Bjarmi - 01.03.1923, Side 7
BJARMI
35
»Góð kona, inainma, sem gaf mjer
peninga, en jeg skal segja þjer það
bráðum«.
»Gott kvöld!« sagöi Helga um leið
og hún gekk inn í herbergiskytruna.
»Fyrirgefið að jeg veð svona inn til
yðar, en jeg hitti drenginn yðar og
hann leyföi mjer að heimsækja yður«.
»f*að er verst«, sagði konan vand-
ræðalega, »hvað hjer er óþrifalegt,
húsnæðið er ekki sem best, eins og
þjer sjáið, og annað eftir þvi. Gjörið
þjer svo vel og setjast«. Hún rjetti
Helgu eina stólinn, sem var í her-
berginu. »Jeg hefi ekkert getað lagað
i kringum mig í dag, barnið hefir
alt af verið í höndunum á mjer,
hann er' ný sofnaður, — jeg er dauð-
hrædd um að hann sje lasinn, hann
hefir verið svo óvær«.
»Auminginn!« sagði Helga og gekk
að rúminu þar sem barnið lá. »Hann
er líklega lasinn, hann dregur and-
ann svo ótt«.
Nú tók Páll litli til máls og fór
að segja mömmu sinni frá skemdu-
blöðunum og hjálpsemi Helgu.
»Þakka yður innilega fyrir okkur«,
sagði konan og rjetti Helgu hönd
sína.
»Þjer eigið ötulan son«, sagði
Helga, og leit brosandi til Páls litla,
sem farinn var að gæða sjer á vænni
brauðsneið,
»Hann vill meira en hann getur,
auminginn«, svaraði móðir hans.
»Það hjeldu honum enginn bönd í
dag, hann vildi selja blöð, eins og
hinir drengirnir, sagði hann. Þá hefði
ekki farið vel fyrir þjer, Palli minn,
ef þú hefðir ekki hitt þessa góðu
konu. Svona er það, oft hefi jeg rekið
mig á það, að þegar neyðin er
stærst, er hjálpin næst. Jeg get ekki
stilt mig um að segja yður það, þó
jeg þekki yður ekki, að hefðuð þjer
ekki hjálpað drengnum svona vel, þá
hefðum víð bæði farið matarlaus í
rúmið í kvöld«.
Barnið fór að kjökra og móðir þess
tók það upp og lagði að brjóstí sjer.
»Helga tók peningana, sem hún átti
eftir í buddunni og rjelti konunni.
»Þjer gerið mjer greiða ef þjer
viljið þiggja þessar fáu krónur«, sagði
hún og vottaði fyrir tárum i augum
hennar.
»Guð launi yður«, sagði konan
hægt. »Gjafir sumra manna hafa
stundum komið við hjartað í mjer,
— en gjöf frá yður særir mig ekki,
-- þvert á móti — jeg finn að hún
er gefin af kærleika«.
Helga leit undan. Hún vildi ekki
láta ókunna konu sjá tárin sín.
»Fátæktin er hörð í horn að taka«,
hjelt konan áfram. »En verri er þó
ófriður og deilur á heimilunum. Já,
þuð er margt bölið, sein drykkju-
mannskonan berst við. þjer sjáið það
sjálfsagt að við hjerna búum við það
böl. Það er líklega ljótt af mjer að
kvarta við ókunnugan, og jeg kvarta
ekki mjög oft, sjálfsagt mætti segja
að jeg gæti kent sjálfri mjer um þetta
að miklu leyti, því af frjálsum vilja
gekk jeg manni mínum á hönd, þó
jeg vissi að hann væri vínhneigður,
— en vonin, skal jeg segja yður,
vonin um að hann hætti, og að vín-
bannið bjargaði honum, þó mjer
tækist ekki að fá liann til að hætta
að drekka, lifði furðanlega lengi, —
og um tíma var svo að sjá að injer
yrði að von minni. En þegar freisl-
ararnir leggja snörur sinar að fótuin
þeirra, sem breyskir eru, og gera all,
sem í þeirra valdi slendur til þess
að vekja fornar fýsnir, þá er sízt
furða þó illa fari — sárgrætilegt er
það, að sakleysingjarnir gjalda, —
synd föðursins kemur niður á vesl-
jngs börnunum«.
Tár hennar hrundu ofan á höfuð