Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1923, Side 5

Bjarmi - 01.03.1923, Side 5
BJARMI 33 veg all álitlegir með »stokk« í hendi og vindling i ööru munnvikinu, sum- ir þrifu í snatri til húfunnar þegar broshýran hóp blómarósanna bar á veg þeirra; — — allt var á kviki í borginni. Það var laugardagskveld, og hvíldin frá vikulöngu striti og stauti fór í hönd; það var sjáanlegt á öllu, erda þótt ekkert almanak hefði að- greint hvern daginn frá öðrum. Blaðadrengirnir voru enn á haröa hlaupum með blöðin sín, hrópandi hátt og snjalt hver í kapp við annan og buðu umfarendum varning sinn. Á laugardagskvöldin lesa menn dag- blöðin óvenju vel. Það er gott að kynna sjer í tíma hvaða skemtun sunnudagurinn helir besta að bjóða, því oft er þar úr vöndu að ráða tyrir þá, sem eru auðugir bæði af fje og tíma. Helga stóð hjá búðarglugga og horfði á fallega kjóla, sem hjengu þar til sýnis. Hún var annars hugar og veitti því eigi eftirtekt að nokkrir drengir stóðu i hóp skamt frá henni og voru í háværri samræðu. Loks var það barnsgrátur, sem kom henni til að lita við og gefa gætur að drengjun- um, sem jafnskjótt tóku til fótanna og hlupu hlæjandi sinn í hvora áttina. Einn varð eftir, smár vexti og ves- aldarlegur útlits, illa til fara og ó- hreinn. Húfan hans lá á götunni og allmörg blöð af Vísi láu á víð og dreif í götuforinni. Drengurinn leit við, þegar Helga ávarpaði hann blíð- lega: »Mistirðu blöðin þin í bleytuna, auminginn litli«, sagði Helga, »þú ert líka helst til lítill til þess að selja blöð á götunum« »Strákarnir hrintu mjer, svo jeg misti þau«, svaraði drengurinn. »Þeir voru að striða mjer á — á því hvað — hvað stígvjelin mín væru stór«. Og hann leit tárvotum augum niður fyrir sig, — »og svo reiddist jeg og barði Jóa, — og svo rjeðust þeir allir á mig og þá misti jeg blöðin, — jeg var bara búinn að selja fáein blöð, og nú verður Mangi bálvondur, og svo fæ jeg aldrei blöð hjá honum oftar til að selja«. »Við skulum koma hjerna ögn frá umferðinni«, sagði Helga og tók um hendina á drengnum, »og sjá hvort ekki er hægt að nota eitlhvað af blöðunum«. Drengurinn týndi blöðin snöktandi upp af götunni, og gekk við hliðina á Helgu inn í hliðargötu, þar sem umferðin var miuni. »Þau eru bráð ónýt öll«, sagði hann, »og Mangi heimtar að jeg borgi honum þau, en jeg á enga aura til — og — jeg ætlaði einmitt að kaupa brauðbita handa henni mömmu fyrir það, sem jeg fengi fyrir að selja blöð- in«, og það kom nýr angistarsvipur á andlit hans. »Jeg skal kaupa blöðin af þjer, góði minn«, sagði Helga, og klappaði á kollinn á honum. »Fyrst þú ert vænn drengur, sem hugsar um að hjálpa móður þinni, þá áttu það skilið«. Drengurinn horfði á Helgu, brosi brá á föla andlitið hans og roða sló á vangann. — »Hvað þú ert góð!« sagði hann. »Hvar áttu heima?« spurði Helga þegar kaupinn voru gerð. »Lengst austur í bæ«, svaraði drengurinn. »Áttu mörg systkini?« »Einn ofboð lítinn bróðir, sem heitir ekkert, af því mamma hefir ekki efni á að láta skíra hann«. »Er pabbi þinn atvinnulaus?« spurði Helga. »Pabbi vinnur ekkert núna, hann drekkur bara brennivín«, svaraði drengurinn. »Og þess vegna höfum við svo fjarska lílið að borða. Mamma

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.