Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1923, Síða 9

Bjarmi - 01.03.1923, Síða 9
B J A R M 1 37 wÞað kemur ekki til mála að Guð ætli mjer einum þenna góða bústað,« hugsaði Björk. »Jeg býð bingað ung- um mönnum nokkra daga hverjum hóp (15 í einu) og sje hvort Guð blessar oss ekki í andlegu og efna- legu tilliti« — Um þær mundir var vistaskortur í Svíþjóð, svo rosknum vinum hans leist ekki vel á að efna- laus maður hefði svo stór heimboð. Auðvitað fór alt vel. Það kom ágæt veiði í vatn sem fylgdi eigninni, þótt engin væri áður nje síðar og matargjafir komu frá vinum fjær og nær, oft á síðustu stundu, t. d. var búið að láta einu sinni morgunverð viðbitslausan á borðið þegar maður kom með væna smjörsköku. — Dvölin varð mörgum gesti »heilög stund,« og nú hefir sra Björk þessi síðustu 5 sumur haft um 700 gesti f sumarbústað sínum. Allflestir voru gestirnir stúdentar, oftast Svíar en stundum Danir, Norðmenn og Þjóð- verjar, 2 íslenskir guðfræðiskandídatar voru gestir hans liðið sumar. — Enginn borgaði neitt, en allir fóru auðugri að góðum minningum frá ræðum hans og sálgæslu. »Viðræður og frásögurnar á kvöldin eru ógleym- anlegar og þó var best síðasta stundin er vjer krupum við kvöldmáltiðina,« segir danskur stúdenl. Auðug kona bauðst til að gefa fje til nýrrar smákirkju við sumarheim- ilið. Kirkjan var reist, en konan dó áður en hún afhenti fjeð. Þá vantaði 4000 kr. til að greiða kirkjuskuldina. sra Björk fór, sem oftar, með það vandamál í bænaherbergi sitt. Þá kom brjef frá fjesýslumanni. »Viöskifti mín ganga hörmulega«, skrifaði hann, »jeg hefi mist stórfje, og því urðum við hjónin sammála um að nota ve , það sem eftir er, áður en það kann að fara altsaman, og hjer er 3000 kr. ávfsun til starfs yðar.« Þetta var á föstudegi, daginn eftir fór Björk til Stokkhólms að prjedika, eftir messu kom kona til hans, móðir eins piltsins, sem hafði snúið sjer til Krists í Bjernum, og fjekk prestinum 1000 kr. að gjöf. Þar með var kirkj- an skuldlaus. í sumar sem leið var þriðja húsið reist af vinagjöfum, svo að nú verð- ur gestkvæmt þar framvegis. Sra Björk er bænar-maður. »Jeg geng að bæn minni eins og annari iðju,« segir hann. »Jeg undirbý mig, og veit hvað jeg ætla að biðja Guð um«. — Eitt kvöldið sagði hann gestuin sínum þessa sögu, um það hvernig sjer hefði orðið fyllilega ljóst að þaö sje alveg óhætt að reiða sig á orð Krists um bænheyrslu í Matt. 18 Hann var einn á gangi seinni hluta dags, og mætti þá gömlum manni, er bað hann koma með sjer og biðja fyrir veikum syni sínum. Þegar þeir komu inn til sjúklingsins, tók faðir hans biblíuna, las orðin i Matt. 18. . og bætti svo við: »Þetta sagðir þú sjálfur Drottinn, og jeg reiði mig á það«. Sjera Björk var um og ó, en fjell þó á knje til bæna með gamla manninum. Daginn eftir var pilturinn frískur, og tók til vinnu á 3. degi, hafði þó verið frá vinnu árum sam- an, og er alheill síðan. — Jeg hefi sjeð fleiri svipaðar bænheyrslur, segir Björk. Kunnugir segja, að sra Björk sje alveg framúrskarandi laginn við sál- gæslustörf, »af því að hjarfa hans sje gagntekið af kærleika Krists.« Marg- oft koma leitandi menn til hans allar stundir sólarhringsins, og fá jafngóð- ar viðtökur hvort það er nótt eða dagur. — Aðalstarf sitt telur hann »gestaboðin« í Bjernum og ferðaprje- dikanir, og he'ir því alveg nýverið sagt af sjer embættinu í Stokkholm og 9000 kr. launum er því fylgdu.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.