Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1923, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.03.1923, Qupperneq 8
36 BJARMI barnsins, sem hvíldi við brjóst henn- ar. — »0g þó veit jeg ekki hver er aumkunarverðari, freistarinn, eða sá sem fellur í snöruna hans. Einhvern tíma dregur að skuldadögunum, og mjer kæmi það ekki á, óvart þó að tárin okkar, sem mest h'öfum þolað vegna vínsölunnar i þessum bæ, verði þá all þungt á metaskálum hans, sem dæmir alt með rjeltvísi, án alls manngreinar álits«. Helga sat niðurlút og hnípinn í bragði. Konan leit til hennar og þagnaði. »Fyrirgefið þjer«, sagði hún svo hægt og raunalegt, »að jeg tala svona mikið um þetta við yður. Jeg sje það á yður að þjer eruð góð kona, sem ekki megið aumt sjá. Forði Guð yður frá því að þekkja nokkru sinni bölvun vínsins!« Helga bjóst til að fara. »Jeg vildi fegin hjálpa yður«, sagði hún um leið og hún kvaddi konuna. »En jeg er ekki annað en vanmáttug kona, sem enga rönd fæ reist við böli lífsins. Hjarta bölið okkar allra hætir enginn nema Guð. En ijúft er að rjetta bág- stöddum einhverja hjálp«, Konan stóð um stund í kjallara- dyrunum og horfði á eftir Helgu, þegar hún gekk ofan götuna. Svo fór hún aftur inn í fátæklegu híbýlin sín, en á svip hennar var vakinn lftill vottur þeirrar gleði, sem sönn hlut- tekning ávalt vekur. Valdimar Briem vigslubiskup, varð hálfáttræður 1. febrúar p. á., og gerði guðfræðideild Hás ólans bann að heið- ursdoktor þann dag. — Kemur öllum saman um að sra Valdimar hafi átt þann heiður vel skilið, hann hefir unnið ómet- anlegt gagn með trúarskáldskap sinum. Bjarma þykir vænt um að geta bráðlega flutt ágætt skáldrit, sem sra Valdimar hefir islenskað. Friðþjöfur Björk heitir svenskur prestur sem mjög ber á uin þessar mundir. Bjarmi hefir heyrt að honum leiki hugur á að heim- sækja ísland og vita hvort sönn sje »sú ótrúlega saga«, sem honum hefir borist, að þar hafi ekki trúarvakning orðið öldum sainan, — og þvi er ástæða til að segja ofurlítið frá hon- um. — Hann er fæddur i Svíþjóð fór ungur til Ameríku og gekk þar skólaveginn, varð kennaraskólakenn- ari og prestur fáein ár, fór til Ind- lands 1910 í kristniboðserindum, og starfaði einkum meðal indversku safnaðanna fornu, er kenna sig við Tómas postula. Vegna veikinda bróður sins varð Björk að hverfa heitn til Svíþjóðar 1914 — kom degi áður en ófriðurinn hófst, en komst ekki brott aftur vegna ófriðarins. Var hann þá þegar í því áliti að hann gat valið um em- bætti, og kaus að verða aðalprestur við Blasiehólmskirkju í Stokkholm. Hún er reist af gjöfum trúaðra manna, og prestum hennar er ekki ætluð önnur »prestsverk« en prjedikun og sálgæsla. Þar hafði Björk um 3000 áheyrendur, en oft fór hann i prje- dikunarferðir víða um land. Hann var í sliku ferðalagi í febrúar 1918 í sveitinni við Bjernum, sem er járnbrautarstöð norðan til á Skáni. Þar hafði hann eignast marga vini, sem vildu mikið vinna til að hann dveldi um tlma hjá þeim á hverju ári. Einn þeirra gaf honum vænan jarðarpart og hinir báðu hann um að senda sjer teikningu af sumarbústað, þá skyldu þeir reisa húsið fyrir næsta sumar. Pað stóð alt heima er hann kom altur, og í viðbót fjekk hann aragrúa áheyrenda að fyrstu ræðunni er hann flutti í brekkunni við húsið sitt.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.