Bjarmi - 01.03.1923, Qupperneq 4
32
BJARMI
Þannig ber þjer að lesa Guðs orð
og sökkva sál þinni niður í það, til
þess að þú sjáir hvað Guð hefir gert
fyrir þig og hvað hann vill að þú
gerir. Leitaðu ráða í Guðs orði um
dagleg störf þín og fyrirætlanir, um
syndir og freistingar sem á þig sækja,
um gleði og sorgir, líf og dauða. Þá
verður biblían þjer handbók á lífsleið
þinni og Ieiðarvísir til eilífðar.
Bibliurannsóknir og bibliuskýringar.
Þær geta orðið oss að miklu liði
til að gera innihald biblíunnar ljósara.
En þær mega aldrei skyggja á biblí-
una sjálfa. Það er betra að lesa eitt
biblíurit tíu sinnum, en að lesa tíu
(mismunandi) skýringar þess sama
rits. Biblíurannsókn lýtur að því, að
vjer fáum svo nákvæmar biblíuþýð-
ingar og skýringar sem auðið er.
Látum oss þykja vænt um það starf
og biöjum Guð að stjórna því. En
vjer verðum — hver og einn — að
fara sjálfir til uppsprettunnar og
drekka hið lifandi vatni.
Látum ekki erfiðleika og efasemdir aftra
oss frá lestri biblíunnar.
Það er ýmislegt óljóst og torskilið
í biblíunni. Þar eru dularfull leynd-
armál um líf vort með Guði, sem vjer
fáum ekki skilið, nema með fulltingi
heilags anda. Látum hin Ijósi^ um-
mæli hjálpa oss til að skilja liin ó-
skýraii, því að hvarvetna eru ótví-
ræð orð, sem benda oss á Guðs vilja.
Það er mikið í biblíunni um sögu
og hugsunarhátt, siði og venjur ýmsra
þjóðflokka fornaldarinnar, sem oss er
harla fjarstætt og erfitt að skilja. En
biblían er ekki gefin oss til þess að
vjer lærum af henni fornaldarsögu
eða tileinkum oss heimsfræði gamalla
þjóðflokka nje heldur siðvenjur þeirra
í jarðneskum efnum. Guð gaf oss
hana til þess að vjer skylduin læra
af henni að þekkja lians vilja og
verða hólpnir.
Biblían er skrifuð af mönnum og
fyrir menn. En Guðs andi leiðbeindi
þeim er skráðu, og með þeirra vitn-
isburði opinberaði hann oss það, sem
vjer þurfum að vita oss til hjálpræðis
— til að öðlast eilíft líf. í öllu þvi,
sem opinberað er til hjálpræðis, er
biblían nægilega ljós og auðskilin
hverjum þeim, er vill leita Guðs. Hið
mannlega og óljósa má ekki aftra oss
frá að fara eftir þvi guðdómlega og
ótvfræða. Og Guðs vilja sjáum vjer
skýrt og greinilega hvarvetna í orði
hans. Hann kallar oss frá synd og
dauða til hjálpræðis og eilífs lífs.
Lestu því kostgæfilega Heilaga ritn-
ingu, »sem getur veitt þjer speki til
sáluhjálpar fyrir trúna á Jesúm Krist«
(2. Tim. 3, 15).
Á. Jóh. þýddi.
......- ..................
Heimilið.
Deilil þessa annast Guðrún Lárusdóttlr.
:--- ■ -.-.4
Brúðargjöfin.
Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur.
(Frh.)
Dagur var að kveldi kominn. Raf-
ljósin vörpuðu birtu yfir mannfjöld-
ann á forugum götunum. Flestir virt-
ust eiga annríkt, blindös var í búð-
unum í miðbænum og fyrir utan búð-
argluggana stóðu hópar af börnum
og fullorðnum, sem virtu vandlega
fyrir sjer varninginn, sem skínandi
rafljósin gerðu enn girnilegri útlits.
Stúlkurnar í stuttu pilsunum stikl-
uðu fimlega á háum hælum yfir for-
arpollana á götunum, og litu margar
hverjar brosandi augum til ungu
»herranna« sem og fóru um farinn