Bjarmi - 01.03.1923, Síða 14
42
B J ARMI
Öðrum mann', er að vísu kennir ýmis-
legt, sem jeg er honum ósammála um,
birtist dýrð Guðs í yndislegri sýn. Pað
var Horace Bushnell; hann segir svo, er
hann hafði íhugað dýrðina: »Aldrei leit
jeg Guð fyrri svo greinilega, aldrei birt-
ist hann mjer eins dásamlega . . . Jeg
hefði ekki getað borið hann saman við
neitt, þótt jeg hefði reynt að lyfta hon-
um i æðra veldi en pað var. Hann var
það alt; alstaðar, alla vega óumræðileg
kærleiksdýrð . . . Pað var eins og hann
kæmi sjálfur alveg í nálægð, og gjörði
mjer ómögulegt annað en nema staðar
og líta hjálpræði hans. Þar var engin
hugaræsing, engin ókyrð, en ósegjanleg
sælufull kyrð«.
Ritningin er »nytsöm« tit að veita oss
slíka reynslu. Hún birtir, segir frá, ráð-
leggur, leiðbeinir, uns peir, sem hlýöa
henni, eru umvafðir andlegri dýrð, sem
yfirgnæfir bendingar sjálfrar biblíunnar.
En ritningin er einnig »nytsöm til
fræðslu« um þá dýrð, sem mannlífið
getur náð. í þeirri bók er greinileg leið-
sögn um, hvað langt vjer komumst. Par
eru ráð og lýsing göfgi og fullkomnunar.
Par má læra, hvað sjerhver vor á meðal
gæti orðið, samkvæmt hugsun Guðs um oss.
Jeg get gefið þjer mjög hagkvæmt ráð
í því efni. Tak Nýja testamenti þitt. Gættu
að hvað það segir um, hvað þú getur
orðið. Farðu hægt yfir, tak eitt og eitt
atriði í einu. Set þau svo saman, eins og
þú værir að búa til mynd. Lát augun í
myndina, augu, sem sjá dýrð Guðs á Gol-
gata; lát á hana varir, varir, sem Guð
getur gefið þjer — þær formæla ekki;
— lát á hana eyru, eyru, sem heyra orð
frá hæðum. Lát hjartaö vera með, nýtt
hjarta, hreínsað af synd, gagntekið kær-
leika. Lát hendur á hana, hendur, sem
ná til bágstaddra, og fætur, fúsa á vegi
friðar og hlýðni. — Pú skilur hvað jeg
á við. — Bættu við myndina, uns þú get-
ur sagt: »Pannig hefir Guð hugsað sjer
að jeg skyldi vera«. — En hafi hann hugs-
að sjer það, skyldi hann þá ekki hata
veitt þjer tækifæri til að verða það i
raun og veru, en ekki að eins dreyma
um það?
Ritningin ílytur þjer, fræðir þig um
þau tækifæri. Par er hjálpræöið í Kristi,
þar er fyrirmyndin óviðjafnanlega, og
þar er sýnt fleira en synd þin, tign þin
cr þar einnig.
Tak þjer gott næði til að horfa á mynd-
ina, mynd sjálfs þin i huga Guðs, og þá
skaltu taka vel eftir tvennu, sem greini-
lega kemur i ljós. Myndin er bæði gjörfu-
leg og fögur, hún er há og fyrirferðar-
mikii. Hún er há, nær að fótskör Drott-
ins, og þyggur vaxtarall sitt þaðan. Hún
er svo fyrirferðarmikil, að hún nær til
margra »nágranna«, þeir styðjast við hana,
leita þar skjóls og verða fyrir kærleiks-
áhrifum. — Ef þú gætir vel að þessu,
fer hlýr straumur um þig. — Sá, sem lit-
ið hefir sjálfan sig í huga Guðs, sjeð:
»þannig ætlaöist Guð til að jeg yrði«,
hann gleymir því ekki. — Ritningin er
wnylsamleg til fræðslu«.
Ennfremur er oss sagt, sð hún sje
»nytsöm til umvöndunar«. Hún er nyt-
söm, bæði til að birta oss lifið, eins og
það ætti að vera og gæti verið — og eins
og það er; þar eru bæði sýnd tækifæri
mín og hvernig jeg nota þau. Reyndu það!
Setjum svo, að þú læsir skáldsögu,
ágæta sögu; hún er þjer ánægja, en hún
sýnir ekki hvað hjá þier býr. Paðan fara
ekki margir ljósgeislar niður í djúp sálar
þinnar, til að sýna þjer hulin óhreinindi.
Eða setjum svo að þú farir í leikhús,
þú skemtir þjer ef til vill, en þú auð-
mýkist ekki við það. Leikhúsin sýna þjer
lífið eins og það er, en ekki eins og það
ætti að vera. Pau sýna veruleika, en ekki
hugsjónir.
Jeg man eftir kunnum, enskum leikara,
sem fullyrti að æðsta hlutverk leikhúsa
væri, að sýna lífið eins og það væri.
Astæða hans var þessi: »Sjeu auðvirðing
og illar hvatir sýndar á leiksviði, fá
áhorfendurnir viðbjóð á þeim«.
Pað er hraparlegur misskilningur, eins
og reynslan sýnir margoft. Vjer sjáum
ekki betur óhreinindi sjálfra vor, þótt
vjer venjumst við annara syndir, — það
er nú eitthvað annað. — »Ekki þurfum
við að þvo okkur, fyrst hinir krakkarnir
eru svona óhrein«, hugsa börnin, — og
margur fullorðinn. Skarn »sómir sjer vel«
hjá sorphaug, — en á hvitu blaði er það
bersýnileg lýti.
Vinkona mín, frú H. P. Hughes, sagði
mjer einu sinni frá góðu dæmi um þetta.
Hún hjelt kvenna-samkomur í fátækra-
hverfi í Lundúnum. Henni þótli leiðin-
legt hvað þær voru óhreinar konurnar,
en vildi ekki styggja þær með því að
finna að þvi. Pá tók hún það ráð, að