: Julgúvan, stórt jólahlað
íneð myndum og sögum, 16. ár, verð kr.
2,25, og Julkárven, barnarit með myndum,
verð 60 au., allur frágangur er í bezta
lagí og cfnið gott.
Titilblað og efnisyfirlit kemur með jan-
úarblaðinu.
Útgefandi Sigurbjörn Á. Gíslnson,
Prentsmiðjan (lutenborg.